Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
B
ráðlega verða breytingar
gerðar á því hvaða vörur
stjórna vísitölu neysluverðs
en vísitalan hefur bein
áhrif á verðbætur lána sem
fjölmargir Íslendingar eru með.
Breytingar eru gerðar á útreikningi
vísitölunnar reglulega með tilliti til
neyslukönnunar sem Hagstofan ger-
ir á þriggja ára fresti. Ný slík könnun
var birt í byrjun mánaðarins og verð-
ur sú könnun notuð sem viðmið um
hvaða vörur Íslendingar kaupa og
því best að kanna þegar kemur að út-
reikningi vísitölunnar.
Trúnaður um upplýsingarnar
„Grunngagnið sem Hagstof-
an nýtir við val á vörum er rann-
sókn á útgjöldum heimilanna. Þar
kemur fram hvaða vörur eru keypt-
ar inn á heimilin í landinu og við
leitumst við að mæla verð þeirra,“
segir Heiðrún Erika Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri vísitöludeildar,
aðspurð hvaða vörur stjórna vísi-
tölunni. „Hagstofan velur vör-
ur og þjónustu til verðmælinga
í samvinnu við sérfræðinga hjá
verslunum og stofnunum sem eru
valdar í úrtak til að mæta þörfum
um verðmælingar og til að endur-
spegla markaðinn sem best. Hið
sama gildir um breytingar á vörum
í körfunni.“
Á vefsíðu Hagstofunnar má sjá
nokkuð ítarlega sundurliðun á sam-
setningu vísitölunnar eins og hún er
í dag. Þar er hægt að sjá vöruflokk-
ana sem notaðir eru í útreikningn-
um og hvaða hlutfall þeir eru af vísi-
tölunni sjálfri. „Hins vegar getum
við ekki birt dýpri sundurliðun
en þessa án þess að brjóta trúnað
við gagnaveitendur sem eru í úr-
taki.“ Heiðrún segir trúnaðinn vera
grundvallaratriði í starfsemi stofn-
unarinnar og vísar til laga um hana.
Tólf meginþættir í
útreikningum
Í sundurliðuninni kemur fram að
tólf meginþættir stjórni útreikningi
vísitölunnar. Stærstur þeirra er
liðurinn húsnæði, hiti og raf-
magn en hann stendur fyrir 2.522
einingum af 10.000. Ferðir og flutn-
ingar standa fyrir 1.793 einingum,
matur og drykkjarvörur 1.416 ein-
ingum og tómstundir og menning
1.005 einingum. Aðrir höfuðþættir
sem stjórna útreikningnum eru föt
og skór, húsgögn, heimilisbúnaður,
hótel og veitingastaðir, heilsa, póstur
og sími, áfengi og tóbak, menntun og
svo aðrar vörur og þjónusta.
Meginþættirnir eru svo flokkaðir í
undirflokka, sem síðan sumir hverj-
ir eru flokkaðir í frekari undirflokka.
Séu undirflokkarnir skoðaðir kemur
í ljós að reiknuð húsaleiga hefur
mest áhrif á útreikning vísitölunnar.
Matur, sem færist undir mat og
drykkjarvörur, stendur fyrir næst-
mestu útgjöldunum, eða 1.259 ein-
ingar.
Bensínið hefur mikil áhrif
Við skoðunina kemur líka í ljós að 95
oktana bensín hefur mikil áhrif á út-
reikninginn. Bensínið stendur fyrir
500 einingum af 10.000 og er einn af
stærstu þáttunum í höfuðflokknum,
ferðir og flutningar. Bensínið er því
sú einstaka vara sem hefur hvað
mest áhrif á útreikning vísitölunnar.
Af matvörunum hefur kjöt mestu
áhrifin á vísitöluna. Kjöt stendur
fyrir 279 einingum í útreikningnum
á meðan mjólk, ostar og egg standa
fyrir 232 einingum. Þegar undir-
flokkar kjötsins eru skoðaðir kemur
í ljós að unnið, reykt og saltað kjöt
hefur mestu áhrifin, eða 80 einingar
af þeim 279 sem kjötið stendur fyrir
í vísitölunni. Lambakjöt og fuglakjöt
kemur þar næst á eftir. Svínakjötið
stendur aðeins fyrir um 23 einingum
í flokknum, minnst af því kjöti sem er
skilgreint. n
n Ný könnun mun breyta útreikningi á neysluvísitölunni n Bensínverð hefur mikil áhrif
Þetta stjórnar
verðbólgunni
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Húsnæði, hiti
og rafmagn
Ferðir og
flutningar
Matur og
drykkjarvörur
Tómstundir
og menning
Svona er skiptingin
Samkvæmt yfirliti Hagstofunnar er þetta vægi þeirra þátta sem stjórna vísitölu
neysluverðs. Vísitalan hefur bein áhrif á verðbætur. Tólf meginþættir stjórna vísi-
tölunni en þeir skiptast svo niður í undirflokka og undirflokka undir þeim.
n Húsnæði, hiti og rafmagn 2.522
n Ferðir og flutningar 1.793
n Matur og drykkjarvörur 1.416
n Tómstundir og menning 1.005
n Aðrar vörur og þjónusta 630
n Föt og skór 540
n Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 520
n Hótel og veitingastaðir 430
n Heilsa 362
n Póstur og sími 343
n Áfengi og tóbak 340
n Menntun 100
Stór þáttur Bensín er ein af þeim vörum sem hefur afar mikil áhrif á þróun vísitölu neyslu-
verðs.
Áfengi ekki
stór hluti
Flokkurinn áfengi
og tóbak stendur
fyrir 340 einingum í
útreikningi vísitölu
neysluverðs. Það er
litlu minna en póstur
og sími, sem stendur
fyrir 343 einingum. Áfengi, sem stendur
eitt og sér fyrir 209 einingum, og tóbak,
sem stendur eitt og sér fyrir 132 eining-
um, eru næstveigaminnsti höfuðliðurinn
í útreikningi vísitölunnar en veigaminnst
eru útgjöld vegna menntunar. Bjór
og léttvín er veigamesti undirflokkur
áfengisins. Bjór, bæði áfengur og pilsner
og malt, stendur fyrir 105 einingum í
vísitölunni. Sígarettur standa hins vegar
fyrir fleiri einingar sem undirflokkur
tóbaks. Þær standa fyrir 121 einingu af
öllum 132 einingunum í tóbaksflokknum.
Tölur sem einingar af 10.000