Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 34
Mér fannst öll svör svo ófullnægjandi og grunn. Þú fékkst eitt svar í einni stofnun og annað í annarri.“ Óreiðan á gistiheimilinu Baráttan við kerfið var erfið en lenti mest á foreldrunum. „Það var verið að halda fólki endalaust uppteknu við skriffinnsku og kjaftæði. En ég hef oft hugsað um það að þegar menn eru með svona tiktúrur setja þeir mark sitt á umhverfið og aðrir verða undir. Þá líður fjölskyldunni illa því það er ver­ ið að valta yfir heimili og fólk. Síðan kemst viðkomandi undir mannahend­ ur og fær lyf. Þá er hann þægilegur fyrir okkur en líður kannski illa sjálfum. Skáldskapurinn getur sett sig inn í þessar aðstæður mannanna og þess vegna er hann svo mikilvægur. Á með­ an stjórnmálamenn stæra sig af því sem þeir hafa gert fyrir þá verst settu í samfélaginu leggja þeir áherslu á efn­ islega hluti, framkvæmdir og framfar­ ir, öryrkjablokkir og annað sem mér dettur ekki í hug að vanmeta en þeir kíkja aldrei inn á gangana, eru aldrei með í upplifuninni. Þar sannar skáld­ skapurinn sinn tilverurétt og sitt mikla hlutverk, að miðla lífinu og þessari samlíðan.“ Pálmi bjó lengst af heima og heim­ ili foreldranna var alltaf opið. „Þegar hann fór svo að heiman þá flutti hann á gistiheimili sem var sérkennileg samkunda geðsjúklinga, fanga sem höfðu lokið afplánun og alls kyns undirheimaliðs. Fólk sem er í þessari stöðu lendir í þessum heimi. Við erum að vernda þá viðkvæmu frá samfé­ laginu en sendum þá inn í rosalega óreiðu sem þeir ráða ekki við.“ Hamingja fjölskyldunnar Einar Már þagnar og þegir um stund áður en hann vitnar í Tolstoj í tilraun til þess að útskýra hvernig það var að ganga með bróður sínum í gegnum þetta. „Hann sagði eitt sinn að allar hamingjusamar fjölskyldur væru eins en sérhver óhamingjusöm fjölskylda væri það með sínum hætti. Þar með verður hún áhugaverð. Hamingjan sem slík er ekkert áhuga­ verð. Það er ekkert sem heitir innan­ tóm hamingja. Hamingjan er í raun meðvitund um óhamingjuna, því dýpri og þroskaðri sem gleðin er því meðvitaðri er hún um vanda lífs­ ins. Þannig tókst mér að horfa á fjöl­ skylduna okkar, og okkur öllum. Því þegar það gerist að einn í fjölskyldunni veikist þá stendur fjölskyldan frammi fyrir erfiðleikum og hún þarf að horf­ ast í augu við staðreyndir mála og ræða ýmsa hluti sem hún hefði annars ekki þurft að tala um. Þannig að þegar upp er staðið þá er hið vonda stundum gott,“ segir hann og hikar eitt andartak: „Hvernig sem það nú er þá þekki ég líf­ ið allavega ekki neitt öðruvísi. Og það er ekki hægt að segja að þetta hafi bug­ að okkur. Það hefur ræst úr okkur öll­ um. Ég held að það sé engin regla að fjölskyldur verði eitthvað verri við að eitthvað svona hendi. Að vissu leyti getur þetta styrkt fjölskylduna. Ef­ laust eru áhrifin reyndar margvísleg. Ég man til dæmis eftir því að eitt sinn kom upp sú stefna að það átti bara að loka á hann, en foreldrar mínir áttu mjög erfitt með það, þeir bara gátu það ekki. Það hjálpaði heldur ekki að bróð­ ir minn var svo lengi í þessum bransa og á þeim tíma komu upp svo margar kenningar, einn daginn kom einhver sem vildi kenna vistmönnunum að prjóna og svo kom sá næsti sem vildi gera eitthvað allt annað.“ Erfitt að lifa eftir bata Húmorinn hjálpaði líka. Pálmi hafði alltaf mikinn húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðunum. Örorkubæturnar kallaði hann alltaf listamannalaun og svo sagðist hann vera einfari að at­ vinnu. „Hann hafði þörf fyrir að gera gott úr aðstæðunum. Ég man þegar við vorum að byggja hér í Grafar voginum þá kom hann til þess að aðstoða mig. Það var mikið um framkvæmdir hér í kring, enda hverfið að byggjast upp. Þá leit hann í kringum sig og sagði: „Ég get nú ekki sagt að ég öfundi þetta fólk.“ Með vissum hætti hafði hann ham­ ingjuna sín megin. En þegar þér batn­ ar er erfiðast að vera veikur, líkt og stundum er sagt að þegar fangar koma úr fangelsi þá hefjist refsingin, þá er eins og þessi staða sé staðreynd. Þá fannst honum leiðinlegt að lifa. Síð­ ustu árin voru sveiflurnar minni, það var meira eins og hann hefði verið í langri lægð. Á yfirborðinu virtist allt vera í lagi. Hann var farinn að búa sjálfur og stíga ákveðin skref í átt að bata. Eftir á að hyggja held ég að ein­ hvers konar tómleiki hafi náð tökum á honum. Það eru nefnilega vissar mót­ sagnir í sveiflunum, ákveðin gleði sem fylgir uppsveiflunni þannig að þegar þér batnar þá hverfur gleðin líka, eða það held ég, ég veit það ekki.“ Glíman við fordómana var erfið og það var ekki síður erfitt að takast á við eigin fordóma. „Þessi brotna sjálfs­ mynd er oft stóra vandamálið. Hann fór að einangra sig, hætti að mæta í matarboð, vildi ekki fara í bíó eða láta sjá sig á almannafæri. Svo komu tímar þar sem honum fannst hann flott­ asti maðurinn í bænum,“ segir Einar Már og brosir hlýlega. „Þetta var mis­ munandi eftir tímabilum. En ég held að það geti skapast ákveðið tómarúm í lífi manna þegar þeim gengur illa að fá hlutverk og fóta sig á ný í samfélaginu. Þetta var erfitt fyrir foreldra mína og okkur öll. Mamma átti eftir að skilja þetta manna best með tímanum. Síðar sagði hún að sumir fái magaverk og aðrir fái hausverk, þannig sá hún það. Þetta fólk á að vera gjaldgengt alls staðar. Við erum alltaf að vonast til þess að fólk sé metið eins og það er. Þá á ekki að vera neitt öðruvísi að ráða fólk til starfa sem er að reyna að sigr­ ast á sínum andlegum erfiðleikum en annað fólk.“ Dó ekki til einskis Auðvitað markar það menn að þurfa að fylgja bróður sínum til grafar. Eftir á að hyggja segir Einar Már, sem er örlagatrúar, að þetta hafi verið skrifað í stjörnurnar. „Í raun var þetta niður­ staða sem ég virti. Ég held að líf manna hafi alltaf ákveðinn tilgang og mein­ ingu. Eftir að hann dó fannst mér enn ríkari ástæða til þess að vekja athygli á lífi hans og dauða, ég vildi frekar gera það en að dvelja í endalokunum. Eft­ ir alla þá vegsemd sem bókin fékk hr­ ingdi í mig maður sem sagði að mað­ ur sem fengi þennan bautastein hefði ekki lifað til einskis. Hann átti sín ár á jörðinni og í lífi hans eru fólgin þessi skilaboð. Ég hef aldrei litið á dánaror­ sökina sem meginatriðið í veikindum hans eða reiðst honum fyrir að binda endi á lífið. En ég upplifði sorg, þetta var dapur legt og mín leið til þess að vinna úr sorginni var að skrifa söguna og veita öðrum hlutdeild í henni, því svona líf er ekki einkamál, líf okkar er ekki einkamál. En það er alltaf eitthvað í manni sem segir að lífið haldi áfram og lífið hélt áfram, ég lifði af.“ Löngu seinna gerði Einar Már kvikmyndina Hvernig á að vinna tap­ aðan leik? þar sem hann fjallar um stráka sem koma úr meðferð og stofna knattspyrnufélag. Í myndinni ræddi hann meðal annars við grafískan hönnuð, Einar Pálma, sem hefur far­ ið áttatíu sinnum í meðferð og lagði fyrir hann alls kyns spurningar sem hann hefði viljað spyrja bróður sinn. „Ég fékk stundum á tilfinninguna að hann lifði í annarri vídd. Hann hitti fólk sem aðrir hittu ekki þannig að ég hef oft velt því fyrir mér hvort fólk eins og hann þekki hvert annað. Ég heyrði til dæmis um einhverfan strák sem sá skákmeistarann mikla, þann sem fékk ríkisborgararéttinn, sitja þungbúinn við Hverfisgötuna. Strákurinn, sem segir ekki mikið, gekk yfir til hans með opna arma og þeir ljómuðu báðir. Get­ ur verið að fólk sem er öðruvísi finni hvert annað?“ Varð háður áfengi Mörgum árum síðar þurfti Einar Már sjálfur að horfast í augu við eig­ in bresti. Þá hafði áfengissýkin náð tökum á honum og skásti kosturinn í stöðunni var að klæðast rauðum slopp og leggjast inn á Vog. Einar Már þver­ tekur þó fyrir að það sé einhvers kon­ ar tenging á milli veikinda hans og bróður hans. „Ég get ekki sagt að ég sé drykkfelldur af því að bróðir minn var veikur. Hann fór 42 ára, þá var ég 37 ára og ekki farinn að velta drykkjunni fyr­ ir mér. Auðvitað átti ég það til að detta í það en alkóhólisminn var mjög lítill vandi í mínu lífi. Það varð ekki fyrr en upp úr fertugu sem það losnuðu ein­ hver öfl í minni sál og ég varð virkilega háður áfengi.“ Sem ungur maður sem var að hefja sinn frama og koma sér upp fjöl­ skyldu var hann reglusamur vinnu­ þjarkur. Það var ekki fyrr en hann var kominn í höfn sem hann fór að drekka illa. Þá fannst honum að hann ætti þetta og mætti. „Alkóhólisminn er svo lúmskur. Stundum er sagt að Bakkus sé með þér í liði um tíma. Til að byrja með fékk áfengi meira vægi í mínu lífi, ég hafði gaman af því að velta því fyrir mér, talaði mikið um það og og vildi eiga mikið áfengi. Mér var farið að ganga virkilega vel, ferðaðist mik­ ið og naut þess að vera þessi glaðværi drykkjumaður. Á sama tíma var ég að skrifa ættarsögurnar Fótspor á himn­ um, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir sem kröfðust mikillar vinnu en fyrir mér er þetta seigfljótandi ferli. Hjá okkur alkóhólistunum gerist þetta annaðhvort hratt og örugglega eða hægt en örugglega, það er örugglega örugglega,“ segir hann og hlær. „Ég var alltaf vinnusamur og gerði mér grein fyrir því að ég yrði að vera það og að ég gæti ekki unnið fullur. Hins vegar tók ég mínar tarnir þegar verki var lokið og síðasta tímabilinu lauk ekki fyrr en ég fór inn á Vog.“ Missti stjórn á drykkjunni Aðspurður hvort það hafi verið langt tímabil svarar hann um hæl: „Stund­ um er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Þetta voru nokkrir mánuðir, frá því að ég fagnaði fimmtugsafmæli í september og fram á vor.“ Þann 22. apríl, 2005, hóf Einar Már afvötnun. Dagurinn hefur aðra og dýpri meiningu, hann er afmælis­ dagur bróður hans. „Við getum sagt að ég hafi gefið honum þetta í afmælis­ gjöf,“ segir Einar brosandi. „Þegar allar mínar tilraunir til þess að stjórna drykkjunni voru orðnar árangurslausar var tvennt í stöðunni, að gefast upp eða halda áfram að reyna, taka áfengi inn í sér­ stökum skömmtum, detta í það á ákveðnum tímum og svo framveg­ is. Það krafðist mikillar vinnu og var bæði erfitt og afskaplega lítið eft­ irsóknarvert,“ segir Einar Már sem skrifaði bók um hugarástand sitt á þessum tíma, en titillinn, Rimlar hugans, lýsir því nokkuð vel. Bók­ in byggir á bréfi sem Einar Már fékk frá fanga, bréfaskiptum fang­ ans og kærustunnar og fyrstu skref­ um Einars í átt að bata. „Þar fór ég í gegnum það hvernig ég hugsaði á þessum tíma, en ég á erfitt með að tímasetja hvenær ég missti tökin, hafði ég kannski aldrei nein tök?“ spyr hann. „Það skiptir svo sem ekki máli. Þegar menn missa tökin er ekki aftur snúið. Þegar alkóhólistinn fatt­ ar að hann er alki og ákveður að gera eitthvað í því þá skipta skýringarn­ ar engu máli, hvort þú ert fæddur svona, hafi orðið svona eða kannski vaknað svona einn morguninn. Það er aukaatriði í því sem á eftir kemur. Þegar þú hættir að drekka kallar sál­ in ekki á þetta lengur en til þess að ég gleymi mér ekki á vaktinni verð ég að vera í andlegu sambandi.“ Dugnaðurinn varð skálkaskjól Farsæll rithöfundur kemst upp með ansi margt því umhverfið sam þykkir hugmyndina um drykkfellt skáld, seg­ ir Einar Már. „Í listræna geiranum er mælikvarðinn á gengi þitt gjarna hvað þú ert duglegur, hvað þú skrifar mikið. Það skapar skjól fyrir drykkju­ menn, hann getur ekki átt við áfengis­ vandamál að stríða því hann skrif­ ar svo margar bækur. Þegar ég var erlendis í erindagjörðum leit fólk á list­ ann yfir verkin mín og taldi að ég gæti ekki verið fyllibytta því ég afkastaði svo miklu. En alkóhólistar eru menn sem koma mörgu í verk. Margur alkóhólist­ inn lætur eftir sig gott ævistarf, jafnvel þótt hann fari aldrei í meðferð. Drykk­ felldir rithöfundar eiga þó til að hnigna í síðari hálfleik því sjóndeildarhringur­ inn þrengist og tilfinningalífið verður eins ekki eins frjótt. Engu að síður voru alltaf til sögur af rithöfundum sem ætl­ uðu að skrifa sig frá alkóhólisma og enn virðast margir trúa því að það sé hægt, sem er af og frá. Til dæmis er eitt mesta bókmenntaverk Dana, Hærverk eftir Tom Kristensen, talin ein besta lýsing sem til er á alkóhólisma. Mörg grundvallarrit í bókmenntum fjalla um alkóhólisma.“ Lífið er betra núna Hvaða leið aðrir ákveða að fara er þeirra ákvörðun og Einar Már hefur ekki hug á því að dæma þá fyrir það. Hann veit það eitt að ef einhver er hjálparþurfi þá er hann reiðubúinn að aðstoða hann. „Ég á vini sem mig langaði að ræða við þegar ég kom úr meðferð en ég uppgötvaði að menn verða að vilja þetta sjálfir. Prógram­ mið sem ég nota byggir á aðlögun en ekki áróðri og það virkaði á mig, ég sá að menn sem höfðu farið þennan veg á undan mér höfðu eitthvað sem mér þótti eftirsóknarvert þannig að ég ákvað að fylgja þeim. Stundum er ég spurður hvort ég sé orðinn nýr maður eftir að ég hætti að drekka en ég segi alltaf að ég hafi gert það til að bjarga þeim gamla. Um leið hefur eflaust einhver endur­ nýjun átt sér stað, ég fann í mér ung­ linginn og uppreisnarmanninn, þennan ábyrga hugsandi mann sem vill breyta heiminum en ég var að drekkja honum í áfengi og fylla um leið af kaldhæðni og hroka.“ Nú eru liðin átta ár síðan Einar Már fór í meðferð. Lífið hefur breyst, það er betra núna, en hann getur ekki beint fest hönd á hvern­ ig það hefur breyst. Fyrir utan að fjölskyldan er þakklát og ánægð með þessa ákvörðun. Svo er bara gott að vera laus við þetta. „Það verða rót­ tækar breytingar í lífi margra og flestra ef ekki allra, en þær verða svo oft innra með manni. Í grundvallar­ atriðum skiptir mestu máli að þessu lauk. Það er frekar að ég spyrji mig þeirrar spurningar hvernig lífið hefði orðið ef ég hefði haldið þessu áfram. Ég byði ekki í það,“ segir Einar Már að lokum. n 34 Viðtal 21.–27. desember 2012 Jólablað „Það er skrýtið að segja það en það var stund- um eins og honum þætti hversdagslífið dapurt, þungbúið og leiðinlegt. Þá var tilvalið að taka af sér lyfin og klifra upp hina manísku stiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.