Fréttablaðið - 24.12.2014, Page 36
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 32
BAKÞANKAR
Viktoríu
Hermannsdóttur
„Þetta var einhver svona aulahúmor
á elleftu stundu þegar við vorum að
fylla út umsóknir og áttuðum okkur
á að við vorum ekki með neitt nafn,“
segir Salka Guðmundsdóttir, sem
stofnaði leikhópinn Soðið svið árið
2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur.
„Það er svona með ákvarðanir
sem maður tekur í hláturskasti rétt
fyrir miðnætti, þær geta reynst
afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær.
Um síðustu helgi hófust aftur
sýningar á barnaleikritinu Hættu-
för í Huliðsdal en Salka skrifaði
handritið að verkinu og því er leik-
stýrt af Hörpu Arnardóttur. Leik-
hópinn stofnuðu Salka og Aðal-
björg þegar þær voru nýkomnar
úr námi en þær langaði til þess að
skapa eigin verkefni. „Við Aðal-
björg vorum saman í unglinga-
leikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu.
Við erum því að vinna með gamla
„mentornum“ okkar.“ Hættuför í
Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu
ára stelpu sem er nýflutt út í sveit.
Í herberginu hennar opnast töfra-
hlið og hún fer inn í Huliðsdal þar
sem hún hittir fyrir margar sér-
kennilegar verur. Meðal þeirra er
franski ruglufuglinn sem leikinn er
af Esther Talíu Casey.
„Ruglufuglinn er alveg ótrúlega
skemmtilegur karakter sem Eyja
hittir í Huliðsdal, Esther Talía leik-
ur hann og fann sér einhvern innri
franskan ruglufugl. Þetta er mjög
sannfærandi allt saman og hann er
í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir
hún. „Þegar við vorum að vinna
verkið hittumst við nokkur úr leik-
hópnum og spjölluðum um það sem
okkur fannst skemmtilegt þegar
við vorum börn. Leiksýningar,
bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir
hún við um hugmyndavinnuna.
„Við erum með leikmynd sem
leikararnir þurfa svolítið að æfa
sig að hreyfa sig í, fólk þarf að
ganga blindandi um sviðið vafið í
silki og það hefur alveg dottið um
koll og um hvert annað,“ segir Salka
um æfingaferlið og bætir við: „Það
sem var skemmtilegt í fyrra var
hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn
í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og
púuðu á vondu kallana. Það er svo
skemmtilegt að finna viðbrögðin.“
Sýningar á Hættuför í Huliðsdal
fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhús-
inu og hentar sýningin börnum frá
fimm ára aldri. gydaloa@frettabladid.is
Franskur ruglufugl
Leikhópurinn Soðið svið setur barnasýninguna Hættuför í Huliðsdal aft ur á svið.
Leikritið fj allar um ellefu ára stelpu sem kynnist alls kyns furðuverum.
SOÐIÐ SVIÐ Salka segir nafn leikhópsins afleiðingu af hláturskasti rétt fyrir
miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er svona með
ákvarðanir sem maður
tekur í hláturskasti rétt
fyrir miðnætti, þær geta
reynst afdrifaríkar.
Gleðileg bíójól
Miðasala á:
THE HOBBIT 3 3D KL. 2 – 5.45 – 6.45 – 9 – 10
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 2 – 4.30 –6.45 – 10.45
EXODUS KL. 9
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 5 – 8
DUMB AND DUMBER TO KL. 2
MÖRGÆSIR ÍSL TAL KL. 2 - 4.30
THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 1 – 4.30 – 6 – 8 – 9.30 – 11
THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 1 – 4.30 – 8 – 11
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 1 – 3.30 – 5.45 – 8
EXODUS KL. 6 – 9.30
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 10.20
BIG HERO 6 ÍSL TAL KL. 1 – 3.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL KL. 1 – 3.30
JÓ LAMYND FJÖ LSKYLDUNNAR
SÝNINGARTÍMAR GILDA FRÁ OG MEÐ 26. DESEMBER
- EMPIRE
HOBBIT 3 3D (48R) 2, 4, 5, 7, 8, 10, 11
NIGHT AT THE MUSEUM 1:50, 5, 8
NIGHTCRAWLER 10:10
BIG HERO 6 2D 2
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
sýnd í 3d 48 rammaS R
BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS
GLEÐILEG JÓL
5%
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
HOLLYWOOD REPORTER
Jólamyndin 2014
Jólamyndin 2014
VILLAGE VOICE
NEW YORK POSTEMPIRE
Vinsælasta teiknimy d allra tíma
Aftur í bíó um jólin
Það gerist mjög reglulega að ég missi trú á mannkynið. Yfirleitt gerist það þegar
ég les athugasemdakerfi vefmiðlanna eða
stöðuuppfærslur misgáfaðra besservissera á
Facebook. Ekki misskilja mig, ég elska kom-
mentakerfin og þau geta svo sannarlega stytt
manni stundir. En fólk röflar bara svo alltof
mikið þar að það kemur reglulega fyrir að ég
missi trú á allt og alla eftir lestur þeirra.
Á öld samskiptamiðlanna hafa nefnilega
allir rödd. Það er auðvitað gott en stundum
er bara aðeins of mikið öskrað. Ég gæti auð-
vitað bara sleppt því að lesa þetta en það er
skemmtilegra að pirra sig á því og gerast
meðlimur röflkórsins. Svo birtir til og
maður fær aftur trú á mannkynið. Og
það gerðist hjá mér í vikunni. Síðustu
dagar hafa verið óvenju snjóþung-
ir í borginni og bílar verið fastir í
sköflum út um allt.
SAMHUGURINN sem mynd-
ast þegar fólk hefur fest sig í
snjósköflum er nefnilega oft og
tíðum ótrúlegur. Ég var vakandi
eftir miðnætti eitt kvöldið í vikunni
þegar ég heyrði bíl spóla í götunni
hjá mér. Sem meðlimur röflkórsins ætlaði
ég að reyna að leiða spólið hjá mér en sam-
viskan leyfði það ekki þar sem ég sá fram á
að hlusta á bílinn spóla þarna alla nóttina.
Ég dreif mig því í úlpu og skó. Ég komst ekki
einu sinni alla leið út því þegar ég opnaði
hurðina voru fjórir aðrir nágrannar mættir
út á náttfötunum með skóflur og bíllinn
komst sína leið. Þarna var sko sannur sam-
hugur að verki. Og þetta sá ég gerast úti um
allt í vikunni, einn fastur og allir út að ýta.
ÞEGAR eitthvað bjátar á þá hættir nefni-
lega röflkórinn að röfla og allir hjálpast
að. Fyrir jólin gerist það á hinum ýmsu
vígstöðvum. Til dæmis voru fjölmargar
Facebook-síður stofnaðar á síðustu vikum
þar sem fólk bauðst til þess að hjálpa þeim
sem eiga erfitt með að halda góð jól. Fólk
fór og keypti í jólamatinn fyrir bláókunnugt
fólk og rétti hjálparhönd á ýmsan hátt. Þarna
sýnir þjóðarsálin sínar bestu og fallegustu
hliðar.
OG þannig er andi jólanna. Þegar allt kemur
til alls skipta gjafirnar og hvort allt sé hreint
ekki máli. Heldur það að standa saman og
sýna kærleik í verki. Gleðileg jól!
Kærleiksandi röfl kórsins