Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað n Nærri 280 milljóna arðgreiðslur á síðastliðnum tveimur árum Nefbraut lögregluþjón n Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms H æstiréttur þyngdi á miðvikudag dóm yfir karlmanni fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Hæstiréttur dæmdi manninn í fimm mánaða óskilorðsbundið fang- elsi. Maðurinn játaði á sig líkams- árásina og vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Hann veittist að lög- reglumanni við skyldustörf með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn nef- brotnaði og hlaut yfirborðsáverka á höfði. Fíkniefnabrotið snéri að vörslu 4,68 gramma af amfetamíni. Hæsti- réttur sakfelldi manninn fyrir líkams- árás en ekki brot gegn valdstjórninni þar sem hann bar því við að hafa ekki vitað að um hefði verið að ræða lög- reglumann þegar hann veittist að hon- um. Þetta er ekki fyrsta brotið sem um- ræddur maður er dæmdur fyrir. Síðast í janúar á þessu ári var hann dæmdur í héraðsdómi fyrir þjófnað, fíkniefna- brot og umferðarlagabrot. Sá dóm- ur hafði þó ekki áhrif á refsinguna þar sem atvikin sem ákært var fyrir áttu sér stað fyrir dóminn. Það var hins vegar litið til annarra dóma gegn honum þegar refsingin var ákvörðuð. Þegar héraðsdómur fjallaði um málið kom fram að málareksturinn hefði komið í veg fyrir að hann fengi reynslulausn úr fangelsi vegna annars dóms sem hann sat inni fyrir á sama tíma. Samkaup malar gull V erslanakeðjan Samkaup hf., sem á og rekur nokkr- ar verslanir sem selja mat- vöru, auk annarra smá- söluverslana, skilaði hagnaði upp á nærri 138 milljón- ir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra þann 14. nóvember síðastliðinn. Heildartekjur Sam- kaupa hf. námu meira en 20 millj- örðum króna í fyrra og voru starfs- menn fyrirtækisins 866 að meðaltali. Samkaup hf. og dótturfélagið Búr ehf. mynda samstæðu Samkaupa hf. en fyrirtækið rekur verslanir víða um land sem heita Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó og Kaskó. Þá rekur félagið einnig Krambúðina við Skólavörðustíg og Hyrnuna í Borg- arnesi. Félagið Búr ehf. er heildsala með grænmeti og ávexti. Í stjórn Samkaupa situr með- al annars Jón Sigurðsson, fyrrver- andi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra. Fram- kvæmdastjórinn heitir Ómar Valdi- marsson. Kaupfélagið stærsti hluthafinn Stærstu hluthafar Samkaupa eru Kaupfélag Suðurnesja með 54 pró- senta hlut, KB framfarafélag með 15 prósenta hlut og Kaupfélag Borg- firðinga með 13 prósenta hlut. Fjöldi annarra lögaðila og einstaklinga á svo minni hluti í Samkaupum en alls eiga 177 aðilar hlut í keðjunni. Samkaup átti í lok síðasta árs eignir upp á nærri 6,4 milljarða króna en eignirnar í árslok 2010 námu rúmum 6 milljörðum. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á ríflega 4,8 milljarða. Eiginfjárstaða Samkaupa var jákvæð um ríflega 1.550 milljónir króna í lok síðasta árs. Nærri 280 milljóna arður Arðgreiðslur út úr félaginu síðast- liðin tvö ár til hluthafa nema sam- tals tæplega 280 milljónum króna. Í fyrra námu arðgreiðslur til hluthaf- anna rúmlega 169 milljónum króna en árið áður námu arðgreiðslurnar tæplega 108 milljónum króna. Sögusagnir hafa verið um að Kaupfélag Skagfirðinga, sem er stýrt af Þórólfi Gíslasyni, hafi augastað á Samkaupum. Miðað við ágæta stöðu á félaginu væri slíkur áhugi ekki óeðlilegur. Einn af stjórnarmönnum Samkaupa, Þorvaldur Tómas Jóns- son, kannast hins vegar ekki við slík- an áhuga á fyrirtækinu frá Kaupfélagi Skagfirðinga og segir að málið hafi ekki verið rætt í stjórninni. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 138 milljóna hagnaður Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er einn af stjórnarmönnum Samkaupa. Fyrirtækið skilaði nærri 138 milljóna hagnaði í fyrra. Síbrotamaður Brotasaga mannsins var höfð til hliðsjónar við dóminn. 15 mánuðir fyrir kynferðisbrot Karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku þegar hún var tólf og þrettán ára gömul. Maðurinn var ákærður og dæmdur fyrir að hafa haft sam- ræði og önnur kynferðismök við stúlkuna í bifreið sinni. Maður- inn neitaði sök fyrir dómnum en viðurkenndi að hafa séð stúlkuna þar sem hún væri vinkona yngri bróður hans. Dómurinn telur að maðurinn hafi vitað eða mátt vita hvað stúlkan var gömul þegar brotin voru framin. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brotin eru og að nokk- ur aldursmunur er á stúlkunni og manninum. Maðurinn hafði ekki áður gerst brotlegur við lög. Aftur í búðir Nathan & Olsen, umboðsaðili General Mills á Íslandi, hefur á ný hafið innflutning og dreifingu á Cocoa Puffs frá Bandaríkjun- um og verður morgunkornið því aftur fáanlegt í öllum verslunum fyrir jólin. Að sögn fyrirtækisins hefur mikill þrýstingur verið frá við- skiptavinum um að hverfa aftur til eldri uppskriftar í stað þeirr- ar evrópsku sem fyrirtækið hefur flutt inn á þessu ári. Munu þeir pakkar hverfa úr búðum samhliða því að bandaríska Cocoa Puffs-ið fer í dreifingu. Ófundinn „Björgunarsveitarmenn með leitarhund voru að aðstoða lögregluna við skoðun á þessu í dag,“ sagði Arnar Rúnar Mart- einsson, aðalvarðstjóri lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV um leitina að Matthíasi Mána Erlingssyni sem strauk frá Litla-Hrauni á mánudag. Björgunarsveitarmenn skoð uðu spor sem liggja frá Litla-Hrauni en þau gáfu til kynna að Matthías hefði farið í átt að listaverkinu Kríunni sem er austur af Litla-Hrauni sem er við gatnamót Eyrarbakkavegar og Stokkseyrarvegar. Lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á að Matthías sé enn á landinu. Meira en 20 milljarða tekjur Heildartekjur Sam- kaupa nema meira en 20 milljörðum. Hér sést verslun Samkaupa í Hafnarfirðinum. „Heildar- tekjur Samkaupa hf. námu meira en 20 milljörðum króna í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.