Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 12. nóvember 2012 Mánudagur Sýknaður af líkamsárás Héraðsdómur Austurlands sýkn­ aði á föstudag karlmann sem ákærður var fyrir að ýta fyrrver­ andi kærustu sinni niður stiga. Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað í gleðskap aðfaranótt nýárs­ dags í fyrra og var maðurinn sagð­ ur hafa ýtt stúlkunni með þeim af­ leiðingum að hún missti jafnvægið og féll niður stigann. Hlaut hún eymsli í hálsi og hnakka og tognun í efri bakvöðvum. Samkvæmt framburði ákærða sló í brýnu milli vinkonu hans og fyrrverandi kærustu hans þegar sú fyrrnefnda bað hana um að yfir­ gefa gleðskapinn. Hann neitaði því að hafa ýtt henni niður stigann heldur sagði hann að hún hefði misst jafnvægið eftir að hafa skvett á hann vatni eða drykk. Hann neitaði þó ekki að hann kunni að hafa kippst til þegar hann fékk drykkinn yfir sig með þeim af­ leiðingum að stúlkan datt. Dómari í málinu mat það svo að ekki væri komin fram lögfull sönnun þess að maðurinn hafi ýtt stúlkunni niður stigann, eins og lýst var í ákæru. Var hann því sýknaður af ákærunni. Sakar­ kostnaður málsins, 313 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Illugi á Beinni línu Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður á Beinni línu DV.is á miðvikudag klukkan 14. Illugi hefur lengi stað­ ið í eldlínunni fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn. Spennandi tímar eru framundan enda fer prófkjör flokksins fram í Reykjavík þann 24. nóvember næstkomandi, um aðra helgi. Illugi sækist þar eftir fyrsta sætinu líkt og hann gerði fyrir síð­ ustu þingkosningar þegar hann hafði betur gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Handteknir fyrir kynferð- isofbeldi Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu handtók tvo rúmlega tvítuga karlmenn snemma að morgni sunnudags vegna gruns um kynferðisofbeldi. Var það gert í kjölfar þess að sextán ára stúlka hafði leitað til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var stúlkan gestkomandi í húsi skammt frá miðborginni í nótt en engar frekari upplýsingar eru gefnar í tilkynningunni. n Bjarni veikur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins n Fáir formenn hafa fengið jafn lítið fylgi A ðeins einn fyrrverandi for­ maður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið minna fylgi í prófkjöri flokksins fyrir þing­ kosningar en Bjarni Bene­ diktsson gerði um helgina. Bjarni hlaut tæplega 54 prósent greiddra atkvæða til að leiða listann en það er talsvert minna en hann fékk fyr­ ir síðustu þingkosningar árið 2009. Í síðasta prófkjöri flokksins fékk Bjarni rúmlega 60 prósent atkvæða. Staða Bjarna er talin veikari eftir prófkjörið en ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan hann var endurkjör­ inn formaður flokksins í slag gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Hanna Birna sækist eftir því að leiða lista flokksins í Reykjavík. Fékk mótframboð Bjarni var ekki einn um að sækjast eftir fyrsta sæti listans en það gerði Ragnar Önundarson viðskipta­ fræðingur líka. Vilhjálmur Bjarnason sóttist síðan eftir fyrsta til sjötta sæti listans og hafnaði í því fjórða. Ragnar endaði hins vegar ekki á meðal efstu manna í prófkjörinu og liggur ekki enn fyrir hversu mörg atkvæði hann fékk. Atkvæðin í fyrsta sætið dreifðust víða og er óljóst hvaða áhrif framboð Ragnars í fyrsta sætið hafði raunveru­ lega á gengi Bjarna. Vilhjálmur fékk 658 atkvæði í fyrsta sætið, sem eru tæp þrettán prósent greiddra atkvæða. Ragnheiður Rík­ harðsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti prófkjörsins, hlaut 421 atkvæði í fyrsta sætið, sem eru rúmlega átta prósent greiddra atkvæða. Bjarni fékk hins vegar 2.728 atkvæða sem eru flest at­ kvæði sem nokkur frambjóðandanna fékk í eitt sæti. Fer niður um nítján prósentustig Sé heildartala greiddra atkvæða sem efstu menn listans fengu skoðuð kemur hins vegar í ljós að flestir greiddu Ragnheiði atkvæði sitt í eitt­ hvert sæti. Hún fékk 3.823 atkvæði sem jafngildir því að rúmlega 75 pró­ sent þeirra sem tóku þátt í prófkjör­ inu vildu hafa hana á listanum. Bjarni fékk hinsvegar 3.456 atkvæði í heild sem jafngildir stuðningi 68,2 prósenta sjálfstæðismanna í eitthvert sæti list­ ans. Bjarni fékk færri atkvæði í heild en Vilhjálmur. Til samanburðar vildu 87,5 pró­ sent Sjálfstæðisflokksmanna að Bjarni væri á lista flokksins fyrir síð­ ustu kosningar. Persónulegt fylgi Bjarna dregst því saman um rúm nítján prósentustig. Rétt er þó að hafa í huga að kjörsókn var aðeins lakari í prófkjörinu nú en árið 2009. Tapaði síðustu kosningum Bjarni hefur þurft að glíma við ýmsa erfiðleika á kjörtímabilinu og er lík­ legt að einhver þeirra vandamála hafi áhrif á stöðu hans og fylgi. Í síð­ ustu þingkosningum, sem boðað var óvænt til í kjölfar efnahagshrunsins, hrundi fylgi flokksins undir stjórn Bjarna. Flokkurinn tapaði níu þing­ mönnum á landsvísu frá kosningum árið 2007 og mynduð var vinstri stjórn. Skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn nái þessum þing­ mönnum til baka í næstu kosningum en Bjarni hefur engu að síður verið gagnrýndur fyrir að flokkurinn sé ekki með meira fylgi þar sem ríkisstjórn Vinstri­grænna og Samfylkingar er mjög óvinsæl. Fortíð Bjarna úr viðskiptalífinu frá því áður en hann varð formaður flokksins hefur líka eflaust haft áhrif. DV hefur fjallað ítarlega um aðkomu hans að ýmsum fjárfestingum og við­ skiptafléttum sem sumar hafa að hluta endað á íslenskum skattgreið­ endum. Þessi fortíð, sem minnir marga á viðskiptahætti útrásarinnar, hefur skapað Bjarna óvild bæði innan og utan flokksins. Enn bendir þó flest til að fortíðin verði honum ekki að falli. Sjálfur ánægður með niðurstöðuna Bjarni sagði í samtali við Ríkisútvarp­ ið á sunnudag að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu prófkjörsins. Hann túlkaði þó niður­ stöðuna þannig að hann væri með eindreginn stuðning flokksmanna. „Niðurstaðan er engu að síður mjög afgerandi stuðningur og enginn sem ógnar minni stöðu sem leiðtoga list­ ans hér í þessu stóra kjördæmi,“ sagði hann aðspurður um niðurstöðurnar. Bjarni sagði að sótt hafi verið að sér í kjördæminu fyrir prófkjörið, bæði innan og utan flokksins. „ Tveir frambjóðendur sóttust eftir fyrsta sætinu og þeir fengu einhver atkvæði og það hlaut að dragast frá þeim at­ kvæðafjölda sem kom þá til mín en engu að síður er þetta yfirburðasigur fyrir mig í fyrsta sætið.“ Þá sagði Bjarni einnig að niðurstaðan hefði ekki áhrif á stöðu sína sem formaður. Í samtali við Morgunblaðið talaði Bjarni um að það væri „kalt á toppn­ um“ og að hann hefði unnið allar kosningar sem hann hefði farið í fyrir Sjálfstæðisflokkinn. DV náði ekki tali af Bjarna til að spyrja hann út í fylgistap hans á milli prófkjara. Skelfileg tíðindi „Auðvitað eru þetta skelfileg tíðindi fyrir formann að fá 54 prósent greiddra atkvæða. Það er náttúrulega ekki nógu gott,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, pró­ fessor í stjórnmálafærði við Háskól­ ann á Akureyri, aðspurður hvort staða Bjarni væri veik innan flokksins. Hann segir að þrátt fyrir mótframboð hafi Bjarni í raun og veru verið samkeppn­ islaus í fyrsta sætið þrátt fyrir að tveir aðilar hafi boðið sig fram. „Það voru engin alvöruframboð á móti formann­ inum í fyrsta sætið. Til samanburð­ ar erum við að horfa á Árna Pál, sem fær 49 prósent hjá Samfylkingunni og ætlar að vera formaður, var með hörku andstæðing, með ráðherra á móti sér. Það er allt öðruvísi,“ segir hann og bæt­ ir við að ekki sé hægt að segja annað en að árangur Bjarna sé slæmur. Aðspurður hvort tölurnar um stuðning flokksmanna við Bjarna gefi ekki óumdeilanlega til kynna að hann sé umdeildur innan flokksins segir Grétar svo vera. Hann segir að það sé bara tímaspursmál þangað til að Bjarna verði ógnað verulega í for­ mannsstóli og vísar til þess að Hanna Birna mælist með mikinn stuðning í Reykjavík. „Það þarf samt ekki að þýða að hann verði að segja af sér,“ segir hann. Þarf að flýta sér hægt Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi rit­ stjóri Morgunblaðsins, segir aug­ ljóst að prófkjörið veiki stöðu Bjarna þar sem formaður ætti að fá betri kosningu þó að dæmi séu um ann­ að. Þar vísar Styrmir líklega til Geirs Hallgrímssonar, formanns flokksins, í prófkjöri í Reykjavík fyrir rúmum þremur áratugum. Þar fékk Geir ekki nema tæplega 36 prósent atkvæða til að leiða listann. Hann sat þó áfram og sat í formannsstólnum fram að næstu kosningum þegar hann hafnaði í sjö­ unda sæti í prófkjöri flokksins. Styrmir telur hins vegar að Bjarni þurfi að gera þrennt í kjölfar próf­ kjörsins. Að horfast í augu við þá veikleika í pólitískri stöðu hans sem birtast í niðurstöðunum, að hrein­ skiptar umræður fari fram milli hans og nánustu samstarfsmanna hans og samherja í forystusveit Sjálfstæðis­ flokksins um áhrif niðurstöðunnar á pólitíska baráttu Sjálfstæðisflokks­ ins á næstunni og að hlusta á helstu trúnaðarmenn flokksins um allt land. „Hann á að flýta sér hægt,“ segir Styrmir á bloggsíðu sinni. Líklega næsti forsætisráðherra Ef marka má nýlegar skoðanakannan­ ir um fylgi flokkanna virðist lítið geta komið í veg fyrir að Bjarni verði for­ sætisráðherra eftir kosningar. Fylgi flokksins samkvæmt síðasta þjóðar­ púlsi Gallup sýnir að sjálfstæðismenn geta myndað tveggja flokka stjórn með þremur mismunandi flokk­ um; Vinstri­grænum, Samfylkingu og Framsóknarflokki. Það verður þó að teljast ólíklegt að Vinstri­grænir gangi til liðs við Sjálf­ stæðisflokkinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þar sem Steingrímur J. Sig­ fússon, formaður Vinstri­grænna, hef­ ur lýst yfir eindreginni skoðun sinni að gefa eigi Sjálfstæðisflokknum enn­ þá lengra frí frá völdum. Jóhanna Sig­ urðardóttir forsætisráðherra hefur lýst sömu skoðun en hún hverfur úr forystusveit Samfylkingarinnar eftir kjörtímabilið. Árni Páll Árnason, sem marði sigur í prófkjöri flokksins í Suð­ vesturkjördæmi, hefur hins vegar lýst því yfir, ásamt fleiri þingmönnum flokksins, að ekki sé hægt að útiloka stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk­ inn. Erfitt að spá fyrir um stöðuna Grétar segir að erfitt sé að spá ná­ kvæmlega fyrir um hvernig stað­ an verði á þingi að loknum kosning­ um. Hann segir að vissulega sé ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að formað­ ur stærsta stjórnmálaflokksins verði forsætisráðherra en það velti allt á af­ stöðu annarra flokka í stjórnarmynd­ unarviðræðum. „Auðvitað skyldi mað­ ur búast við því að formaður stærsta flokksins í hverjum kosningum sé alltaf líklegastur. Það er allt sem bend­ ir til þess að það verði Bjarni en síðan er aldrei að vita hvernig stjórnarmynd­ unarviðræður æxlast. Það er ekki sjálf­ gefið að stærsti stjórnmálaflokkurinn sé í stjórn,“ segir hann en ítrekar að erfitt sé að ráða í þær mælingar sem liggja fyrir. „Það er svo langur tími til stefnu.“ Formannsstóllinn í Samfylk­ ingunni gæti líka skipt máli að mati Grétars og bendir á að Árni Páll, sem þegar hefur boðið sig fram í emb­ ættið, sé eindreginn stuðningsmað­ ur Evrópusambandsaðildar. „Þá spyr maður sig hvernig mun honum ganga að mynda stjórn með þeim flokkum sem vilja draga aðildarumsóknina til baka,“ segir hann og bætir við: „Það er einhver sem þarf að gefa eftir einhvers staðar, það er alveg ljóst.“ Prófkjörið „skelfileg tíðindi“ fyrir Bjarna Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Veikur formaður Niðurstöður prófkjörsins sína að Bjarni er umdeildur sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins á meðal flokksmanna. Persónulegt fylgi Bjarna, til að taka eitthvert sæti á lista flokksins, dregst saman um rúm nítján prósentustig á milli prófkjörsins 2009 og nú. Mynd RóbERT REyniSSon „Hann á að flýta sér hægt Styrmir Gunnarsson ritstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.