Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 13

Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 24. desember 2014 | SKOÐUN | 13 Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítla- borginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skatt- lagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar mat- vörur. Stjórnvöld vilja að þú borð- ir það sem Þórður bóndi framleið- ir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugg- lega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að inn- lenda mjólkurvaran inni- haldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta fram- leitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð. Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eig- andi eins stærsta kjúklingafram- leiðenda á landinu væri Cold- rock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá manna- nafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóf- legri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Bisk- upstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokall- að skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbún- aðarmálum er enginn. Það er kom- inn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda. Íslenski bóndinn og mannanafnanefnd Norrænir for- feður Íslendinga tignuðu sín goð og héldu sín jóla- blót fram til árs- ins 1000 þegar Alþing ákvað að taka upp nýjan sið, kristni, sem þótti taka hinum eldri fram. Það voru siðaskipti hin fyrri. Kristnin með sín Jesújól hefur nú runnið sín þúsund ár og fram undan eru siðaskipti hin síðari. Rétt eins og þau fyrri hafa þessi síðari siðaskipti verið að gerast á nokkr- um áratugum og jafnvel öldum. Á þröskuldi nýs árþúsunds er það raunsæ og óhlutdræg rödd skynsemi og skilnings á manni og náttúru, frá hinu smæsta til hins stærsta, sem verður einkenni hins nýja siðar. Í árdaga mannkyns, löngu fyrir tíma þeirra trúarbragða sem nú vilja eigna sér öll svör, tóku athug- ulir og skynsamir menn og konur eftir því að gangur sólar, tungls og stjarna laut ákveðnum lög- málum. Tveir tímapunktar ársins urðu vörður á leið mannkyns til sið- menningar, sólstöður á sumri og vetri. Sólstöður á vetri urðu, eðli málsins samkvæmt, tilefni til ein- lægs fagnaðar því þá tók daginn að lengja og fyrirheit vorsins um fæðu og frjósemi urðu raunverulegri. Við nútímamenn njótum þess for- skots á þessa skynsömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Því er engin þörf á neins konar tákngervingu eða trúarhjúpi á þessum árlegu og gleðilegu tímamótum sólargangs- ins. Við getum einfaldlega fagnað á einlægan og ærlegan máta að vegna möndulhalla jarðar og stöðu hnatt- arins á sporbaug um sólu eru bjart- ari og hlýrri dagar fram undan. Því ætti kveðjan á þessum myrk- asta tíma ársins að vera há og snjöll: Gleðilega sól! Gleðilega sól ! LANDBÚNAÐUR Finnur Árnason forstjóri Haga SÓLSTÖÐUR Lárus Jón Guðmundsson verkefnisstjóri ➜ Við nútímamenn njótum þess forskots á þessa skyn- sömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. ➜ Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guð- ríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. www.or.is - við aðstoðum þig líka á facebook.com/Orkuveitan Við erum til taks til að tryggja þér birtu og yl um hátíðirnar. Þjónustuvakt okkar er opin allan sólarhringinn í síma 516 6000. Gleðilega hátíð! Við erum til taks um hátíðirnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.