Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 33
hefði annars ekki gert. Þannig að ég tók mig einu sinni til og valdi eftir eig- in smekkvísi úrval af ljóðum og setti saman í bók sem heitir Á öðru plani. Það er rosalega fín bók.“ Gerði uppreisn Einar segir að það hafi hjálpað honum að takast á við veikindi bróður síns að á meðal róttæklinga gætti ákveðins um- burðarlyndis gagnvart fólki sem var öðruvísi. „Síðar átti ég eftir að reyna að það væri ekkert algilt og átta mig á því að það er ekki hægt að merkja mann- gildi eftir stjórnmálaskoðunum. Það eru til fordómafullir róttæklingar og fordómalausir íhaldsmenn. Engu að síður hjálpaði það mér að vera í þessu róttæka umhverfi, sömuleiðis tónlistin og bókmenntirnar sem mörkuðu upp- haf andlegrar leitar. Á vissan hátt naut ég þess að vera í andstöðu og gerði uppreisn, fann mitt identitet í því að vera öðruvísi sjálfur og var svolítið á skjön – með sítt hár sem náði niður á rass,“ segir Einar og bætir því hlæjandi við að hann hafi ekki látið klippa sig í sjö ár. Á þessum árum þvældist hann líka um heiminn með nafna sínum og skáldabróður, Einari Kárasyni. „Við fórum til Færeyja að vinna í fiski og seinna fórum við til Frakklands. Síð- an fór ég til Noregs og gerðist að lok- um hreingerningamaður í Danmörku. Þannig að það var ansi mikið að ger- ast í mínu lífi og ég var ekki alltaf með hugann við veikindi bróður míns. Hann átti líka mörg og mismunandi tímabil. Hann var þannig sjúklingur að eftir að hann varð veikur lauk hann stúdentsprófi og fór í gegnum mynd- listarskólann. En það var alltaf eitthvað í honum sem togaði hann í átt að sjúk- dómnum. Það er skrýtið að segja það en það var stundum eins og honum þætti hversdagslífið dapurt, þungbú- ið og leiðinlegt. Þá var tilvalið að taka af sér lyfin og klifra upp hina manísku stiga.“ Fyrstu bókunum hafnað Það var í Noregi sem Einar Már kynnt- ist konunni sinni, Þórunni Jónsdóttur. Hann fór út til þess að vinna, grafa skurði uppi í fjöllunum og kynntist konunni í Ósló. „Við hittumst í partíi og höfum verið í partíinu síðan.“ Á þessum árum var Einar Már far- inn að skrifa, en í fimm ár skrifaði hann út í loftið, bara fyrir sjálfan sig, til þess að ná tökum á forminu. „Ég hélt alltaf að ég væri að skrifa síðasta ljóð í heimi, og það besta, en mér bar gæfa til að leggja þetta frá mér og bíða. Seinna sá ég að í upphafi var ég aðal- lega að enduróma aðra. Það var líka svo mikil ólga í huganum og svo mik- ið sem ég vildi ná utan um að þetta var mjög óreiðukennt til þess að byrja með. Það tók mig þessi fimm ár að finna minn tón. Þegar maður býr erlendis er auð- veldara að skapa sér svigrúm til rit- starfa því þá er maður að fresta þátt- tökunni í hinu hversdagslega basli. Árið 1980 var ég tilbúinn með þrjár bækur og sendi handrit heim í pósti. Síðan beið ég í þrjá mánuði eftir svari, fullviss um að forlögin myndu gleypa við svona strák úr Breiðholtinu. Svo kom svarið, nei. Þannig að ég ákvað að gera þetta sjálfur og fór heim. Í þá daga voru fargjöld ekki á tilboðum þannig að þú skrappst ekkert heim, ég kom kannski heim á þriggja ára fresti, og þótt ég væri skráður í Kaupmanna- hafnarháskóla þá var ég dottinn út úr lánakerfinu af því að ég tók engin próf, mætti bara í kúrsa ef mér fannst þeir áhugaverðir. Þannig að ég varð mér úti um vinnu hjá danska sjóhernum sem hreingerningamaður og hafði ágætis- vonir um frama sem slíkur. Ég stóð og féll með þessum ljóða- bókum, Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í Kórónafötum hér inni. Ég lét prenta dálítið upplag af báðum bókunum og fór niður í Kórónaföt og sagðist ganga um eins og auglýsinga- skilti fyrir þá og spurði hvort þeir vildu ekki styrkja útgáfuna. Þeir vildu það ekki en buðu mér kórónaföt sem ég var of stór upp á mig til þess að þiggja, þótt ég myndi gjarna vilja eiga þau í dag,“ segir hann hlæjandi. Trúði á hið ómögulega Það kom sér vel að Einar var vanur blaðsölumaður og bækurnar rokseld- ust. „Ég þótti ágætissölumaður þannig að þeir sem vildu ekki segja að ég væri gott ljóðskáld notuðu það sem afsökun til að kaupa bækurnar,“ segir hann og hallar sér aftur í stólnum og setur ann- an fótinn upp á borð. Iðunn gaf út þriðju bókina þannig að Einar fékk svigrúm til þess að semja fyrstu skáldsöguna, sem vann til fyrstu verðlauna í bókasamkeppni hjá Al- menna bókafélaginu þar sem verð- launaféð var umtalsvert og þannig gat Einar Már haldið áfram að skrifa. Allt snerist þetta um að komast af, því það kom aldrei annað til greina en að lifa af ritstörfunum. „Um leið og ég var búinn að átta mig á því að ég ætti að skrifa þá var það ekki spurning hvort það tækist, ég skyldi. Ég ætlaði mér ekkert annað. Ég var byrjaður að hlaða niður börn- um og tel að það hafi gefið mér auka- kraft til þess að halda áfram.“ Fyrst eftir heimkomuna bjó fjöl- skyldan í lítilli íbúð niðri í bæ þar sem næðið var lítið sem ekkert. Einar vílaði hins vegar ekki fyrir sér að snúa sól- arhringnum við ef hann þurfti næði til þess að skrifa. Fórnir sem hann var tilbúinn til þess að færa voru ýms- ar, hann gaf allan sinn tíma í þetta og krafðist einskis í staðinn. „Ég vissi líka að ef ég ætlaði að gera þetta þá gæti ég ekki kennt aðstæðunum um. Ég yrði að standa með sjálfum mér í þessu. Ég yrði bara að gera þetta. Það er alltaf hægt að finna afsakanir og út- gönguleiðir en fyrir mér var það ekki í boði. Þegar ég lít til baka þá var margt sem hefði ekki átt að ganga upp en gerði það samt. Kannski vegna þess að ég trúði á hið ómögulega. Ef ég hefði alltaf hugsað hlutina rökrétt og spurt hvort þetta væri hægt þá hefði það ekki verið það. En þegar ég ákvað að gera hlutina þá gerðist eitthvað.“ Tilvera utangarðsmanna Einar Már er afkastamikill höfundur og margverðlaunaður. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir Engla alheimsins, Karen Bl- ixen-viðurkenninguna, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og norræn bókmenntaverðlaun sænsku akadem- íunnar fyrir framlag sitt til norrænna bókmennta. Eftir hann liggja allmörg verk, átta ljóðabækur, fjögur smá- sagnasöfn, tvö greinasöfn og ellefu skáldsögur, þar ef ein sem kom út fyrir jólin, Íslenskir kóngar. Það er þó óumdeilt að Englar al- heimsins er hans þekktasta verk. Það er sú bók sem hefur verið þýdd á flest tungumál og flestir þekkja. Í gegnum tíðina hefur Einar Már fengið gríðar- lega mikil og góð viðbrögð við bókinni. Honum var þakkað fyrir að opna á umræðuna og vinna gegn fordómum gagnvart geðsjúkum. Bókin er einnig persónulegasta bókin hans, sálumessa yfir Pálma bróður sem svipti sig lífi eftir langvar- andi veikindi og tileinkuð honum. „Að vissu leyti vann ég úr sorginni með því að skrifa þessa sögu. Það var líka eins og ég þyrfti að koma þessum heimi til skila, eins og það hefði alltaf verið ætl- unin. Talsvert af þessu efni var ég bú- inn að skrifa á meðan bróðir minn var lifandi. Ég ræddi mikið við hann og eft- ir á að hyggja voru það mjög lærdóms- rík samtöl. Hann sagði það hreint út að ég ætti eftir að skrifa þessa bók og ég vissi það alltaf sjálfur. Bókin er ekki beint hans saga en hún byggir á þeirri innsýn sem ég fékk í tilveru þeirra sem þurfa að standa fyrir utan þjóðfélagið. Það var þá, og er sjálfsagt enn, einhver þagnarslikja yfir svona málum. Á hinn bóginn átt- aði ég mig ekki á því sjálfur að ég væri að brjóta niður múra með því að skrifa þessa bók, þetta var bara saga sem ég varð að koma frá mér. En þegar við- brögðin við Englunum urðu svona góð upplifði ég ákveðið þakklæti og fann að ég hafði gert eitthvert gagn.“ Skýringarnar skortir stundum Þessi heimur leitaði á hann, útskýrir hann um leið og hann stendur upp til þess að sækja meira kaffi. Það er tek- ið að birta og um leið og stigið er út úr skúrnum blasa við fannhvítir tindar fjalla í fjarska og hafið. Einar heldur áfram og segir að það sé ákveðin póesía í klikkuninni. „Það er þessi tilfinning að búa við geðspít- alann og lifa æskuárin fyrir utan hann en fullorðinsárunum þar inni. Bókin kom til mín um leið og ég fann fyrstu setninguna: „Eftir að ég var kominn á Klepp, þessa risastóru höll sem stend- ur við hafið, minntist ég þess þegar ég var lítill drengur …“ Þannig verða sögurnar mínar oft til. Ég er búinn að sanka að mér alls kyns efni en síðan dett ég allt í einu niður á fyrstu setninguna og í henni er allt, stemning, tónlist og andi sögunnar og þá er ég kominn af stað. En þar með er björninn ekki unninn, ég villist af leið og kynnist sögunni um leið og ég skrifa hana.“ Margar senur úr bókinni voru byggðar á atvikum úr lífi Pálma bróð- ur Einars Más og vina hans. Í bókinni segir einnig frá manni, farsælum fjöl- skylduföður sem sviptir sig lífi. Maður- inn á sér fyrirmynd í manni sem Einar Már kannaðist við. „Það sem Englarn- ir eru að segja og allar mínar bækur, og það sem ég er að segja núna þegar ég fjalla um alkóhólisma og geðveiki, er að það eru ekki alltaf skýringar á öllu. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni í opna skjöldu.“ Hafnaði skilgreiningunum Lengi leitaði Einar Már þó skýringa á sjúkdómi bróður síns. Á þessum árum hafði hann mikinn áhuga á stöðu manna í tilverunni og sökkti sér ofan í bækur, las meðal annars mikið um firringu. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri eitthvað ferli í þjóð félaginu eða í sálarlífi mannanna sem gerði það að verkum að þeir veiktust. En eftir því sem tíminn leið þá fannst mér það ekki skipta máli lengur. Ég hef oft verið spurður hvort hann hafi verið þjáðst af schizophreniu en ég hef ekki hugmynd um það. Ég hætti að taka mark á svona skilgreiningum því bróðir minn fékk alls konar grein- ingar og var farinn að þekkja þær og læra hvernig hann gæti notað þessi hlutverk til þess að ná sínu fram. Þetta varð ákveðið mynstur þannig að ég hafnaði öllum skilgreiningum. Viðtal 33Jólablað 21.–27. desember 2012 „Ég upplifði sorg, þetta var dapurlegt og mín leið til þess að vinna úr sorginni var að skrifa söguna og veita öðrum hlutdeild í henni, því svona líf er ekki einkamál, líf okkar er ekki einkamál. En það er alltaf eitthvað í manni sem segir að lífið haldi áfram og lífið hélt áfram, ég lifði af. m y n d ir SiG Tr y G G u r a r i „Ég fann í mér unglinginn og uppreisnarmann- inn, þennan ábyrga hugsandi mann sem vill breyta heiminum en ég var að drekkja honum í áfengi og fylla um leið af kaldhæðni og hroka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.