Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 12
12 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
„EkkErt mál að strjúka“
n Afbrotafræðingur segir merkilegt hversu fáir fangar strjúki miðað við lítið öryggi„Þetta er
ekkert
öruggt þannig
lagað séðE
inn fangi strauk af Litla-
Hrauni árið 2009 og hann
var í burtu í tvo tíma, fannst
svo þarna rétt hjá og einn
árið 2007 og hann kom í leit-
irnar daginn eftir. Ég veit ekki um
neitt dæmi hingað til þar sem menn
hafa strokið og orðið einhverjum að
meini,“ segir Erlendur S. Baldursson
afbrotafræðingur hjá Fangelsis-
málastofnun aðspurður um hversu
margir fangar hafa strokið frá Litla-
Hrauni á síðustu árum. Hann segir
varasamt að rýna of mikið í tölfræði
sem til er um strok og tilraunir til
þess, þar sem þar séu fleiri þætt-
ir sem komi inn í þær tölur. „Töl-
fræði er svolítið flókið fyrirbæri.
Það er til gömul tölfræði um strok
og strok tilraunir úr refsivist en hún
segir eiginlega ekki neitt, því þar er
talið með til dæmis strok úr með-
ferð, spítala, áfangaheimili, ein-
hverju svoleiðis og þar er náttúru-
lega ekkert mál að strjúka.
Fáir sem strjúka
Erlendur segir að almennt sé ekki
litið á strok úr fangelsum sem
vandamál þar sem þau séu fá-
tíð þrátt fyrir að tiltölulega auðvelt
sé að strjúka þaðan. Hann segir að
strok séu alltaf litin alvarlegum aug-
um, sérstaklega ef fanginn situr inni
fyrir alvarleg ofbeldisbrot: „Í fang-
elsunum er ekki litið á þetta sem
neitt vandamál, þannig lagað séð.
Nema auðvitað þegar það kemur
upp þá getur eitt tilfelli verið vanda-
mál eins og þetta. Það má eiginlega
segja að frekar fáir strjúka. Það get-
ur hvaða náungi sem er farið þarna
yfir, menn bara gera það ekki. Starfs-
mennirnir eru náttúrulega á verði
og það eru einhverjar myndavélar
þarna. Menn hafa stundum prufað
þetta og verið hankaðir á leiðinni en
það tekur ekki nema smá tíma fyrir
unga og hrausta menn að fara þarna
yfir. Þetta er ekkert öruggt þannig
lagað séð. En þetta er eitthvað sem
öll fangelsismálayfirvöld þurfa að
búa við, að menn geri svona ein-
hvern tímann. Ég held að það hafi
aldrei verið byggt það fangelsi sem
enginn hafi strokið úr.“
Ekki vitað hvað fór úrskeiðis
Svo virðist sem mönnum sé ekki
fyllega ljóst hvernig Matthías Máni
fór að því að strjúka, þó að flest
bendi til þess að hann hafi klifrað
yfir girðinguna á meðan hann var í
útivist á fangelsislóðinni. Á meðan
Matthías er ófundinn fari allur kraft-
urinn í að leita af honum. „Fangar
fara í vinnu og í skóla og fara oft á
dag á milli húsa en það er ákveðið
skipulag hvernig því er háttað
þannig að menn viti hvert þessi
fangi fer og hvert hinn fanginn fer.
Hvort að það hafi klikkað þarna er
eitthvað sem er til rannsóknar og
kemur kannski ekkert alveg í ljós
fyrr en Matthías finnst og hann er
spurður út í þetta. Það hefur farið
allur kraftur hjá okkur í að leita og
finna út hvar hann mögulega getur
verið.“
Virðist hafa verið óundirbúið
Erlendur segir mikilvægt að
Matthías finnist og að mikið sé
lagt upp úr leitinni, en allt tiltækt
lögreglulið hefur leitað hans ásamt
björgunarsveitamönnum og sér-
sveit Ríkislögreglustjóra. „Ein hætt-
an er sú að menn bara deyi úr kulda
einhvers staðar, annar möguleikinn
er að menn fyrirfari sér og enn ann-
ar möguleiki er að menn komi sér úr
landi en þá er það eitthvað undir-
búið og það er ekkert sem bendir til
þess að þannig hafi það verið í þessu
tilfelli. “
Ekki mikið vit í að strjúka
Aðspurður hvort venjan sé að meira
sé fylgst með föngum sem eiga sér
sögu um gróf ofbeldisbrot, eins og til
dæmis Annþóri Kristjáni Karlssyni og
Berki Birgissyni segir hann að svo sé.
„Já, það er alveg öruggt mál. Þeir eru
meira að segja ekkert hafðir með öðr-
um föngum. Það væri dálítið meira
mál ef þeir strykju, en ef við ætluð-
um að passa hvern fanga fyrir sig þá
væri fangelsið dálítið mikið dýrara og
myndi kannski ekki einu sinni duga
til. Það er alltaf hægt að finna leiðir.
Þess vegna hefur maður svo miklar
áhyggjur ef einhver strýkur. Í augum
flestra fanga er það bara svo vitlaust.
Þú ert á íslandi, ekki í New York þar
sem þú týnist í mannhafi eða jafn-
vel í Osló þar sem þú getur keyrt yfir
landamæri eða farið eitthvert. Hérna
er þetta svo lítill heimur þannig að
maður hefur þá kannski meiri áhyggj-
ur. En þetta er alltaf tekið alvarlega og
það á bara eftir að koma í ljós hvort
við getum eitthvað gert betur en þessi
girðing er bara eins og hún er.“
Var meira vandamál áður fyrr
Þrátt fyrir að öryggismál á Litla-
Hrauni virðast vera af skornum
skammti er ástandið í dag mun
betra en fyrir einhverjum áratug-
um síðan en þá var aðeins venju-
leg girðing sem umlukti fangelsið.
„Þetta vandamál var miklu meira
hérna áður fyrr. Þrátt fyrir allt þá
hindrar þessi girðing eitthvað, hún
var ekkert hérna. Hér áður fyrr
var bara svona venjuleg girðing. Í
gamla daga var sagt hérna að kokk-
urinn vissi aldrei hvað yrðu margir
í mat um kvöldið,“ segir Erlendur í
gamansömum tón. n
Frægar flóttatilraunir
Gripnir á flugvellinum
Ein af æsilegri flóttatilraunum Íslandssögunnar
er flóttatilraun þeirra Donalds Feeney og Jóns
Gests Ólafssonar í ágúst 2003.
Jón Gestur afplánaði á Litla-Hrauni fyrir
dóm sem hann fékk í júlí 2003 fyrir að nauðga
16 ára stúlku í heimahúsi. Donald Feeney hafði
í gegnum fyrirtæki sitt, CTU, reynt að ræna
tveimur íslenskum stúlkum og fara með þær til
Bandaríkjanna. Feeney hlaut tveggja ára dóm
fyrir skipulagningu mannránsins. Þegar Feeney
fékk símtal frá eiginkonu sinni í Bandaríkjun-
um um að fyrirtæki þeirra ytra væri á barmi
gjaldþrots ákvað hann að freista þess að flýja.
Hann vissi að hann kæmist ekki langt einn í ókunnugu landi og valdi því Jón Gest sem
vitorðsmann.
Talið er að þeir Feeney og Jón Gestur hafi komist út frá Litla-Hrauni á laugardags-
kvöldi með því að sprengja upp lás á rimlum fyrir útgöngudyrum. Gengu þeir síðan
til Selfoss þar sem þeir tóku sér leigubíl til Reykjavíkur þar sem þeir gistu á hóteli
um nóttina. Morguninn eftir fóru þeir svo um borð í flugvél sem var á leið til Færeyja.
Feeney var búinn að láta senda sér eina milljón íslenskra króna í peningum og flóttinn
virtist ætla að ganga upp. Þeir millilentu í Vestmannaeyjum vegna þoku og voru gripnir
þar á flugvellinum.
Hættulegur á flótta
Miðvikudaginn 28. júlí 1993
struku þrír fangar af Litla-
Hrauni og héldu áleiðis til
Reykjavíkur. Flótti þeirra
vakti mikla athygli, enda
þótti einn strokufang-
anna, Björgvin Þór Rík-
harðsson, með hættulegri
glæpamönnum landsins.
Ásamt Björgvini struku
þeir Hörður Karlsson og
Hans Ernir Viðarsson. Við
flóttann notuðu þeir blað
úr járnsög sem þeir höfðu
stolið af verkstæði fangelsisins og söguðu í sundur rimla í glugga klefans. Fyrir utan
fangelsið beið þeirra svo flóttabíll, af gerðinni Suzuki Fox, og bílstjóri sem keyrði þá til
Reykjavíkur. Þeir Hörður og Hans Ernir fundust innan við 24 tímum eftir að þeir flúðu
ú fangelsinu, báðir undir miklum áhrifum fíkniefna, en ekkert bólaði á Björgvini Þór. Á
endanum var hann handtekinn í kjallaraíbúð í Yrsufelli þar sem fyrrverandi ástkona
hans bjó. Hann streittist ekki á móti við handtöku en sagðist hafa ætlað að skila sér
sjálfur aftur á Hraunið eftir helgina.
Stálu Lödu
Fimm fangar struku úr fangelsinu á Litla-Hrauni að kvöldi til þann 3. apríl 1990.
Fangarnir fóru í sameiningu út úr fangelsinu og þegar út var komið héldu þeir til Selfoss
þar sem þeir stálu Lödu-bifreið. Frelsinu fegnir keyrðu þeir á Lödunni rakleitt til Reykja-
víkur. Þegar þangað var komið sá lögreglan þá en fangarnir neituðu að stoppa bílinn
svo úr varð eltingarleikur um götur borgarinnar endaði á Breiðholtsbrautinni. Þar hlupu
þeir út úr bílnum en lögreglan náði fjórum þeirra. Sá fimmti slapp. Hann fannst þó
fljótlega því morguninn eftir hringdi lögreglan heim til mannsins, í Breiðholti, og hann
svaraði símanum sjálfur og samþykkti að gefa sig fram.
Fóru í gegnum neyðarlúgu
Árið 1995 flúðu tveir fangar af Litla-Hrauni með því að fara út um neyðarlúgu á
fangelsinu. Það átti ekki að vera hægt að komast í gegnum neyðarlúguna nema með
aðstoð fangavarðanna en fangarnir komust nú samt út. Þegar út var komið stálu þeir
bát á Stokkseyri og sigldu honum til Þorlákshafnar. Þar tóku þeir bíl ófrjálsri hendi og
keyrðu til Reykjavíkur. Þar voru þeir í sólarhring á flótta áður en þeir voru handteknir en
þeir fundust á endanum í heimahúsi í Breiðholti. Í kjölfar flóttans var gert við læsingar
á neyðarlúgunni.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Úr umfjöllun DV árið 2005.