Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn K jósendur Sjálfstæðisflokks­ ins í Kraganum hafa gefið tóninn hvað varðar spillta þingmenn og öfgafólk. Ragn­ heiður Ríkharðsdóttir, einn frjálslyndasti stjórnmálamaður á hægri vængnum, fékk fljúgandi kosningu. Henni hefur verið legið á hálsi fyrir að fara sínar eigin leiðir og styðja aðild að Evrópusambandinu. Flokkseigendafélagið hefur verið lítt hrifið af agaleysi þingmanns­ ins. Kjósendur í Kraganum eru á allt öðru máli og veita þingmanninum fullt umboð. Uppreisnin í Kraganum nær einnig til formannsins, Bjarna Bene­ diktssonar. Bjarni er umvafinn göml­ um syndum úr viðskiptalífi og útrás. Hann hefur ekki náð þeim áfanga að iðrast og fá nauðsynlega uppreisn æru hjá almenningi. Þvert á móti hefur hann sýnt af sér dómgreindar­ leysi og sumpart einkenni siðblindu. Þannig hefur hann haft í beinum og óbeinum hótunum við frjálsan fjöl­ miðil sem upplýst hefur um verk hans í fortíðinni. Uppskera Bjarna er sú að annar hver kjósandi í heima­ kjördæmi hans segir honum að fara. Þetta gerist ekki snautlegra fyrir formann. Sjálfur bregst Bjarni við með hálfgerðum þjósti og skammast út í þá frambjóðendur sem kepptu við hann um fyrsta sætið. Virðingu og auðmýkt skortir. Niðurstaða helg­ arinnar er sú að formaður flokks fékk rauða spjaldið. Þriðja merkilega niðurstaðan í Kraganum er sigur Vilhjálms Bjarnasonar. Hann hefur verið óþreytandi baráttumaður gegn sið­ lausum útrásarvíkingum og sjálf­ um sér samkvæmur. Mörgum er minnisstætt þegar hann neitaði að þiggja flug með Iceland Express úr hendi útvarpsstjóra. Ástæða var sú að einhver verst þokkaði víkingur útrásarinnar, Pálmi Haraldsson, stýrði félaginu. Einn helsti snati útrásarmanna hefur enda þegar ráð­ ist opin­ berlega á Vilhjálm með uppnefnum. Liðin helgi er vonandi upphaf þess að sjálfstæð­ ismenn taki til í eig­ in flokki og hreinsi út óværuna. Vonandi er uppreisnin í Kraganum vísbending um að hinn óbreytti flokksmaður á hægri vængnum sé að taka völdin og hefja nauðsynlega siðbót. Heiðarlegt og grandvart fólk þarf að geta kosið til hægri í trausti þess að flokkurinn haldi sig á stefnunni. Aldrei aftur má það gerast að flokkur sem talar fyrir frelsi grafi sig með kjafti og klóm inn í viðskiptalíf og réttarkerfi með þeim skelfilegu afleiðingum sem komu fram í hruninu. Bjarni á bágt n Bjarni Benediktsson, for­ maður Sjálfstæðisflokksins, á bágt eftir að nær helmingur hans eigin kjósenda í Krag­ anum hafnaði honum sem leiðtoga. Þá bætir ekki úr skák að siðapostulinn Vilhjálmur Bjarnason, sem sótti að for­ manninum, fékk fljúgandi kosningu. Nú bíða stuðnings­ menn Bjarna með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu prófkjörs í Reykjavík þar sem höfuðandstæðingur for­ mannsins, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, siglir í miklum meðbyr. Fari svo að hún fái yfir burðakosningu má búast við uppgjöri um formanns­ stólinn. Valtur formaður n Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, verð­ ur stöðugt erfiðari. Sig­ mundur þykir hafa yfirbragð höfðingjans og ekki vantar snerpuna í málflutning hans. Vandinn er sá að kjósendur láta sér fátt um finnast og flokkurinn er fastur í lágu fylgi. Þetta er talið geta haft áhrif þegar kosið verður milli hans og Höskuldar Þórhalls- sonar í Norðausturkjördæmi. Verði naumt á munum þýðir það jafnframt að formaður­ inn verður enn valtari á stóli. Læknir án landamæra n Læknirinn, rithöfundurinn, útgerðarmaðurinn og tón­ listarmaðurinn Lýður Árnason er ekki við eina fjölina felld­ ur. Bók hans Svartir túlíp­ anar var að koma út. Þá er í fæðingu nýr diskur með hljómsveit hans Grjót­ hruninu. Meðfram þessu gerir hann út fiskibát frá Flateyri og stundar lækningar í Reykjavík. Og til þess að fylla upp í tóm­ stundirnar er hann að stofna stjórnmálaflokkinn Dögun og þeytist um landið í frægri rokkrútu ásamt Þorvaldi Gylfasyni og fleirum. Hvað varðar athafnasemi þekkir læknirinn engin landamæri. Frambjóðandi smugunnar n Ingimar Karl Helgason er vel settur í framboði hjá VG og á launum hjá Smugunni. Einhverjir hafa fett fingur út í þetta fyrirkomulag. Á móti kemur að vefurinn er hápóli­ tískur og á vegum VG sem borgar væntanlega laun af al­ mannafé. Þá nýtur Ingimar Karl stuðnings ritstjórans, Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem ku ætla að fylgjast með blaðamanni sínum. Hætt er við að einhver hefði rekið upp ramakvein ef Sjálfstæðis­ flokkurinn héldi úti fréttavef þar sem frambjóðendur væru starfsmenn. Skemmtilegar stelpur heilla mig Hún er svo fræg Söngvarinn Valdimar Guðmundsson vill enga fýlupúka. – DV Uppreisnin í Kraganum„Þetta gerist ekki snaut- legra fyrir formann. T il mín kom um daginn rúss­ nesk blaðakona fyrir milli­ göngu sendiráðsins til að taka við mig viðtal, sem væri nú varla í frásögur færandi nema fyrir það, að eina ákvæðið í stjórnarskrár­ frumvarpinu, sem hún spurði mig um, var dýraverndarákvæðið. Gandí og siðmenning Ég reyndi að skýra ákvæðið fyr­ ir henni og rifjaði upp ummæli Gandís á þá leið, að siðmenningu okkar mannanna – þ.e. framkomu okkar við aðra menn – megi ráða af framkomu okkar við málleysingja. Blaðakonan svaraði: Hvaða máli skiptir líðan dýranna?! – Þið drepið þau hvort eð er! Hún spurði mig síðan, hvað ég héldi um líðan fisksins í sjónum og hvort ég væri grænmetisæta. Ég leiddi talið að ferli stjórnar­ skrármálsins og útskýrði fyrir henni, hvernig þjóðfundarfulltrúarnir 950 voru valdir af handahófi úr þjóðskrá, þannig að allir Íslendingar 18 ára og eldri höfðu jafna möguleika á að veljast til setu á þjóðfundinum 2010. Hún hlustaði af athygli og spurði síðan: Já, en hver valdi fulltrúana? Nú skildi ég, hvernig sumum al­ þingismönnum hlýtur að líða frá degi til dags. Brenglað tímaskyn Samtök um nýja stjórnarskrá (SaNS, sjá sans.is) óskuðu formlega eftir því við Háskóla Íslands og aðra há­ skóla, að þeir ræktu skyldur sínar við skattgreiðendur með því að halda umræðu­ og fræðslufundi handa al­ menningi um stjórnarskrármálið í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl­ unnar 20. október. Því var ekki sinnt, ekki fyrr en nú, þegar þjóð­ in hefur samþykkt frumvarpið með yfirgnæfandi meiri hluta. Nú þykir háskólunum tímabært að halda heila ráðstefnuröð um stjórnarskrár­ málið. Þetta heitir að hafa brenglað tímaskyn. Eða hvað fyndist mönnum, ef verkfræðingafélagið héldi ráðstefnu­ röð um framkvæmd, eftir að útboðs­ frestur er útrunninn og verkbeið­ andinn er búinn að velja milli þeirra tilboða, sem bárust í tæka tíð? Og hvað fyndist mönnum, ef háskólarn­ ir í landinu efndu til fundahalda eftir næstu alþingiskosningar undir yfir­ skriftinni: „Er niðurstaða alþingis­ kosninga bindandi?“ Báturinn er farinn Ráðstefnuhald háskólanna nú um stjórnarskrármálið vitnar ekki um mikla virðingu fyrir því lýðræðis­ lega ferli og meðfylgjandi tímatöflu, sem Alþingi ákvað. Það vitnar ekki heldur um næman skilning á því, að þjóðin sé yfirboðari Alþingis og ekki öfugt. Þeir háskólamenn og aðrir, sem hirtu ekki um að koma sjónar­ miðum sínum tímanlega á framfæri, eru nú í sömu stöðu og þeir, sem hirtu ekki um að taka þátt í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni 20. október. Þeir misstu af bátnum. Tíminn til efnislegrar umræðu um stjórnarskrármálið er liðinn. Þjóðin tók af skarið 20. október, þegar tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu stuðningi við frumvarp stjórn­ lagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið, sem þjóðin hefur sam­ þykkt, að leggja skuli til grundvallar að nýrri stjórnarskrá, er í nánu sam­ ræmi við niðurstöður þjóðfundar og þá um leið við þjóðarviljann. Krafan um efnislega umræðu um frumvarpið á Alþingi nú er í reyndinni krafa um að drepa mál­ inu á dreif. Alþingi hefur í bráðum 70 ár reynzt ófært um að ná árangri við gagngera endurskoðun stjórnarskrár­ innar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekkert bendir til, að því Alþingi, sem nú situr og aðeins 9% þjóðarinn­ ar bera traust til, tækist betur upp en fyrri þingum, öðru nær. Á Alþingi er nú eins og oft áður hver höndin uppi á móti annarri. Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp sitt, frumvarp þjóðarinnar, einum rómi með 25 at­ kvæðum gegn engu. Forsætisráð­ herra hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði eftir þjóðaratkvæða­ greiðsluna 20. október: „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni.“ Klukkan gengur Ætla verður, að efnislega óbreytt frumvarp til nýrrar stjórnarskrár verði lagt fram á Alþingi næstu daga, enda var því lofað á Alþingi strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október, að frumvarpið yrði „tilbú­ ið eftir um tvær vikur“. Nú eru liðnar þrjár vikur. Klukkan gengur. Brenglað tímaskyn Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 12. nóvember 2012 Mánudagur „Þetta heit- ir að hafa brenglað tímaskyn. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gat ekki mætt í útgáfuhóf Kristínar Tómasdóttur. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.