Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 29
Við eigum ekki nóg Sigrún Ósk Sigurðardóttir hjá ÁTVR segir viðskiptavini ekki geta hamstrað neftóbak. – DV Börnin mín verða geymd á stofnunÉg rétt slapp Ragna Erlendsdóttir missti forræði yfir dætrum sínum. – DVLeó Kristberg Einarsson dyravörður yfirbugaði hnífamann. – DV Fallbyssur og franskir ostar Spurningin „Nei, en ég ætla að gera það í fyrsta skipti nú á Þorláksmessu.“ Íris Hrönn Hreinsdóttir 21 árs starfsmaður brúðarkjólaleigu „Já, ég elska skötu. Er alinn upp við skötu, hún verður að sjálfsögðu á sínum stað á Þorláksmessu.“ Einar Bogi Sigurðsson 53 ára landfræðingur „Mér finnst hún mjög góð, fer alltaf í skötu hjá Bóbó frænku á Þorláksmessu.“ Ívar Rafn Jónsson 38 ára framhaldsskólakennari „Nei, aldrei.“ Tinna Þorradóttir 17 ára nemi „Já, mér finnst hún ógeðsleg.“ Kristín Þóra Sigurðardóttir 19 ára afgreiðslustúlka Hefur þú smakkað skötu? 1 „Hættu bara þessu andskot-ans væli og athyglissýki shit“ „Þú ert bara femínistatussa,“ var í grunnatriðum innihaldið í einu nafnlausu hótunarbréfi sem Hildi Lilliendahl barst. Þetta er ekki í fyrsta og líklegast ekki í síðasta sinn sem henni berst svona níðbréf. 2 Kennitöluflakk: Jón Ólafson orðinn skráður eigandi Joe Boxer Eigendur fataverslunarinnar Joe Boxer á Íslandi færðu reksturinn úr einu félagi yfir í annað, þar sem skulda- og eiginfjárstaða fyrra félagsins var orðin erfið. 3 „Þetta er rólyndur og indæll drengur“ „Það er bara eitthvað í skapinu hjá honum og skapferlinu sem kveikir svona bál og þetta gerðist,“ segir viðmælandi sem þekkir til strokufang- ans Matthíasar Mána Erlingssonar, sem var dæmdur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. 4 Lést í eldsvoða í Grundarfirði Karlmaður lést í eldsvoða í Grundarfirði á aðfaranótt fimmtudags. Eldsvoðinn varð um klukkan þrjú um nóttina. 5 „Ég er mjög ósáttur við þennan dóm“ Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar Birgissonar, gerir ráð fyrir því að áfrýja sex ára fangelsisdómi yfir Berki sem féll í héraði á fimmtudag. Mest lesið á DV.is Eru ASÍ og SA stjórnmálaflokkur? E f ég rökræði við annan mann um það hvort betra sér fyrir þjóðina að hafa 3 eða 6 herþotur Bandaríkja­ manna staðsettar á Keflavíkurflug­ velli má segja að umræðan hafi verið færð út fyrir „hið pólitíska svið“ og snúist einungis um tæknilegar og „skynsam­ legar“ útfærslur. Ef ég ræði við þennan sama mann um það hvort Bandaríkjamenn eigi yf­ irleitt að reka herstöð hér á landi þá er rökræða okkar pólitísk og snertir grund­ vallaratriði. Í fyrra tilvikinu hefur tekist að „depolitisera“ umræðuna (pólitík út­ hýst!) þ.e. sá sem vill hafa aðeins 3 her­ þotur er hugsanlega ekki vel meðvitað­ ur um að búið sé að ýta út af borðinu grundvallarspurningunni um það HVORT herinn eigi að VERA eða FARA af landi brott. Fyrir hinn, sem vill hafa 6 þotur, skipta 3 eða 6 þotur engu máli því umræðan hvílir þá þegar á þeirri gefnu forsendu að herinn verði áfram í landinu. Kemur þetta dæmi úr fortíðinni deil­ um ASÍ og ríkisstjórnarinnar eitthvað við? Já. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lítur svo á að sjálfgefið sé að ASÍ sé með putt­ ana í viðfangsefnum kjörinna stjórn­ málamanna t.d. um hvað megi virkja í landinu og hvað skuli að vernda. Meðan enginn gerir athugasemdir við málflutn­ ing forseta ASÍ er forsenda umræðunnar og þar með pólitískra afskipta ASÍ sjálf­ gefin. Að því leyti má segja að umræðan hafi verið „depolitiseruð“. Þegar þannig er í pottinn búið þykir öllum sjálfgefið að forysta ASÍ komi fram eins og hver annar stjórnmálaflokkur. Eða öllu heldur eru þá fæstir meðvitaðir um að ASÍ er komið langt út fyrir sitt svið. Raunveruleikinn er sá að ASÍ á ekk­ ert með það að skipta sér af rammaáætl­ un og þeirri framvindu á Alþingi sem að henni lýtur. Óbreyttir félagar í ASÍ kjósa í þingkosningum og fela kjörnum fulltrú­ um að finna t.d. jafnvægið milli nýtingar orkulinda og verndun þeirra. Það er við­ fangsefni þjóðkjörins þings! ASÍ má hins vegar alveg hafa þá skoðun að hér skuli ævinlega virkjað þegar bæta þarf kaupmátt. ASÍ má meira að segja setja það í stefnuskrá sína. Það er bara önnur saga og snertir stjórnmál­ in ekki neitt. Við eigum að vara okkur á hrærigraut hagsmunabaráttunnar. Eitthvað er að, bæði efnislega og rökfræðilega, þegar ASÍ og SA koma fram sem einn stjórn­ málaflokkur sem heimtar að viðleitni kjörinna fulltrúa á löggjafarþinginu til að finna pólitíska jafnvægið milli nýtingar og verndunar náttúruauðlinda verði hent í ruslakörfuna. Þó ekki væri nema þessi eini ágalli á auglýsingu ASÍ á dögunum væri það nóg til að telja hana forkastanlega. Höfundur er upplýsingafulltrúi ríkis­ stjórnarinnar. A uðvitað hefur heimskan gef­ ið mannkyninu eitt og annað óheillavænlegt. En blessaðri heimskunni fylgir alltaf yndis­ leg græðgin. Alltaf verður það skýrara á skjánum; andlitið sem hræðir. Ég er að tala um þetta skelfilega andlit sið­ blindunnar; þennan ófögnuð sem við verðum að reyna að senda til lýtalækn­ is gæskunnar. Í Vesturheimi glíma menn við svo mikla fásinnu að það liggur við að ég gefi þeim það ráð að skylda leikskóla­ börn til að bera handsprengjur; þær eru bæði léttar og fyrirferðarlitlar og veita ábyggilega alla þá vörn sem víg­ búin þjóð þarf á að halda. Þeir eru svo heppnir, þarna í Kanalandi, að þar er skýrt kveðið á um það í stjórnarskrá, að menn megi bera vopn. Að vísu er sú skrá farin að eldast. En engu að síð­ ur trúir fólk á ágæti þess að öllum sé heimilt að vígbúast. Hugmynd hins fullkomna varnarlýðræðis er: Ef við eigum öll alveg skelfilega öflugt vopna­ búr þá þorir enginn að ráðast á okk­ ur. Allir eru að hugsa um sjálfan sig nema ég – ég hugsa bara um mig. Það merkilega við þá vígbúnu þjóð sem í Ameríku býr, er að kristnara samfé­ lag er víst ekki til á jarðríki. Þarna er að finna svo heittrúaða kristna menn, að eldurinn í víti er einsog sígarettuglóð miðað við þau bál sem í hjörtum Kana blossa. Mér skilst að fólk sé svo bók­ stafstrúar á ýmsum stöðum í Kana­ veldi, að það trúi sköpunarsögu hinn­ ar helgu bókar en hafni í einu og öllu darwínskum pælingum. Og núna kemst ég loksins að kjarna málsins. Hérna á Jörðinni býr fólk sem – nær undantekningalaust – segist trúa á hið góða en um leið og augnablikið fer að snúast um krón­ ur og aura þá setja menn sálir sínar á útsölu. Og þetta sama lögmál gildir hérna á okkar ágæta Íslandi. Við erum að vísu svo mikið skápafólk og með svo einfalda moldvörpuhugsun að við til­ heyrum okkar flokki og þá skiptir engu þótt flokkurinn sá arna sé glæpaklíka, einsog t.d. Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn. Fólk trúir á eitthvað sem heitir einstaklingsfram­ tak og ef hægt er að skara allan eld heimsins að einni helvítis smáköku, þá skal eðalíslendingurinn nýta sér þann kost. Hin fagra hugsjón jólanna er ekk­ ert annað en sýnd og hjóm. Við kjósum okkur þing og ætl­ umst til þess að þar setjist fólk sem hefur í hyggju að vinna í þágu þjóðar. En það sem gerist, er að í þingsalinn setjast varðhundar íhalds og hags­ munagæslumenn auðvalds. Með málþófi og öllum lágkúrulegustu vinnubrögðum sem hægt er að draga fram, er reynt að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Stjórnarskrá og fjárlögum er sleg­ ið á frest. Kvótakóngarnir eru á jöt­ unni og Mammon er guð þeirra sem elta skuldahalastjörnuna. Og engla­ bossasöngurinn ómar: – Elsku góði Guð, gefðu okkur góðæri! Menn kalla á vitringa í gervi há­ skólaprófessora ef íhaldið þarf að láta drepa málum á dreif. Þeir eru látnir „gefa“ álit og svo kemur í ljós að þeir hafa selt sálina fyrir bull, erg­ elsi og firru. Allt er gert til þess að vernda sjóðabarnið sem í ríkisjöt­ unni liggur. Herkænska okkar er reist á vígbún­ aði útrásarvíkinga. Við eigum bara eft­ ir að gera einsog Kanarnir: Leyfa fall­ byssur í skólum en banna franska osta. Gleðileg jól. Rektor á mannfjöldann mændi og málfrelsi loddara rændi: -Hér ærlegt er starf því uppræta þarf hið alræmda háskólavændi. Jólatré við Elliðavatn „Ef þið hafið einhverjar spurningar um jólatré eða tré almennt; til dæmis varðandi uppsetningu, umgengni, meðhöndlun, barrheldni, tegundir eða eitthvað annað, þá svörum við þeim spurningum glaðir,“ segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Við Elliðavatn er starfræktur jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, þar sem hægt er að kaupa jólatré af fjölmörgum stærðum og gerðum. Mynd Eyþór árnasonMyndin Umræða 29Jólablað 21.–27. desember 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Kjallari Jóhann Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.