Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 2
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
HARMÓNÍKUSPIL Margt var um manninn í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar lands-
menn luku við síðustu verk sín fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LÖGREGLUMÁL Íslenska konan, sem
var handtekin á Schiphol-flug-
velli í síðustu viku, var með efnin
falin innan klæða. Konan situr nú
í gæsluvarðhaldi en hún var með
300 grömm af MDMA í duftformi
falin á sér. Konan var handtekin
á Schiphol-flugvellinum í Amster-
dam, höfuðborg Hollands á sunnu-
daginn í síðustu viku. Konan hafði
dvalist stutt í Hollandi og var á
leið aftur til Íslands. Hún var leidd
fyrir dómara 17. desember síðast-
liðinn þar sem hún var úrskurðuð
í gæsluvarðhald. Konunni hefur
verið úthlutað lögmanni þar í landi
sem mun sjá um mál hennar.
Borgaraþjónusta utanríkis-
ráðuneytisins er að aðstoða kon-
una og ættingja hennar við málið.
Konan á tvö börn sem urðu eftir
hér á landi en samkvæmt upplýs-
ingum Fréttablaðsins mun konan
ekki koma heim til Íslands yfir
hátíðarnar. Lögreglan vildi ekki
tjá sig um hversu langan dóm
konan gæti fengið vegna smygls-
ins. - fbj, vh
Íslensk kona situr enn í gæsluvarðhaldi fyrir smygl á MDMA í duftformi:
Með efnin falin innanklæða
TEKIN Á FLUGVELLINUM Konan var
handtekin á Schiphol-flugvelli í Amster-
dam í síðustu viku.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Björgvin stefnir þú á toppinn?
Já, stefni alltaf á stuð og toppurinn
er bónus.
Björgvin Hilmarsson er leiðsögumaður og
umsjónarmaður fjallaleiðangra. Íslenskir
fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferðir á
suðurpólinn.
NEYTENDUR Aldrei hafa jafn
margir staðir verið opnir yfir
hátíðarnar eins og verður í ár.
Þetta kemur fram á yfirliti sem
Upplýsingamiðstöð ferðamanna
í Aðalstræti hefur tekið saman.
Í yfirlitinu kemur fram að opið
er á nokkrum veitingastöðum á
aðfangadagskvöld. Í tilkynningu
frá Höfuðborgarstofu er bent á
að mikil aukning hefur verið í
ferðamannafjölda hér á landi í
jólamánuðinum. Árið 2011 voru
ferðamenn rúmlega 20 þúsund en
í ár sé búist við því að þeir verði
um 60 þúsund. - ak
Aldrei fleiri staðir opnir:
Víða opið
SPURNING DAGSINS
ht.is
og farsælt komandi ár
Gleðileg Jól
REYKJAVÍK • SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • HÚSAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR
7 VERSLANIR
UM LAND ALLT
RANNSÓKNIR „Það er því miður
engin mannanna verk sem hefðu
staðist náttúruöflin í þessum
ham. Mér sýnist að allt að tveir
metrar séu farnir framan af
strandlengjunni þar sem mest
hefur gengið á, og það segir sig
því sjálft að þetta hefði tapast
algjörlega óháð fornleifaupp-
greftrinum á svæðinu,“ segir
Lilja Björk Páls dótt ir, forn leifa-
fræðing ur við Fornleifastofnun
Íslands, um miklar skemmdir
á fornminjum við Gufuskála á
Snæfellsnesi þar sem ágangur
sjávar að undanförnu hefur stór-
skemmt stórt svæði við strönd-
ina.
Haraldur Sigurðsson eldfjalla-
fræðingur skrifar um fornminj-
arnar og missi þeirra á bloggi
sínu í gær og er gagnrýninn.
Hann vill meina að uppgröft-
urinn hafi afhjúpað minjarnar
og þær hafi verið skildar eftir
óvarðar. „Ef aldrei hefði verið
ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu
þessar minjar varðveist í jörðu.
Jörðin geymir best. Það er algjör-
lega á ábyrgð fornleifafræðing-
anna að þessar minjar spilltust
og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur.
Lilja Björk segir að skemmd-
irnar séu fjarri því bundnar við
blettinn sem rannsóknin nær
til. Skemmdirnar séu á svæðinu
öllu og því séu fornminjar tap-
aðar sem eru órannsakaðar með
öllu. „Þetta er á svo stóru svæði
og vegna fjárskorts er það tak-
markað sem hefur náðst að rann-
saka minjar á ströndinni. Rann-
sóknir til þessa benda til að um
verbúðir frá 15. öld sé að ræða,
en við höfum þurft að velja hvar
við berum niður. Við vitum hins
vegar af minjum þarna úti um
allt sem eru að brotna í sjóinn, og
mikið er farið í þessum veðrum í
vetur,“ segir Lilja Björk og bætir
við að landrof á staðnum sé ein
stærsta ástæðan fyrir því að ráð-
ist var í uppgröft og rannsóknir
á Gufuskálum til að byrja með.
svavar@frettabladid.is
Strandlengjan farin
og fornminjar með
Fornleifar við Gufuskála eru stórskemmdar eftir að hafrót braut stóra spildu úr
strandlengjunni. Fullyrt er að minjarnar hefðu ekki tapast ef ekkert hefði verið
grafið á staðnum. Stenst ekki skoðun, segir aðstandandi rannsóknarinnar.
STÓRSKEMMDAR MINJAR Myndirnar sýna hvernig gengið var frá eftir að vinnu
lauk 2013 og hvernig hóllinn leit út eftir illviðrið. Allur neðri hluti hólsins upp í
um meters hæð hefur brotnað af vegna ágangs sjávar, þ.á.m. sandpokar sem settir
höfðu verið til varnar. Annað rof hefur einnig aukist. MYNDIR/FSÍ/ÞÓR MAGNÚSSON
■ Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274.
■ Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld.
■ Búseta til miðrar 20. aldar.
■ Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og
mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á
milli 1984 og 2013.
■ Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn ver minja.
■ Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína
sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf, beinnálar og
fleira smálegt.
Hugsað sem björgunarrannsókn verminja
STJÓRNSÝSLA Elín Sigurðardóttir, varaformaður vel-
ferðar ráðs, segir að öryrkjar sem nýti yfir áttatíu ferðir
á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra séu flestir í vinnu
og hafi úr meiru að spila en örorkubótum.
En fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag að fatlað-
ir sem fara áttatíu til hundrað ferðir með ferðaþjónustu
fatlaðra horfi fram á að aksturskostnaður þeirra hækki
um tugi þúsunda mánaðarlega vegna gjaldskrárhækk-
ana hjá borginni.
Elín segir að talsmenn fatlaðra hafi misskilið breyt-
ingarnar og ekki standi til að vísa þeim á leigubíla geti
þeir rökstutt þörf sína fyrir ferðir umfram lögboðið
hámark.
Hún segir breytingarnar vera til þess að gæta jafn-
ræðis.
Talsmenn öryrkja segja að það hindri ferðafrelsi
þeirra að takmarka ferðirnar. Elín segist telja að ekki sé
verið að skerða ferðafrelsi líkt og talsmenn fatlaðra haldi
fram. Það sé markmiðið að fatlað fólk komist allra sinna
ferða hindrunarlaust en stundum þurfi að taka erfiðar
ákvarðanir eins og í þessu tilfelli. Þarna sé líka verið að
auka þjónustu þannig að fólk geti pantað sér ferðir sam-
dægurs og það megi segja að það auki ferðafrelsi. - þká
Varaformaður velferðarráðs telur talsmenn fatlaðra hafa misskilið breytingar:
Ekki verið að skerða ferðafrelsi
BREYTINGAR Talsmenn fatlaðra hafa gagnrýnt gjaldskrár-
breytingar hjá borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
JÓL Það var hátíðarstemning á Laugavegi í gær þegar vegfarendur
luku við síðustu jólainnkaup sín. Margt var um manninn og mikið um
að vera. Þessi jólasveinn og tónlistarmaður varð á vegi Ernis Eyjólfs-
sonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, og létti lund stressaðra vegfarenda
með harmonikkuspili.
Í dag eru flestar verslanir miðborgarinnar opnar frá tíu til tólf,
fyrir þá sem eru á allra síðasta séns. Matvöruverslanir eru margar
hverjar opnar lengur. Þá má sjá afgreiðslutíma helstu stofnana sem
opnar eru yfir hátíðarnar á síðu 22. - fbj
Mikil jólastemning var á Laugavegi á Þorláksmessu í gær:
Síðustu skref jólaundirbúnings
TRÚ Stöð 2 og Vísir munu sýna
beint frá aftansöng úr Grafar-
vogskirkju í kvöld. Útsendingin
hefst á slaginu 18.
„Þetta hefur mælst vel fyrir.
Áhorfendur á Vísi hafa verið frá
hátt í 40 mismunandi löndum og
getað fengið jólastemninguna
beint í æð,“ segir Gísli Berg,
framleiðslustjóri Stöðvar 2. Egill
Ólafsson og kór Grafarvogskirkju
koma fram auk fleiri listamanna.
Útsendingin ætti að ganga vel
fyrir sig en sami hópurinn er nú
að senda út messuna í áttunda
sinn í röð. - jhh
Útsending hefst klukkan sex:
Aftansöngur
verður í beinni
VIÐSKIPTI Veitingastaðurinn
Caruso var opnaður í gær, Þor-
láksmessu, á nýjum stað í Austur-
stræti 22. Caruso neyddist til að
loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu
viku eftir að leigusali hússins
meinaði eigendum og starfsfólki
Caruso aðgang að húsinu.
Staðurinn var opnaður í hádeg-
inu og haft hefur verið samband
við þá gesti sem áttu pantað borð
eða gjafakort og geta þeir mætt
á nýja staðinn. „Þetta er búið að
vera hrikalega löng vika,“ sagði
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir,
eigin kona eiganda Caruso. - ktd
Farsæll endir á deilumáli:
Caruso opnaði
á nýjum stað