Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.12.2014, Qupperneq 16
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| JÓL | 16 VERÐLAUNIN Í verðlaun fyrir bestu myndina hlýtur Kristín glæsilega Nikon 1S1 myndavél frá Heimilis- tækjum. Sigurmynd Kristínar Valde-marsdóttur heitir Ævintýra-skógur og er af dóttur henn-ar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmynda- keppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desemb- er,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatök- ur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogg- inu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“ Kristín er íþróttakennari í Varm- árskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desemb- er. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni, ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fal- legan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember, Kristín Valdemarsdóttir, sigurvegari í jólaljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins ÆVINTÝRASKÓGUR Mynd Kristínar Valdimarsdóttur þykir sú besta sem send var inn í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Gerir dagatal með jólamyndum Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. TUNGLSETUR Fred Schalk á myndina í 2. sæti JÓLASNJÓR Birkir Pétursson á myndina 4. sæti.JÓLASLEÐAFERÐ Iðunn Silja Svansdóttir á myndina í 3. sæti. VOÐMÚLASTAÐAKAPELLA Jón Sigurðsson á myndina sem valin var vinsælasta myndin af lesendum Fréttablaðsins og Vísi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.