Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 18
18 Lífstíll 12. nóvember 2012 Mánudagur Á misjöfnu þrífast börnin best n Of hreint umhverfi getur valdið bráðaofnæmi fyrir hnetum S vo virðist sem foreldrar sem ala börn sín upp á mjög þrifalegum heimilum geti verið að stofna lífi þeirra í hættu. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna fram á að börn sem alast upp í mjög hreinu umhverfi séu líklegri en önnur til að þróa með sér bráðaofnæmi fyrir hnetum. Á síðustu tuttugu árum hafa tilfelli bráðaofnæmis fyrir hnetum tvöfald- ast í Bretlandi og er áberandi mest hjá börnum í milli- eða efristétt. Vísinda- menn telja niðurstöður sínar styðja þær kenningar að börn úr efnaðri fjöl- skyldum séu með lélegra ónæmiskerfi en þau sem eiga lítt efnaða foreldra, þar sem heimili þeirra fyrrnefndu eru yfirleitt hreinni. Svo virðist sem orða- tiltækið „á misjöfnu þrífast börnin best“ eigi því vel við í þessu tilfelli og foreldrar ættu að varast að sótthreinsa umhverfið sem börnin eru í. Rann- sóknin náði til 8.306 barna en 776 af þeim þróuðu með sér ofnæmi fyrir hnetum á aldrinum eins til níu ára. Bráðaofnæmi fyrir hnetum getur verið lífshættulegt, en ofnæm- isviðbrögð lýsa sér gjarnan með bólgum í hálsi og munni sem valda öndunarörðugleikum. Komist einstak- lingur í þessu ástandi ekki fljótt undir læknishendur getur það leitt til dauða. Þeir sem hafa fengið alvarleg ofnæm- isviðbrögð ganga því yfirleitt með adrenalín sprautu á sér sem getur skipt sköpum við slíkar aðstæður. Ofnæmisviðbrögð við hnetum dofna yfirleitt þegar komið er á full- orðinsár en aðeins um 20 prósent þeirra sem þróa með sér slíkt ofnæmi losna alveg við það. n Hnetur Þrátt fyrir að hnetur séu hollar og góðar geta þær líka verið stórhættulegar. Þriðjungi kvenna líður illa eftir kynlíf Svo virðist sem þriðja hver kona þjáist af depurð eftir kynlíf, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar ástralskra vísinda- manna. Yfir 200 konur tóku þátt í rannsókninni og 33 prósent þeirra sögðust einhvern tímann á lífsleiðinni hafa fundið fyr- ir depurð eftir að hafa stundað kynlíf. Vísindamenn reyna nú að finna ástæður þessa. „Undir venjulegum kringum- stæðum einkennast fyrstu mín- úturnar eftir kynlíf af vellíðan og slökun,“ segir Robert Schweitzer, sem fór fyrir rannsókninni. „En svo virðist sem þessar konur upplifi í staðinn tilfinningar eins depurð, þörf fyrir að gráta, kvíða og eirðarleysi,“ bætti hann við. Flottustu jóla- markaðir Evrópu N ú þegar óðum styttist í jólin er fátt skemmtilegra og jóla- legra en að spóka sig á fal- legum jólamörkuðum. En fjölmarga slíka má finna víðsvegar um Evrópu. Markaðirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir en eiga það þó allir sameiginlegt að vera sannkölluð jóladraumalönd. Hér eru dæmi um sex vinsæla jóla- markaði í Evrópu sem gaman væri að kíkja á og koma sér í smá jólaskap. Köln Í borginni má finna átta mismun- andi jólamarkaði, sem laða að sér yfir tvær milljónir gesta á ári hverju. Tilkomumesti og vinsælasti mark- aðurinn heitir Am Dom og er stað- settur fyrir framan dómkirkjuna, en hún er einn vinsælasti viðkomustað- ur ferðamanna í Þýskalandi. Risastórt jólatré er staðsett í miðju markaðarins en umhverfis það eru 160 sölubásar þar sem seld- ur er jólavarningur af ýmsu tagi; jólaskraut, jólatré, handverk, kerti og keramik. Þá skemmta götulista- menn gestum og gangandi og auka jólastemninguna enn frekar. Vínarborg Christkindlmarkt fyrir framan ráð- húsið í Vínarborg er einn þekktasti og mest sótti jólamarkaðurinn í Evrópu. Markaðurinn er jafnframt sá elsti en hann á sér yfir sjö hundruð ára sögu. Jólatrén í garðinum sem umlykja markaðinn eru skreytt með ljósum sem eru í laginu eins og hjörtu og piparkökukarlar. Á svæðinu er einnig smiðja fyrir börn þar sem þau geta föndrað jólagjafir og bakað smákökur á meðan foreldrar þeirra sinna jólagjafainnkaupum. Dresden Fyrst er minnst á jólamarkaðinn í Dresden árið 1434 sem gerir hann að elsta jólamarkaði Þýskalands. Dresdenbúar eru að vonum mjög stoltir af markaðinum sínum sem nefnist Striezelmarkt, eftir ákveðinni tegund af ávaxtaköku sem þykir þar ómissandi á jólunum. Mest er um að vera á markaðin- um annan sunnudaginn í desem- ber. Þá taka bakarar sig saman og baka slíkar kökur handa gestum til að gæða sér á, en þetta er hefð sem á rætur sínar að rekja aftur til sextándu aldar. Þá skar prinsinn kökurnar nið- ur og gaf fátækum. Lille Lille í norður Frakklandi er drauma- staðurinn fyrir jólainnkaupin en jólamarkaðurinn þar er opinn á hverjum degi frá 19. nóvember til 30. desember. Á markaðinum, sem er sannkallað jóladraumaland, er hægt að kaupa jólaskraut, matvæli, list- muni og keramik. Stórt Parísarhjól gnæfir yfir mark- aðinn og í miðju hans er einnig um 18 metra hátt jólatré. Brussel Borgin er þekkt fyr- ir matargerðarlist og er því tilvalinn áfangastaður fyrir sælkera í kringum jólahátíðina. Þar er gott að gæða sér á jólaglöggi, dásamlegu belgísku konfekti, gufusoðnum sniglum, ólíf- um og piparkökum sem eru eins og jólasveinar í laginu. Fiskmarkaðinum er breytt í skautasvell í desember sem er mjög vinsælt hjá heimamönnum. Þar hljóma jólalögin úr stórum hátölurum og götulistamenn skemmta gestum og gangandi. Bath Steinsnar frá Bath Spa-lestarstöðinni í Bath í suðvesturhluta Englands er að finna jólamarkað. Um er að ræða einn stærsta viðburð í Bretlandi og jafnframt þann hátíðlegasta. Markaðurinn er í hjarta borgar- innar við helstu verslunargötuna og er svæðið allt lýst upp með jóla- seríum. Það er fátt hátíðlegra en að rölta um markaðinn og gæða sér á ostakökum, súrum gúrkum og góðum vínum. Á markaðin- um fæst allt sem hugurinn girnist, bæði jólavarningur sem og aðrar vörur. n n Komdu þér í jólaskapið með því að kíkja á jólamarkað í Evrópu Góð sambönd gegn krabbameini Hamingjusamlega giftar konur eru líklegri en aðrar til að lifa af fái þær brjóstakrabbamein, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsókn- ar. Góð tengsl við makann, vini, foreldra og systkini virðast skipta miklu í baráttunni við sjúkdóminn. Rúmlega 60 prósenta meiri lík- ur eru á því að brjóstakrabbamein dragi félagslega einangangraðri konur til dauða innan við þremur árum eftir greiningu sjúkdómsins, en félagslega tengdari kynsystur þeirra. Vísindamenn segja að fjöldi vina og fjölskyldumeðlima sem konurnar eru í góðum tengslum við skipti ekki endilega máli, held- ur frekar gæði sambandanna. Kaldara að sitja heima en fara út Nú þegar veturinn er að bresta á í öllu sínu veldi þá er oft meira freistandi að liggja heima undir teppi en að fara út og hitta vini. Þegar kuldinn úti er nístandi geta margir ekki hugsað sér að fara út úr húsi og telja að með því tapi þeir öllum hita úr kroppnum. Eins undarlega og það kann að hljóma þá er mun líklegra að þér verði kaldara þar sem þú situr heima undir teppi, heldur en þú ef drífur þig út og hittir vini þína, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við háskólann í Torontó fram- kvæmdu. Félagsleg virkni fram- kallar nefnilega andlega hlýju sem nýtist kroppnum einnig til að halda á sér hita. Að draga sig í hlé og leggjast í híði yfir vetur- inn vegna kuldans er því alls ekki það skynsamlegasta í stöðunni. Drífðu þig út, ræktaðu sam- bandið við vini þína og gæddu kroppinn hlýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.