Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 8
hefur flutt hundruð milljóna úr landi 8 Fréttir 12. nóvember 2012 Mánudagur n Lánaviðskipti upp á fleiri hundruð þúsund evrur n Jón Þorsteinn kominn á Kvíabryggju J ón Þorsteinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Byrs og einn af erfingjum verslana- keðjunnar Nóatúns á sínum tíma, hefur flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta. Þetta herma heimildir DV. Í tilfelli Jóns Þorsteins hafa fjármagnsflutn- ingarnir yfirleitt farið fram í evrum. Flutningurinn á fjármagninu fer gegn gjaldeyrishöftunum sem sett voru hér á landi í kjölfar íslenska efnahagshrunsins. Fjármagnsflutningarnir eiga sér stað með lánveitingum frá Jóni Þorsteini sjálfum til erlendra eignarhaldsfélaga sem eru í eigu ís- lenskra aðila. Eitt þessara félaga heitir CCP Systems Ltd. og er breskt eignarhaldsfélag skráð í Lundúnum á Englandi. Einn af þeim sem tengist CCP Systems er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, Guð- mundur Örn Jóhannsson, sem hætti skyndilega hjá félaginu fyrir skömmu út af frétt um aðkomu hans að gjald- eyrisviðskiptum. Guðmundur Örn Jóhannsson var í sjálfsskuldaraá- byrgð fyrir einhverjum af þeim lán- veitingum sem Jón Þorsteinn veitti CCP Systems. Hver lánveiting nemur tugþús- undum evra, á bilinu 50 upp í 100 þúsund. Lánveitingarnar eru til skamms tíma, nokkurra mánaða, og skuldbindur lántakandinn sig til að greiða lánveitandanum, í þessu til- felli Jóni Þorsteini, aftur með vöxt- um. Þegar fjármunirnir eru komn- ir frá Íslandi og inn á erlenda bankareikninga greiðir lántakandinn peningana aftur til lánveitandans. Lántakandinn fær svo prósentur af þeirri upphæð sem flutt er út. Eini til- gangurinn með viðskiptunum er að koma gjaldeyri út úr landinu í trássi við höftin þó svo að viðskiptin sé skil- greind sem lán. Miklir fjármagnsflutningar Hugsanlegt er að fleiri milljarðar króna, jafnvel tugir eða hundruð milljarða, hafi verið fluttir frá Íslandi í bága við gjaldeyrishöftin með sams konar aðferðum á síðastliðnum fjór- um árum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum er eitt af stærstu við- fangsefnum Seðlabanka Íslands um þessar mundir að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir stórkost- legt útstreymi fjármagns frá Íslandi þegar gjaldeyrishöftunum verður létt. Sérstakur hópur starfsmanna Seðlabanka Íslands vinnur nú í því að reyna að finna leiðir til þessa. Ýmsir sérfræðingar á fjármálamark- aði hafa bent á það að aflétting gjald- eyrishaftanna gæti leitt til annars hruns ef ekki verður nægilega vel staðið að henni. Hefur hafið afplánun Jón Þorsteinn hóf nýverið afplánun fjögurra ára fangelsisdóms á Kvía- bryggju á Snæfellsnesi. Fangelsis- dómurinn er vegna Exeter Holdings- málsins svokallaða sem snýst um lánveitingu út úr Byr upp á ríflega milljarð króna. Hæstiréttur dæmdi þá Jón Þorstein og Ragnar Z. Guð- jónsson, sparisjóðsstjóra Byrs, í fjögurra ára fangelsi í sumar. Dómur- inn var vegna umboðssvika og er sá þyngsti sinnar tegundar hér á landi. Jón Þorsteinn og Ragnar Z. komu lánveitingunni í kring svo hægt yrði að gera upp lán sem meðal annars þeir sjálfir áttu útistandandi við MP Banka í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Stofnfjárbréfin í Byr sem þeir Jón Þorsteinn og Ragnar áttu höfðu þá fallið í verði og voru nánast verð- laus. MP Banki kallaði eftir auknum tryggingum fyrir lánunum fyrir bréf- unum vegna þessa og knúði síðar á um uppgreiðslu á lánunum. Þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. brugðu þá á það ráð að láta Byr lána lepp- félaginu Exeter Holdings, sem búið var sérstaklega til í kringum viðskipt- in, fjármuni til að kaupa hin verð- lausu stofnfjárbréf í af þeim sjálfum og nokkrum öðrum starfsmönnum Byrs. DV hringdi á Kvíabryggju og bað um viðtal við Jón Þorstein út af mál- inu. Skilin voru eftir skilaboð til hans og hann beðin um að hringja í blaða- mann til að svara spurningum um lánaviðskipti við CCP Systems Ltd. Jón Þorsteinn hringdi ekki til baka. Fjármunirnir sem Jón Þorsteinn lán- aði munu á endanum meðal annars hafa runnið inn á bankareikning sem hann á í Þýskalandi. Íslandsbanki íhugar skaðabótamál Þegar Byr sparsjóður var yfirtekinn af Íslandsbanka fylgdi möguleg skaðabótakrafa á hendur sakborn- ingunum í Exeter Holdings-mál- inu eignasafni bankans. Skaðabóta- kröfu Byrs á hendur þeim var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar þeir voru sýknaðir í undirrétti. Mál- inu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands þar sem þeir Jón Þorsteinn og Ragn- ar Z. Voru dæmdir til fangelsisvistar. Máli Styrmis Bragasonar, forstjóra MP Banka, var vísað aftur í héraðs- dóm til efnismeðferðar og á hún eft- ir að fara fram. Í ljósi þess að þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. voru dæmdir í Hæstarétti Íslands er kominn traust- ur grundvöllur fyrir Byr, nú Íslands- banka, til að sækja skaðabætur til hinna dæmdu í málinu. Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðing- ur Íslandsbanka, segir að bankinn sé ekki búinn að útiloka að fara í skaða- bótamál við þá Jón Þorstein og Ragn- ar Z. Raunar segir hann frekar lík- legra en ekki að bankinn reyni að sækja skaðabætur til þeirra. Þá seg- ir hann að nú þegar sé farið af stað skaðabótamál gegn Styrmi Braga- syni sem er hluti af refsimálinu gegn honum fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur. „Við erum bara að skoða það. Al- mennt séð finnst mér nú líklegra í slíkum málum, nema það liggi fyrir að eignastaða þeirra einstaklinga sem um ræðir hverju sinni sé orðin þannig að kröfurnar séu ekki innheimtan- legar, að kröfunum verði haldið uppi. Mér sýnist dómur Hæstaréttar í þessu tiltekna máli hafa leitt í ljós að það er bótakrafa fyrir hendi,“ segir Tómas. Ætla má að erfiðara sé fyrir ís- lenska aðila að átta sig á fjárhags- stöðu Jóns Þorsteins, meðal annars með tilliti til mögulegra skaðabóta- mála gegn honum, ef fjármunir hans liggja að mestu á erlendum bankareikningum en ekki innlend- um. Einnig vekur athygli að fjár- magnsflutningar Jóns Þorsteins frá landinu fóru að mestu fram á seinni hluta síðasta árs og á fyrri hluta þessa árs, það er að segja áður en Hæstiréttur Íslands dæmdi hann til fjögurra ára fangelsisvistar. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Íslandsbanki íhugar skaðabótamál Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur Íslands- banka, segir bankann íhuga skaðabótamál gegn Jóni Þorsteini og Ragnari Z. Guðjónssyni út af Exeter Holdings-málinu. Birna Einars- dóttir er bankastjóri Íslandsbanka. „Mér sýnist dómur Hæstaréttar í þessu tiltekna máli hafa leitt í ljós að það er bótakrafa fyrir hendi Milljóna fjármagnsflutningar Jón Þorsteinn Jónsson hefur staðið í hundruð milljóna fjármagnsflutning- um frá Íslandi á síðastliðnum árum í trássi við gjaldeyrishaftalögin. Hóf afplánun á Kvíabryggju Jón Þorsteinn hóf afplánun á Kvíabryggju fyrir skömmu út af Exeter Holdings-málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.