Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 22
22 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
„Evrópuumræðan
einstaklega vitlaus“
n Eiríkur Bergmann Einarsson telur að Ísland sé nánast jafn mikið inni í ESB og Bretland og Danmörk
Ó
hætt er að segja að umræðan
um málefni Evrópusambands-
ins og evruna hafi verið áber-
andi á Íslandi allt frá banka-
hruninu sem skall á haustið
2008. Vissulega voru umrædd málefni
rædd hérlendis fyrir þann tíma en alls
ekki af jafn miklum þunga.
Í júlí árið 2009 samþykkti síðan Al-
þingi með 33 atkvæðum þingsályktun-
artillögu þess efnis að sækja um aðild
að Evrópusambandinu. Gert var ráð
fyrir að aðildarviðræður Íslendinga
við Evrópusambandið tækju um 18
mánuði. Flestir eru sammála um að
sú áætlun hafi verið óraunhæf. Frétta-
blaðið greindi frá því á þriðjudag að
samningskaflar á sviði landbúnaðar
og sjávarútvegs muni enn standa eft-
ir um mitt næsta ár. Þá verða fimm ár
liðin frá því að Alþingi samþykkti að
sækja um aðild að sambandinu. Því er
óhætt að segja að þetta mál sem telst
eitt það veigamesta hjá núverandi rík-
isstjórn hafi ekki farið þá leið sem von-
ast var eftir í byrjun.
Enn krafa um slit á viðræðum
Á þriðjudag bárust síðan fréttir af því
að þingmenn Framsóknar, Sjálfstæð-
isflokksins og Jón Bjarnason, fyrr-
verandi sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, hefðu lagt fram tillögu
í utanríkismálanefnd Alþingis um
að hlé verði gert á viðræðunum við
Evrópusambandið. Var tillagan sam-
þykkt af meirihlutanum í nefndinni
en málið hefur valdið titringi inn-
an Vinstri-grænna. Samkvæmt til-
lögunni er gert ráð fyrir að aðildar-
viðræðurnar verði settar á ís og hefjist
ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið samfara
kosningum til Alþingis í vor.
Því má búast við að umræðan um
Evrópumál verði hávær í komandi
kosningabaráttu vegna alþingiskosn-
inganna sem fram fara þann 27. apr-
íl á næsta ári. Miðað við nýjustu frétt-
ir má þó jafnvel gera ráð fyrir því að
meirihluti sé fyrir því á Alþingi að
gera hlé og slíta aðildarviðræðunum
sem allra fyrst.
Umræðan líklega út og suður
DV hafði samband við Eirík Berg-
mann Einarsson, dósent í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bifröst og
forstöðumann Evrópufræðaseturs, og
leitaði svara hjá honum við því hverju
megi búast við varðandi umræðuna
um Evrópumálin fyrir komandi al-
þingiskosningar. „Þegar kemur að
kosningum í apríl verða samninga-
viðræðurnar langt komnar en samt
verður ekki ljóst hvernig semst um
viðamestu málaflokkana; sjávarút-
veg, landbúnað og peningamálin.
Sú staða gerir það óhjákvæmilega að
verkum að umræðan æðir út og suð-
ur því ekki verður enn komið fast land
undir hana,“ segir Eiríkur Bergmann.
Bendir hann á að í fyrstu hafi ver-
ið áætlað að aðildarsamningur lægi
fyrir þegar kæmi að alþingiskosning-
um árið 2013 og búið yrði að kjósa
um samninginn. Eiríkur Bergmann
segir að nokkrir samverkandi þættir
hafi orðið til þess að viðræðurnar hafi
dregist á langinn.
„Í fyrsta lagi drógum við sjálf lapp-
irnar í landbúnaðar- og sjávarútvegs-
málum en um leið missti viðsemjandi
okkar trúna á það að nægjanleg-
ur pólitískur bakstuðningur væri við
málið hérlendis, sem leiddi til þess
að framkvæmdastjórn ESB ákvað
að hægja á viðræðunum. Það felur
nefnilega í sér töluverðan pólitískan
kostnað fyrir ESB að ljúka samning-
um við ríki sem ekki hefur áhuga á
að ganga í klúbbinn. Þess vegna hef-
ur Evrópusambandið nú ákveðið að
opna ekki erfiðustu kaflana, sjávarút-
veg og landbúnað, fyrr en eftir kosn-
ingarnar og þegar ný ríkisstjórn hef-
ur verið mynduð og ljóst verður hvort
Íslendingar ætli sér alla leið. Að auki
hefur fjármálakrísan sett margt í upp-
nám. Vegna þessa vandræðagangs
erum við nú í þeirri stöðu að vera
með málið í fullkominni óvissu í að-
draganda kosninganna.“
Þegar Eiríkur Bergmann er spurð-
ur um afstöðu einstakra flokka segir
hann að flestir flokkar á Íslandi hafi átt
í erfiðleikum með Evrópumálin á ein-
hverjum tímapunkti. Greiningu Eiríks
Bergmanns á afstöðu einstakra flokka
má sjá í dálkum sem fylgja greininni.
Umræðan ómálefnaleg
Líkt og flestir Íslendingar hafa orðið
varir við hefur umræðan um Evrópu-
málin oft og tíðum verið í hálfgerðum
upphrópunarstíl undanfarin ár, allt
frá því að samþykkt var að hefja að-
ildarviðræður við Evrópusambandið.
Hefur Morgunblaðið verið afgerandi
í því að draga upp neikvæða mynd af
flestu því sem snýr að málefnum sam-
bandsins. Því hefur verið fylgt eftir af
fyrrverandi og núverandi þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins, Framsókn-
ar og nokkrum hluta Vinstri-grænna
og þeirra sem áður studdu Alþýðu-
bandalagið.
Að mati Eiríks Bergmanns hefur
umræðan um kosti og galla Evrópu-
sambandsaðildar ekki verið mjög
málefnaleg á undanförnum árum.
„Menn eru meira í því að stilla upp
strámönnum og dunda sér svo við
að salla þá eigin hugarsmíð niður.
Af Evrópusambandinu eru hér helst
sagðar flökkusögur úr bresku götu-
pressunni sem einkum snúa að furðu-
málum, eins og til dæmis af smokka-
stöðlun. Ekkert af því hefur mikið með
hugsanlega aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu að gera,“ segir hann.
Hagsmunaðilar of áberandi
Landssamband íslenskra útvegs-
manna og Bændasamtök Íslands hafa
verið áberandi í því að lýsa skoðun-
um sínum á málefnum Evrópusam-
bandsins eftir að aðildarviðræðurnar
hófust. Það hafa líka önnur hags-
munasamtök gert en þó ekki í jafn
miklum mæli. Eiríkur Bergmann seg-
ir það ekki endilega þroskandi fyrir
lýðræðislega umræðu að hagsmun-
aðilar ráði ferðinni varðandi jafn viða-
mikið mál eins og aðildarviðræður
við ESB eru. „Umræðan um Evrópu-
sambandsaðild Norðurlandaríkjanna
á tíunda áratugnum var miklu kerfis-
bundnari og þar af leiðandi betur til
þess fallin að gagnast fólki til upp-
lýstrar ákvarðanatöku. Gallinn hér er
sá að ekki virðist mikil eftirspurn eft-
ir traustum upplýsingum,“ segir hann.
Mikið af staðreyndavillum um ESB
Aðspurður hvort oft sé farið með stað-
reyndavillur um málefni Evrópusam-
bandsins hérlendis segir Eiríkur Berg-
mann að því miður sé slíkt algengt.
„Kannski má maður bara segja það
eins og er. Ég vona að fólk misvirði
það ekki við mig þótt ég segi það. En
Evrópuumræðan á Íslandi er eigin-
lega alveg einstaklega vitlaus. Í henni
eru almennt ekki miklir snertifletir við
staðreyndir,“ segir hann.
Þannig hafi Íslendingar geng-
ið langleiðina inn í sambandið með
Afstaða einstakra
flokka í Evrópumálum
Ummæli Eiríks Bergmanns Einarssonar, dósents í stjórnmálafræði
við Háskólann á Bifröst og forstöðumanns Evrópufræðaseturs,
um afstöðu einstakra stjórnmálaflokka varðandi Evrópumálin:
Samfylkingin
„Eftir erfiðar fæðingarhríðir
samþykkti Samfylkingin
árið 2001 að taka upp þá stefnu Alþýðuflokksins sáluga að sækja
bæri um aðild að ESB. Forysta flokksins lítur svo á að það hafi
verið hennar helstu mistök í stjórnarmyndunarviðræðunum við
Sjálfstæðisflokkinn vorið 2007 að gefa Evrópumálin eftir og mun
því ekki geta hugsað sér annað en að halda málinu til streitu,“ segir
Eiríkur Bergmann um stefnu Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn
Eftir bankahrunið haustið 2008 samþykkti
Sjálfstæðisflokkurinn að skipta um stefnu
í málinu og samþykkja aðildarumsókn. Þá
stefnubreytingu hafi flokkurinn ætlað að
samþykkja á aukalandsfundi í byrjun árs
2009. „Af því varð hins vegar ekki eftir að ríkisstjórninni var varp-
að frá völdum í búsáhaldabyltingunni. Þá snéri flokkurinn aftur
við á punktinum og hefur herst í andstöðu sinni,“ segir Eiríkur
Bergmann um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.
Framsóknarflokkurinn
Þegar talið berst að Framsóknarflokkn-
um segir Eiríkur Bergmann að hann
hafi verið afar vaklandi í afstöðunni til
Evrópumála. „Eftir að hafa háð kosn-
ingabaráttu árið 1991 undir kjörorðinu
„X-B, ekki EB“ færði Halldór Ásgríms-
son flokkinn smám saman inn á Evrópulínuna eftir að hann
tók við völdum. Um tíma varð flokkurinn einn helsti talsmaður
aukinna tengsla við ESB. En í kjölfar valdatöku nýrra afla eftir
hrun hefur flokkurinn snúið til fyrri andstöðu.“
Vinstri-grænir
Vinstri-grænir eru í orðni kveðnu and-
snúnir aðild en standa eigi að síður að
ríkisstjórn sem nú á í samningaviðræð-
um um aðild að Evrópusambandinu,
segir Eiríkur. „Margir fyrirmanna
flokksins eru eftir því sem málinu
vindur lengra fram grunaðir um að vera orðnir
laumu-Evrópusinnar,“ segir Eiríkur um afstöðu Vinstri-grænna.
Þannig hafi umræðan um Evrópumálin valdið vandræðum í
öllum flokkum og muni gera það áfram.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Menn eru meira í
því að stilla upp
strámönnum og dunda
sér svo við að salla þá
eigin hugarsmíð niður.
Áróður Umræðan um
Evrópumál hefur oft
verið í upphrópunarstíl.