Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 10
SORGARSAGA ÍSLENSKU KRÓNUNNAR 10 Fréttir F yrirkomulag gjaldeyris- og peningamála Íslendinga hefur verið mikið til umræðu á undanförnum árum. Helst hefur verið rætt um að taka upp evru á Íslandi, þá sérstaklega eft- ir að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið hófust árið 2009. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa þó ver- ið ræddar eins og einhliða upptaka Kanadadollars eða danskrar eða norskar krónu. Um miðjan september kynnti Seðlabankinn rúmlega 600 blað- síðna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Þó lík- lega hafi fáir komist yfir að lesa allt ritið virtist meginniðurstaða flestra sem tjáðu sig um skýrsluna vera sú að Ísland hafi val á milli þess að ganga í ESB, og þar með sækjast eftir upptöku evru, eða að halda í íslensku krónuna og herða umgjörð peninga- mála og fjármála hins opinbera. Höf- undar skýrslunnar töldu það ekki heppilegan kost að taka einhliða upp annað gjaldmiðil. Ef slíkt yrði gert myndi danska krónan þó henta best en hún er sem kunnugt er tengd við evru. Ein stærsta spurningin er líklega sú hvernig Íslendingar ætli sér að losna við gjaldeyrishöftin – umræðan um mögulegar leiðir verður líklega hávær í komandi alþingis kosningum sem fara fram í maí á næsta ári. Þegar farið er yfir stefnuskrá þeirra stjórn- málaflokka sem nú sitja á Alþingi, frá árinu 2011, sést að einungis Samfylk- ingin hefur það á stefnuskránni að taka upp evru. Aðrir flokkar hafa ekki sett neina ákveðna mynt í stefnu- skrána sína ennþá – Framsóknar- flokkurinn hefur viljað kanna upp- töku Kanadadollars en það þó ekki á stefnuskrá flokksins 2011. Gjaldeyrishöft í 30 ár Íslendingar þekkja vel gjaldeyris- höft enda voru þau við lýði hérlend- is allt frá árinu 1931 til 1960 og voru ekki að fullu afnuminn fyrr en ís- lenska krónan var sett á flot í mars árið 2001. Segja má að höftin hafi þó að mestu verið afnumin með stofn- un gjaldeyris markaðar árið 1993 og EES-samningnum sem tók gildi árið 1994 með tilkomu fjórfrelsisins sem kveður meðal annars á um frjálst flæði fjármagns. Íslendingar hafa því einungis verið með haftalausa krónu í rúm sjö ár síðustu 80 árin. Í því samhengi má benda á að lífeyrissjóðir hófu ekki að fjárfesta erlendis fyrr en með tilkomu EES- samningsins árið 1994. Fyrir þann tíma fjárfestu þeir nær eingöngu í ríkisbréfum. Íslenskir bankar hófu síðan að opna útibú í Lúxemborg frá árinu 1996. Íslenskir fjárfestar hófu ekki sína útrás fyrr en í lok árs 1999 þegar nokkrir fjárfestar keyptu 66 prósenta hlut í knattspyrnufélaginu Stoke City. Áður en íslenska krónan var sett á flot í mars árið 2001 var stuðst við svokallað gengismarkmið. Það hafði gefist ágætlega og þá sérstaklega frá um 1993 og fram að aldamótum. Eft- ir að fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir með tilkomu EES-samnings- ins reyndist hins vegar sífellt erfiðara fyrir Seðlabankann að reka sjálf- stæða peningastefnu. Gengismark- mið þýðir að þá er reynt að halda verði krónu í ákveðnu gengi gagn- vart einum ákveðnum gjaldmiðli eða gjaldmiðlakörfu. Rúm 7 ár án hafta Um aldamótin síðustu má segja að markaðurinn hafi þvingað Seðla- bankann til að láta af gengismark- miði. Voru þá tveir kostir í boði; að tryggja gengismarkmið enn meira í sessi með inngöngu í myntsamstarf sem þá var að hefjast í Evrópu með tilkomu evrunnar eða að setja krón- una á flot og styðjast við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið. Eins og kunn- ugt er var síðari kosturinn valinn sem reyndist ekki vel. 7,4 prósenta ársverðbólga að meðaltali frá því að krónan var sett á flot í mars 2001 og þar til að sú tilraun endaði með banka- og gjaldeyriskreppu innan við átta árum seinna getur vart talist góður árangur. 28. nóvember 2008 voru fyrstu lög um gjaldeyrishöft sett á Alþingi. Kostnaður Íslendinga vegna haftanna hefur frá þeim tíma stöð- ugt aukist. Þróun regluverksins hefur ekki enn verið nægjanlega mikil til þess að afnema höftin. Núverandi áætlun Seðlabankans gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftin verði afnumin í lok næsta árs. Líklega búast þó fæst- ir við því að sú verði raunin. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem kynnt var síðasta fimmtudag, segir að höftin gætu allt eins varað í 5–10 ár til við- bótar. Uppnám vegna nauðasamninga slitastjórna En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að svo erfiðlega gengur að afnema gjaldeyrishöftin? Ein stærsta ástæðan er hin svokallaða „snjó- hengja“ sem talin er nema yfir 1.000 milljörðum króna. Það eru eignir erlendra aðila á Íslandi sem meðal annars fjárfestu í svokölluðum Jökla- bréfum í góðærinu sem Seðlabank- inn hóf að bjóða upp á frá haustinu 2005. Þar var um að ræða spákaup- menn í vaxtamunarviðskiptum (e. carry trade). Þeir tóku oft lán í Már Guðmundsson seðlabankastjóri: Enn óvissa um evrusvæðið og losun gjaldeyr- ishafta* „Losun fjármagnshafta er í senn eitt mikilvægasta og flókn- asta úrlausnarefnið í íslensk- um efnahagsmálum um þessar mundir. Höftin reyndust mikil- væg við að ná stöðugleika í þjóðarbúskapnum í framhaldi af fjármálaáfallinu. Í því samhengi voru þau samþykkt af aðildarþjóð- um EES-samningsins þrátt fyrir að þau gangi gegn anda samnings- ins. Hins vegar er nauðsynlegt til lengdar að losa höftin. Þar kemur að minnsta kosti tvennt til. Í fyrsta lagi hafa þau í för með sér kostnað sem vex með tímanum og verður til lengdar meiri en ávinningur- inn. Í öðru lagi eru það alþjóð- legar skuldbindingar Íslendinga. Ekki mun ganga til lengdar að vera með altæk höft á útstreymi fjár- magns og vera samtímis innan EES-svæðisins. Íslendingar þurfa því að gera heiðarlega tilraun til að losa höftin. Það kann að reynast flókið og þurfa tíma en hitt er ekki í boði að hverfa frá verkefninu.“ „Það hlýtur að vera fyrsti kostur að freista þess að losa höftin áður en niðurstaða fæst í gjaldmið- ilsmálinu. Í fyrsta lagi þurfa Ís- lendingar sjálfra sín vegna og vegna alþjóðlegra skuldbindinga sinna að freista þess að losa þau fyrr en síðar og verkið er þegar hafið. Í öðru lagi virðist ljóst að annaðhvort eru höftin losuð áður en tekið er upp myntráð eða ann- ar gjaldmiðill, eða álandskrónur og aflandskrónur verða innleystar á sama gengi. Annað gæti ver- ið talið greiðslufall með slæm- um afleiðingum fyrir framtíðar- aðgang Íslendinga að erlendum lánamörkuðum. Í þriðja lagi gerir regluverk ESB ráð fyrir að fjár- magnshöft séu losuð áður en kemur til aðildar.“ „Gangi losun haftanna það erf- iðlega fyrir sig að Íslendingar sjái sér ekki fært að framkvæma hana án utanaðkomandi aðstoðar, sem vonandi verður þó ekki, liggur beinast við að setja vandamálið á borð EES-samstarfsins þar sem óheftar fjármagnshreyfingar eru hluti af þeim samningi.“ „Ein af ástæðum þess að erfitt er að komast að einhlítri niður- stöðu á þessu stigi varðandi það hvaða kost Íslendingar ættu að velja í gjaldmiðils- og gengismál- um er að óvissa er um hvern- ig þeim tveim kostum sem helst virðast koma til greina muni reiða af á næstu misserum. Þar er annars vegar um að ræða endur- bætta umgjörð um krónuna og losun hafta á fjármagnshreyfingar, og hins vegar aðild að ESB og evrusvæðinu. Það virðist því skyn- samlegt að halda um hríð áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið að undanförnu að þróa og skýra þessa tvo kosti, annars vegar með því að vinna af krafti að endur- bættum ramma um krónuna og hins vegar í gegnum aðildarum- sókn Íslands að ESB.“ *Brot úr fyrsta kaflanum í sérriti Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum „Stefnan í gjaldmiðils- og gengismálum“ undirritað af Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, 7. september 2012. n Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, segir aðra leið en upptöku evru illmögulega n Flokkarnir hafa misjafna sýn 12. nóvember 2012 Mánudagur Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Viðskiptaráð n „Eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslendinga í dag er fyrirkomulag gjaldmiðilsmála og aflétting gjaldeyris- hafta. Það hvaða gjaldmiðil þjóð notar skiptir talsverðu máli, sérstaklega litlar þjóðir sem eru verulega háðar utanrík- isviðskiptum. Fyrir slíkar þjóðir er það grundvallaratriði að gjaldmiðill þeirra sé viðurkenndur á alþjóðamörkuðum. Íslenska krónan uppfyllir ekki þær kröf- ur. Hún er í viðjum hafta í annað sinn og gengur ekki kaupum og sölu erlendis líkt og aðrir gjaldmiðlar. Miðað við hæga framvindu gjaldeyrisútboða Seðlabank- ans gætu höftin allt eins verið við lýði í 5-10 ár til viðbótar. Þá er krónan með smærri gjaldmiðlum en Ísland er eina þjóðin með eigin gjaldmiðil sem telur undir eina milljón íbúa.“ Úr skýrslu Viðskipraráðs um gjaldmiðlamál, 8. nóvember 2012. „Erfitt að finna lausn vegna áfram- haldandi óvissu á evrusvæðinu sem og um afnám gjaldeyrishafta Verðbólgubálið Ársverðbólgan frá því krónan var sett á flot í mars 2001 og þar til að sú tilraun endaði með banka- og gjaldeyriskreppu innan við átta árum seinna var 7,4 prósent að meðaltali. Það getur vart talist góður árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.