Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 12. nóvember 2012 n Assad hugsar sér ekki til hreyfings n Á 200 milljarða í skattaskjólum M amma vakti mig og sagði mér að fara strax á fætur. Hún sagði að Abdulrahman hafi farið út og að flugvélin væri enn hringsólandi yfir okkur,“ segir Sýrlendingurinn Omar, en ellefu ára bróðir hans, Abdulrahman, missti fótlegginn er flugvél stjórnar­ hersins varpaði sprengju nærri heim­ ili hans. „Þú þarft að koma honum aft­ ur heim,“ sagði móðir þeirra við Omar þann örlagaríka dag. Abdulrahman er einungis eitt fjöl­ margra dæma af því er óbreyttir borg­ arar særast í borgarastyrjöldinni í Sýr­ landi, en 32–38 þúsund manns hafa látið lífið í átökum í landinu, sem stað­ ið hafa yfir í 19 mánuði. Uppreisnar­ menn í landinu vilja koma Bashar al­ Assad, forseta landsins og de facto einvaldi, frá völdum og hrinda af stað stjórnarfarslegum umbótum. Það hef­ ur hins vegar gengið erfiðlega enda ríkir sundrung á meðal uppreisnar­ manna. „Það voru herflugvélar á lofti og sprengju var varpað rétt hjá húsinu okkar. Ég fór til þess að sjá hvað hefði gerst og þá sprakk önnur sprengja,“ segir Abdulrahman við CNN um það þegar hann missti fótlegg. „Hann er ekki barn lengur,“ segir bróðir hans. Sundraðir vilja sameinast Óeining ríkir á meðal uppreisnar­ manna meðal annars um það hvaða stjórn skuli taka við verði Assad hrak­ inn frá völdum. Bræðralag múslima, heittrúuð sella á meðal uppreisnar­ manna, vill til dæmis að trúarleg gildi verði í hávegum hjá nýrri mögulegri ríkisstjórn landsins. Mánuðum saman hafa uppreisnarmenn reynt að sjóða saman áætlun um að steypa Assad af stóli, en án árangurs. Það virðist vera að breytast, því undanfarið hafa viðræður átt sér stað á milli ólíkra hópa innan Frjálsa sýr­ lenska hersins – sem eru uppreisnar­ mennirnir – en fréttastofa CNN grein­ ir frá því að fimm ólíkar sellur innan hersins, alls um helmingur allra upp­ reisnarmanna, séu nú í viðræðum. Vonast þeir til þess að smíða sameig­ inlega hernaðaráætlun, svo þeir verði samhæfðari í baráttunni. Varpa sprengjum af miskunnarleysi Samkvæmt aðgerðasinnum í landinu hafa umsvif sýrlenska flughersins stór­ aukist á síðustu vikum. Yfir höfuð­ borginni Damaskus, þar sem áður fóru í kringum 20 herflugvélar á loft á dag, fara nú um 60. Borgin er valda­ miðja Assads forseta. Er þetta mikil aukning en uppreisnarmenn sækja nú á úthverfi borgarinnar í von um að ná henni á sitt vald. Það mun þó lík­ legast verða þrautin þyngri því fjöl­ margir stuðningsmenn forsetans eru í borginni. Hernaðurinn sem uppreisnar­ mennirnir þurfa að stunda er keim­ líkur þeim sem varð þeim dýrkeypt­ ur í borginni Aleppo, þar sem þeir þurftu að fara hús úr húsi og berjast af hörku. Mannfallið varð mikið. En stjórnarherinn hefur reitt sig fyrst og fremst á loftárásir, enda er erfitt fyrir hermenn Assads að komast að þeim svæðum þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Afleiðingin er sú að fjöl­ margir óbreyttir borgarar hafa látið líf­ ið í slíkum árásum og slíkt hið sama á við um sprengjuárásir af hálfu upp­ reisnarmanna. „Ég mun lifa og deyja í Sýrlandi“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hef­ ur ekki viljað koma á loftbanni í Sýr­ landi, líkt og gert var í Líbíu þegar her­ menn Gaddafis vörpuðu sprengjum á uppreisnarmennina. Ástæðan er meðal annars sú að Rússar styðja enn Assad og hafa neitunarvald í ráðinu. Sjálfur hugsar Assad sér ekki til hreyfings. „Ég er ekki brúða. Ég er Sýrlendingur; Ég fæddist í Sýrlandi. Ég mun lifa og deyja í Sýrlandi,“ sagði hann í viðtali við rússneskan frétta­ miðil. Hann hefur setið á valdastóli í tólf ár og tók við af föður sínum sem réð í 29 ár. „Við myndum gera hvað sem er“ Assad varar Vesturlönd við að hafa afskipti af landinu. „Innrás yrði dýr­ keypt – það yrði öllum heiminum dýrt ef Vesturlönd réðust hingað inn,“ sagði forsetinn. „Skriðþungi slíkrar innrásar mun hafa áhrif á allan heiminn.“ Assad hefur sankað að sér gífurlegum auðæf­ um í stjórnartíð sinni en breska blað­ ið Guardian greinir frá því að hann eigi tæpa 200 milljarða króna í erlendum skattaskjólum. Getuleysi öryggisráðsins hvað landið varðar hefur þvingað ráða­ menn til þess að leita annarra leiða en beinnar hernaðarlegar íhlutun­ ar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið Assad öruggan flutning frá Sýrlandi. „Hvað sem er, við myndum gera hvað sem er til þess að koma þessum manni úr landi, til þess að tryggja örugg stjórnarskipti,“ sagði Cameron við sjónvarpsstöðina Al­Arabiya. „Ég er svo sannarlega ekki að bjóða honum skjól í Bretlandi en ef hann vill fara, þá gæti hann það. Við gætum komið því í kring.“ n „við MynduM gera hvað seM er“ Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Barist í úthverfum Hermaður stjórnarhersins í Harsta – úthverfi Damaskus. Uppreisnarmenn sækja á úthverfin en ljóst er að mannfall verður mikið. „Það voru herflugvélar á lofti og sprengju var varp- að rétt hjá húsinu okkar. Ég fór til þess að sjá hvað hefði gerst og þá sprakk önnur sprengja. n Vestur-Nílarveiran virðist verða skæðari með tímanum V ísindamenn í Bandaríkjun­ um óttast að Vestur­Nílar­ veiran (e. West Nile Vir­ us) hafi stökkbreyst og sé orðin mun skæðari en áður. Frá þessu greinir bandaríska blaðið Washing ton Post og hefur eftir læknum sem fylgst hafa með veirunni og einkennum hennar um langt skeið. Meðal þeirra er Art Leis, lækn­ ir frá Mississippi í Bandaríkjun­ um, sem meðhöndlað hefur sjúk­ linga sem smitast hafa af veirunni. Hann segir að veiran sé farin að hafa verri áhrif á yngri sjúklinga og hann hafi meðal annars greint heilaskemmdir í fjórum sjúkling­ um á þessu ári. Eftir að hafa smit­ ast gátu þeir ýmist ekki lesið eða skrifað og einn sjúklingur lamaðist að hluta. Samkvæmt Vísindavefnum greindist veiran fyrst árið 1937 í Úganda en fannst ekki fyrr en árið 1999 í Bandaríkjunum. Hún berst í fólk ef það er bitið af moskítóflug­ um en smitast þó ekki á milli manna. Um 80 prósent þeirra sem smitast af Vestur­Nílarveirunni fá engin einkenni sýkingar en flestir þeirra sem veikjast fá hitasótt. Ein­ kenni hennar eru meðal annars hiti, höfuðverkur, slen og bein­ verkir. Talið er að aðeins einn af hverj­ um 150 einstaklingum sem smitast fái Vestur­Nílarveiki sem er mun skæðari en hitasóttin. Einkenni hennar koma fram á taugakerf­ inu sem heilabólga, heilahimnu­ bólga eða mænuveiki og það er einmitt þetta sem vísindamenn óttast – að fleiri séu að fá þessi slæmu einkenni en áður. „Við sjá­ um mun fleiri dæmi en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir Marc Fischer, faraldursfræðingur hjá bandarísku Matvæla­ og lyfja­ stofnuninni. einar@dv.is Vísindamenn óttast stökkbreytingu Smitberi Veiran berst með moskítóflugum en smitast ekki á milli manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.