Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 30
30 Umræða 21.–27. desember 2012 Jólablað Illugi kom fyrstur,fölur eins og tré. Hann laumaðist úr fjárhúsi hvar logar sparifé. Hann þráði sjúga fylgið en því varð ekki um sel, því Hann var engin Birna — bar sig þó vel. Einar K. var annar með gráa hausinn sinn. Hann skreið ofan af Bola og skaust í þingið inn. Hann faldi sig í hliðarsal og pontunni stal, meðan þingforseti átti við þingflokkana tal. Johnsen hét sá þriðjiþrjóturinn sá. Hann kom sér í nefndir þegar kostur var á. Hann hljóp með þær í burtu og hirti krónurnar, sem stóðu stundum útaf styrkjum hér og þar. Sá fjórði Birgir Ármannsvar fjarskalega sljór. Og sá varð nú glaður þegar samviskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvæluna greip, og hélt með báðum höndum því hún var stundum sleip. Sá fimmti Gunnar Bragivar framsóknarháls. Þá tæmdust allir salir er tók hann til máls. Hann rauk upp, til að gá að hvort RÚV vær’á ferð. Þá mundað’ann í pontunni sitt máldeiga sverð. Tryggvi Askasleikirvar alveg dæmalaus. Hann fram undan reikningum rak sinn talnahaus. Þegar fólkið setti í askana allt sitt kapítal, hann hraður var að ná þeim og hefja auratal. Sjöundi var Vigdís Hauks,sú var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hún var ekkert sérlega hnugginn yfir því, þótt harkalega marraði málvillunum í. Sig. Ingi, sá áttundi,var seinheppið naut. Hann helminginn af púltinu með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig heila klukkustund, uns forsetinn við bjöllu festi sinn blund. Níundi var Gulli Þórgöldróttur og snar. Hann var upp í OR og hann var hér og þar. Illa merktur var hann mútum og REI. Eitt sinn var hann greifi en núna bara grey. Tíundi var Sigmundursísvangur mann, sem laumaðist á flatskjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni ætilegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gunnars Jón,aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af nýrri virkjun upp á heiðar fann, og léttur eins og verktaki á lyktina rann. Ásbjörn sá tólfti á ýmsu kunni lag. Hann þrammaði í borgina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í kvóta þegar kostur var á, en ósköp var hann greyið gjaldþrútinn að sjá. Þrettánda var Ragnheiður,sú Elín var köld, og alltaf gat hún talað á aðfangadagskvöld. Hún elti litlu börnin sem brostu glöð og fín, og heimtaði að sýna þeim andsvörin sín. Aðventuþjófarnir L oftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk nýverið í Doha án teljandi árangurs þó að málið sé orðið æði brýnt. Loftslagið hefur hlýnað um 0,8°C frá upphafi iðnbyltingar og Al- þjóðbankinn gaf nýverið út skýrslu þar sem varað er við því að það kunni að hlýna um 4°C til viðbótar fyrir árið 2060 verði ekki dregið verulega úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir einföldu og ógnvekjandi reikn- ingsdæmi. Við getum bætt 565 gígatonnum af gróðurhúsaloft- tegundum í andrúmsloftið fyrir miðja þessa öld og samt haldið hlýn- un andrúmsloftsins undir tveimur gráðum, en það eru talin mörk mjög hættulegrar hlýnunar. Spár gera hins vegar ráð fyrir að losun gróðurhúsa- lofttegunda aukist um 3% á ári og miðað við þær forsendur þá munu þessi 565 gígatonn bætast við and- rúmsloftið á einungis sextán árum. Tveggja gráðu markið er því villuljós. Fatih Birol, yfirhagfræðingur Alþjóða orkumálastofnunarinnar, sagði ný- verið flest benda til að hækkun hita- stigs á þessari öld verði um 6°C! Ef við borum eftir og brennum allt það jarðefnaeldsneyti sem fund- ist hefur í jarðskorpunni þá losna 2.795 gígatonn af gróðurhúsaloft- tegundum út í andrúmsloftið. Það er fimm sinnum meira en vísinda- menn telja óhætt að losa til að halda hlýnun loftslagsins undir áð- urnefndum tveimur gráðum. Við stöndum því frammi fyrir þeirri staðreynd að olíuríki og orkufyrir- tæki þurfa að skilja um 80% af þekkt- um birgðum af olíu, gasi og kolum eftir í jörðinni til að forða mannkyni frá ömurlegum afleiðingum öfga- kenndrar loftslagshlýnunar. Gríðarleg áhrif á hagkerfi Vandinn er hins vegar sá að þó að jarðefnaeldsneytið sé enn djúpt í jörðu þá hefur það nú þegar ratað inn í bókhald ríkja og orkufyrir- tækja. Væntanlegar tekjur af þessu jarðefnaeldsneyti hafa því þegar haft áhrif á ríkisfjárlög og hluta- bréfaverð orkufyrirtækja og verið notaðar sem veð fyrir lánum. Það hefði því gríðarleg áhrif á hagkerfi heimsins ef ákvörðun yrði tekin um að vinna ekki þetta jarðefnaelds- neyti úr jörðu. John Fullerton, fyrr- verandi yfirmaður JP Morgan, hefur reiknað út að þessar birgðir jarð- efnaeldsneytis sem losa munu 2.795 gígatonn af gróðurhúsalofttegund- um séu metnar á 27 billjónir Banda- ríkjadala (e. trillion). Ef mark yrði tekið á viðvörunum vísindamanna og 80% jarðefnaeldsneytis yrðu skil- in eftir í jörðinni óunnin þá jafngilti það því að 20 billjónir dala yrðu af- skrifaðar í bókhaldi orkufyrirtækja og ríkja. Heimsbyggðin stendur því frammi fyrir því að velja á milli þess að vernda loftslagið eða bókhald olíu-, gas- og kolaframleiðenda. Drekasvæðið Íslensk stjórnvöld hafa valið bók- haldið fram yfir loftslagið og hafa hleypt af stað olíuleit- og vinnslu á Drekasvæðinu. Ísland hafði tækifæri til að gerast brautryðjandi í lofts- lagsvernd í heiminum með því að fresta olíuleit með hagsmuni kom- andi kynslóða í huga. Það hefði ver- ið markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróður- húsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun hefði vakið heimsathygli, eflt til muna um- hverfisvæna ímynd Íslands og verið öðrum þjóðum fyrirmynd. En rík- isstjórnin valdi hlutverk bóndans Pákoms í sögu Leos Tolstoj. Sá er aldrei ánægður með hlutskipti sitt og vill alltaf meira fyrir sig og sína. Einn daginn er honum boðið fyrir lítið fé allt það land sem hann get- ur gengið umhverfis á einum degi. Kaupunum fylgja aðeins þau skil- yrði að Pákom verði að vera kominn aftur á upphafsstaðinn fyrir sól- setur. Græðgin leiðir Pákom alltaf lengra og þegar það rennur upp fyrir honum að hann nái vart á upphafs- stað fyrir sólarlag tekur hann á slík- an sprett að hann hnígur að lokum örendur til jarðar. Gröfin handa afkomendunum Guðni Elísson rifjar þessa sögu upp í grein um loftslagsmál í TMM árið 2011 og heimfærir hana upp á veruleika alþjóðlegra loftslags- mála: „Við sannfærum sjálf okkur um að enn sé tími til stefnu, að enn sé hægt að snúa aftur á upphafs- staðinn þótt við höldum aðeins lengra. Allt verður að lokum í lagi og á meðan ekkert er gert eignumst við enn meira land. Þó verður með hverju árinu sem líður enn erfiðara að ná aftur á hæðina okkar í tíma. Fæst þeirra sem lögðu í gönguna um sólar upprás hafa þó enn svo mikið sem litið um öxl. Þau vilja púla aðeins lengur, hamast aðeins meira, ganga aðeins nær sjálfum sér. Aðeins þannig verður raunveru- lega reynt á mörkin. Aðeins þannig köstum við ekki því lífi á glæ sem lifa verður til fulls. Hér er þó einn munur á. Pákom galt fyrir græði sína með lífinu. Gröfin sem við gröfum er handa afkomendum okkar.“ „Ísland hafði tæki- færi til að gerast brautryðjandi í loftslags- vernd í heiminum með því að fresta olíuleit með hagsmuni komandi kyn- slóða í huga. Verjum við loftslagið eða bókhaldið? Af blogginu Guðmundur Hörður Íslendingar leita olíu Olíutankar í Örfirisey. – eftir Hallgrím Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.