Fréttablaðið - 24.12.2014, Qupperneq 6
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað hefur mörgum starfsmönnum
fjármálafyrirtækja verið sagt upp frá
hruni?
2. Hvað unnu Snæfellskonur marga
af deildarleikjum sínum í körfubolta
í ár?
3. Hvað voru mörg svínaræktarbú
starfandi á landinu í lok árs 2013?
SVÖR:
MENNTAMÁL Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur
samþykkt ályktun þar sem framlag Sjávarútvegsskóla
stofnunarinnar á Íslandi er þakkað. Viðurkenningin
beinist einkum að framlagi skólans í þágu smárra
eyþróunarríkja.
Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er
rekinn sem hluti af framlagi Íslands til þróunarmála
og hefur verið starfræktur síðan 1998. Þar hafa um
300 sérfræðingar í sjávarútvegsmálum í þróunarlönd-
um hlotið sex mánaða þjálfun hérlendis og hafa yfir
þúsund manns tekið þátt í námskeiðum sem skólinn
hefur þróað og haldið í samstarfslöndunum.
Skólinn er rekinn samkvæmt þríhliða samningi
Hafrannsóknastofnunar og utanríkisráðuneytisins við
SÞ. Hafrannsóknastofnunin hefur umsjón með starfi
skólans í samstarfi við Matís, HÍ og Háskólann á
Akureyri. Einnig er samstarf við Háskólann á Hólum
sem og fjölda innlendra sjávarútvegsfyrirtækja. - shá
Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna mikilvægt þróunarstarf í menntamálum:
Sjávarútvegsskólanum þakkað
ÚTSKRIFT 300 sérfræðingar hafa verið útskrifaðir frá upphafi.
MYND/HAFRÓ
ÖRYGGISMÁL Heimilt verður að
nota fé úr ofanflóðasjóði til að
taka þátt í kostnaði við hættu-
mat eldgosa, en um framlengingu
þeirrar heimildar er að ræða
með lagabreytingu frá Alþingi.
Eins er nú heimilt að ráðstafa fé
sjóðsins til að taka þátt í greiðslu
kostnaðar við hættumat vegna
vatnsflóða og sjávarflóða. Tilefn-
ið er umbrotin í Bárðarbungu og
Holuhrauni og mikilvægi þess að
geta brugðist rétt við eldgosavá
sem og annarri náttúruvá. - shá
Kostar hættumat flóða:
Ofanflóðasjóð-
ur nýtist víða
Ferðamönnum sem dvelja á Íslandi
um jólin hefur farið fjölgandi
undanfarin ár. Ástæðan er helst
rakin til aukins framboðs á flugi,
einkum á milli Íslands og Banda-
ríkjanna.
Valgerður Ómarsdóttir, sölu- og
markaðsstjóri á Hótel Sögu, segir
að staðan sé mjög góð þar fyrir
jólin og það sé töluverð aukning
frá því í fyrra. „Jólin eru alltaf
að verða vinsælli og vinsælli og
komin flott nýting yfir jólahá-
tíðina. Það er mikil breyting frá
því fyrir tveimur árum. Það jókst
töluvert í fyrra og svo enn meira í
ár. Áramótin eru með hefðbundnu
sniði. Þá er fullbókað og búið að
vera það í töluverðan tíma,“ segir
hún í samtali við Fréttablaðið.
Valgerður segir að aukið fram-
boð af flugi verði einfaldlega
til þess að fólk komist frekar til
landsins. „Það er heilmikil mark-
aðssetning búin að eiga sér stað.
Reykjavík er að markaðssetja sig
sem jólaborg og ansi margt að eiga
sér stað,“ segir hún. Ísland sé að
komast á kortið sem jólaland.
Valgerður segir að ferðamenn-
irnir komi víða að. Frá Banda-
ríkjunum og Evrópu en einnig
frá Asíu. „Og sama um áramótin.
Við erum með mikið af Norður-
landabúum, mikið af Bretum og
svo líka með ansi marga Japana
hjá okkur. Rússarnir hafa verið
stór hópur en þeir eru að detta út
núna, út af ástandinu þar,“ segir
Valgerður. Rússar hafi alltaf verið
sterkur hópur en hann sé núna
eðlilega að minnka.
„Ferðaþjónustan er að bjóða upp
á fjölbreyttari dagskrá þannig að
þetta er að verða svolítið gott seas-
on hjá okkur, jól og áramót,“ segir
Valgerður. Hún segir að gestir fái
mikla aðstoð við að undirbúa tíma
sinn hér á helgidögum. „Við ráð-
leggjum þeim að vera rosalega vel
undirbúnir og vera búnir að bóka
sínar ferðir og vera klárir í það því
framboðið er minna en venjulega,“
segir hún.
Icelandair Group rekur þrjú
hótel í Reykjavík. Það er Hilton,
Reykjavík Natura og Reykja-
vík Marina. Hildur Ómarsdóttir,
sölu- og markaðsstjóri, segir að
bókunarstaðan sé góð hjá þeim
fyrir jólin. Ívið betri en fyrri ár.
Aðspurð segir hún að að ein-
hverju leyti megi þakka Íslandi
allt árið þessa stöðu. „Veturinn er
miklu betri núna en hann hefur
verið. En það er ekki bara það.
Það er svo margt annað og ég
held að það sé nú fyrst og fremst
að þakka því að Icelandair hefur
lagt mjög mikið í markaðssetn-
ingu á Íslandi.
Ísland er að festa sig í sessi sem
vinsæll áfangastaður á jólunum
Ferðamönnum sem koma til Íslands og dvelja hér á jólum fer fjölgandi segja markaðsstjórar Icelandair-hótela og Hótels Sögu. Ferðamenn-
irnir koma víða að. Ferðaþjónustan býður upp á fjölbreyttari dagskrá og gestir fá mikla aðstoð við að skipuleggja tíma sinn á helgidögum.
VIÐ HALL-
GRÍMSKIRKJU
Fjölmargir
ferðamenn
leggja leið sína
að Hallgríms-
kirkju með
myndavélina
með sér.
FRÉTTABLAÐIÐ /
ERNIR
Jón Hákon
Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Gary Amy og
Becky Amy
eru frá Eng-
landi og komu
hingað til lands
á mánudaginn.
Gary segir að
þau ætli að vera
á Íslandi í viku
og aðalmálið sé að njóta lífsins. Þau ætla
að skoða norðurljósin, skoða hvali og fara
Gullna hringinn. „Við hlökkum til alls,“ segir
Becky aðspurð um það hvað þau hlakki mest
til að gera. Gary segir að þau séu hér í fyrsta
skipti.
➜ Skoða hvali og
Gullna hringinn
Ryan Donelly frá Ástralíu var einn
að spóka sig á Lofti hosteli þegar
Fréttablaðið hitti hann. „Ég verð
hérna í tvær vikur,“ segir Ryan en
hann kom hingað á mánudaginn.
Hann ætlar að fara aftur þann 4.
janúar.
Ryan var að skoða kort af
landinu og átta sig á því hvert
hann ætti að fara þegar Fréttablaðið talaði við
hann. „Ég er að hugsa um að leigja bíl og fara á
einhverja staði þar sem eru gistiheimili og skoða
það sem er þess virði að skoða,“ segir hann. Hann
muni keyra um landið í rúma viku. Svo ætlar hann
að vera í Reykjavík um áramótin.
➜ Verður í Reykjavík
um áramótin
Vinirnir Austin og
Javier eru komnir
alla leið hingað
frá Hong Kong,
en þeir lentu á
mánudaginn. Þeir
fara síðan aftur
úr landi á jóladag.
Þeir segja að þeir
myndu gjarnan vilja fara út fyrir Reykjavík en
þeir hafi ekki aðgang að bíl. Þeir fari því ekki
langt.
Þeir verði því meira og minna í bænum. „Já,
að mestu leyti. Við ætlum bara að ganga um
borgina og kíkja á það sem okkur líst best á,“
segir Austin og Javier bætir því við að þeir
ætli að taka mikið af myndum.
➜ Ætla að halda sig í Reykjavík
Matt og Kat
Hellens eru frá
Kent í Englandi
og ætla að vera
hér í fjóra daga.
„Við ætlum að
sjá norðurljósin í
kvöld, fara síðan
Gullna hringinn
á morgun, á jóladag förum við svo í Bláa lónið
og svo förum við heim daginn eftir,“ segir Matt í
samtali við Fréttablaðið. Kat segir að þau hlakki
til alls. „Við erum búin að hlakka til svo lengi,“
segir Kat og Matt tekur undir „Já, okkur hefur
alltaf langað til að koma,“ segir hann.
➜ Markmiðið að sjá
norðurljósin
Aileen Kelly and
John Kelly frá
Boston komu
hingað til lands
í gær. „Ég hef
notið mín mjög
vel. En ég hef
ekki sofið lengi,“
segir John við
Fréttablaðið. Hann segir að fólkið hérna sé
mjög vinalegt og dásamlegt. Hann tekur það
sérstaklega fram að hann sé mjög öruggur
hérna á Íslandi. „Það er gaman að versla
hérna og við ætlum að reyna að sjá norður-
ljósin í kvöld,“ segir Aileen. Þau Aileen og
Kelly komu hingað til lands í fyrradag og fara
aftur úr landi á föstudaginn.
➜ Fólkið hér vinalegt
Ricky og Carla
Reese komu
til landsins á
mánudag, en þau
eru frá Austin í
Texas. Þau ætla
að vera hérna
til 6. janúar. „Við
ætlum að leigja
bíl og fara til Víkur á morgun. Svo ætlum við
að fara lengra,“ segja þau. Þau ætla síðan að
halda áfram.
„Við erum fyrst og fremst hérna til að skoða
norðurljósin.“ Þau ætla svo að vera hérna í
Reykjavík yfir áramótin og skoða Bláa lónið ef
þau hafa tíma til. Ricky og Carla Reese hafa
einu sinni áður komið til landsins.
➜ Á Íslandi í annað sinn
VINSÆLT AÐ SKOÐA NORÐURLJÓSIN
VEISTU SVARIÐ?
1. Rúmlega tvö þúsund. 2. 27 leiki af 28.
3. 15.