Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 36
36 Viðtal 21.–27. desember 2012 Jólablað É g hugsaði aldrei um að verða útvarpsmaður. Ég var alveg viss um að það væri eitthvað sem ég gæti alls ekki,“ seg- ir útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson. Óli Palli ólst upp á Akranesi og fór snemma að vinna við útvarp sem tæknimaður. Fyrst hjá skólaútvarpi FVA, Blóminu og Útvarpi Akranes. Hann varð snemma mikill græju- karl og lærði rafeindavirkjun. „Ég var ábyggilega ekki nema svona tíu ára þegar ég var farinn að rífa græjur í sundur heima hjá fólki, reyna að laga magnara og slíkt, með misjöfnum ár- angri. Þessi græjuáhugi og sú stað- reynd að ég var plataður inn í í tón- listarskólann á Akranesi ellefu ára varð þess valdandi, vil ég meina, að ég endaði í útvarpinu. Þannig kvikn- aði þessi neisti og eitt leiddi af öðru.“ Hálfgerður einfari Það var frekar reiður ungur maður sem ólst upp á Akranesi. „Gamlir kennarar hafa sagt mér að ég hafi alls ekki ver- ið leiðinlegur eða andstyggilegur en að ég hafi verið frekar erfiður. Mér gekk ágætlega í skóla en var skapstór. Og er enn,“ segir Óli Palli brosandi. Á Skaganum eyddi hann, eins og flestir jafnaldrar hans, mestum tíma í fótbolta. „En svo hætti ég að leika mér með bolta einn daginn. Ég veit ekki alveg af hverju. Ég átti ekki marga vini, var hálfgerður lóner. Svoleiðis var það lengi framan af og þegar ég lít til baka átta ég mig á að ég var frekar andfélagslega sinnaður, einhverra hluta vegna. Það var ein- hver uppreisnarpúki í mér og ég tók ekki þátt í mörgu sem hluti af hóp, og þannig var það megnið af æskunni.“ Andstyggilegt orð Þrátt fyrir að eiga farsælan feril sem útvarpsmaður hefur Óli Palli alla tíð stamað. „Stamið er stór partur af mér og mínum karakter,“ segir hann og þagnar en bætir svo við: „Ég hata þetta orð — stam. Það er andstyggi- legt í mínum huga. Maður var auð- vitað uppnefndur sem lítill strák- ur svo það er eitthvað við þetta sem snertir mig illa. Ég get samt ekki sagt að ég hafi verið lagður í einelti en mér var auðvitað strítt og stund- um voru litlir hnefar látnir tala,“ seg- ir hann og bætir við að skapið hafi oft hlaupið með hann í gönur. „Ég var alltaf rífandi kjaft þegar ég var strákur og þótt mér fyndist ég vera hálfgerður lúser var ég fljótur til að hjálpa öðrum sem lentu í stríðni og einelti og varð þá stundum fyr- ir vikið sjálfur fyrir barðinu í kjöl- farið. Ég þoldi ekki óréttlæti og var alltaf að reyna að bjarga málunum, leika Hróa hött eða Superman,“ segir hann og hlær. Hann segir erfitt að útskýra stam. „Það er erfitt að geta ekki sagt það sem maður vill segja. Þótt stamið heyrist ekki alltaf er þetta eins og spenna eða ólga innra með manni. Sérstaklega ef maður lendir í ein- hvers konar átökum, þá kikkar þetta inn. Ég get ekki tjáð mig jafn frjáls- lega og óhikað og fólk sem ekki stamar gerir. Og stundum og jafn- vel oft segi ég eitthvað allt annað en ég hefði viljað segja og þá er maður í vondum málum vegna þess að það getur skilið eftir sig einhvers konar sár. Ég er mjög litaður af þessu,“ segir Óli Palli sem hefur náð góðum tök- um á staminu. Óspennandi unglingsár „Aðrir heyra það kannski ekki en ég hugsa stöðugt um þetta. Alltaf, alla daga. Ég er mjög meðvitaður þegar ég tala og mín aðferð til að reyna að fela þetta er að skipta út orðum, skjóta inn orðum og breyta röð orða þegar ég tala. Þetta er ekki það mikið mál fyrir mig í dag að þetta haldi fyrir mér vöku eða neitt slíkt en þetta er verk- efni sem ég þarf að díla við alla daga og hafði sérstaklega mikil áhrif á mig í æsku. Ég var með lítið sjálfstraust og fannst ég vera annars flokks. Mamma segir að ég hafi verið erf- iður unglingur og ég skil hana vel í dag og er fyrir löngu orðinn sammála henni. Mér fannst ekki sérlega gam- an að vera unglingur. Mér fannst flest frekar óspennandi og það versta sem ég heyrði var að þessi ár væru bestu ár ævinnar. Ég hugsaði með hryllingi til þess hvernig lífið yrði þegar mað- ur væri orðinn eldri ef þetta væri það besta,“ segir Óli Palli og viðurkennir að hafa um tíma stefnt inn á vafasam- ar brautir. „Ég var frekar óheppinn á tímabili og lenti í löggunni og svo- leiðis. Var stundum á röngum stað á röngum tíma og sóttist í að vera þar sem ég hefði ekki átt að vera, en var spennandi. Ég þurfti til að mynda að taka mér frí úr skóla tvisvar til að borga skemmtanaskatt. En sem betur fer kom eitt og annað upp sem varð til þess að ég kveikti á perunni og sá að þetta var ekki alveg málið.“ Örlögin gripu inn í Eftir útskrift sótti hann um vinnu sem tæknimaður hjá RÚV en örlög- in urðu til þess að hann var fljót- lega kominn fyrir aftan hljóðnem- ann. „Þetta gerðist smátt og smátt, ég hefði aldrei stokkið beint inn í beina útsendingu því mér datt aldrei í hug að ég gæti talað í útvarp. Eitt af verkefnum mínum fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna hjá RÚV var að setja saman þátt sem Lísa Pálsdótt- ir sá um og hét Vinsældalisti götunn- ar. Einhverju sinni var Lísa eitthvað meira upptekin en venjulega og var í vandræðum með þennan litla þátt og ég bauðst til að bjarga málunum. Stökk niður í Kringlu líklega og safn- aði saman kommentum frá fólki í þáttinn og setti hann síðan saman. Ég hafði engar sérstakar áhyggjur af því að ég myndi skemma þáttinn því ég lét ekkert í mér heyrast. Svo varð úr að ég tók við þess- um litla þætti og það reyndist ekkert stórmál. Ef ég færi að stama þegar ég var að spjalla við fólkið á göt- unni þá skipti það engu máli, ég gat lagað það allt til í samsetningunni. Smátt og smátt fór ég að leyfa mér að heyrast en ég bjóst aldrei við að ég gæti gert neitt meira í þessa veru en þetta.“ Þáttur númer 852 Árið 1995 bauðst Rás 2 að senda einn starfsmann í boði BBC til Eng- lands á tónlistarhátíðina Glaston- bury og það æxlaðist þannig að Óli fór. Þegar heim kom bjó hann til tvo tveggja tíma þætti um hátíðina auk tveggja pistla fyrir dægurmálaútvarp Rásar 2 þar sem hann lýsti raunum sveitamanns frá Íslandi í Englandi. „Þarna skrifaði ég texta og las hann síðan upp og hugsaði með mér að ef til vill væri þetta eitthvað sem ég gæti. Það væri ekki nauðsynlegt að vera í beinni útsendingu þótt maður ynni í útvarpi. Ef ég lenti í ógöngum gat ég stoppað og byrjað aftur. Þess- um þáttum var ágætlega tekið og þetta var byrjunin á Rokklandi,“ seg- ir hann en Rokklandsþáttur númer 852 fer í loftið núna um helgina. Lítil skref Þrátt fyrir að vera kominn með sinn eigin þátt gat Óli Palli ekki hugs- að sér að tala í beinni útsendingu. „Þarna var ég búinn að stíga skrefið frá því að vera tæknimaður í að gera þáttinn sjálfur frá a til ö. Þetta voru lítil skref. Þegar ég var svo beðinn um að vera með í teymi Rásar 2 um verslunarmannahelgina árið eftir treysti ég mér ekki í það og sagði nei. Skömmu seinna var ég beðinn um að taka að mér næturvakt Rás- ar 2 sem Guðni Már vinur minn hef- ur sinnt í mörg undanfarin ár, ég ákvað að segja já takk við því og sé ekki eftir því. Ég hugsaði með mér að það væru ekki jafn margir að hlusta á kvöldin og á daginn og þetta yrði hugsanlega allt í lagi. Ég hafði líka alltaf haft brennandi áhuga á mús- ík og klæjaði í lófana að fá að spila fullt af frábærri músík, ekki bara fyr- ir mig og mína vini heldur alla hlust- endur Rásar 2. Ég fékk frí frá tækni- deildinni á þessum tíma og fór aldrei til baka,“ segir Óli Palli sem hafði ári seinna tekið við morgunþættinum af Lísu Páls og þar með varð Poppland til sem hefur verið í loftinu í 15 ár. Byrjaði ungur að vinna Óli Palli segist alltaf hafa jafn gam- an af vinnunni. „Ég hef unnið vinnu sem mér fannst hundleiðinleg og niðurdrepandi. Ég byrjaði ungur að vinna. Var farinn að bera út og selja blöð níu til tíu ára og ellefu ára fór ég að vinna með skólanum í niðursuðu- verksmiðju HB á Akranesi. Svo fór ég síðar á sjó, var á togurum og síldar- bát og svo var ég í saltfisk og skreið, á flökunarvél í frystihúsinu, í smíða- vinnu, steypuvinnu, málningarvinnu og alls kyns verkamannavinnu. Vinna var eitthvað sem mér fannst nauðsynlegur fylgifiskur til- verunnar og tilgangurinn sá eini að ná sér í peninga. Í dag upplifi ég það alls ekki þannig. Ég hlakka næstum alltaf til að byrja nýjan dag og mæta í vinnuna og ég er ótrúlega þakklát- ur fyrir að fá að starfa við að hlusta á tónlist, spila tónlist og tala í útvarp, það verður ekki mikið betra held ég,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi notað peningana sem hann fékk fyrir blaðburð og aðra vinnu til að kaupa það sem hann langaði í og vantaði. „Mig vantaði alltaf peninga til að kaupa mér skrið- dreka og flugvélamódel, rúm og hjól, plötur og allt mögulegt.“ Hann segist bera mikla virðingu fyrir öllu því fólki sem vinnur jafn- vel alla ævi vinnu sem gefur því ekk- ert annað en lifibrauðið þurrt. „Það getur ekki verið gott og fer örugg- lega illa með fólk, eldir það og slítur því út. En sem betur fer eru ekki all- ir á sömu blaðsíðu og ég. Sumum finnst gaman að vinna í fiski eða í byggingarvinnu. Ég held líka að ég myndi horfa öðrum augum á þetta í dag. Í dag leiðist mér ekki margt og mér finnst gríðarlega gaman að smíða og mála til dæmis.“ Mætti aldrei í leikfimi Óli Palli var 18 ára þegar hann flutti með annan fótinn frá Akranesi til að stunda rafeindavirkjunarnám í Iðn- skólanum í Reykjavík. „Þá voru engin Hvalfjarðargöng, ég fékk að búa hjá bróður pabba míns og fjölskyldu hans í Hafnarfirði og fór svo heim með Akraborginni allar helgar enda átti ég kærustu og vini á Skaganum. Ég þurfti svo að taka eina auka önn í Fjölbraut á Akranesi vegna þess að ég hafði aldrei mætt í leikfimi öll fjögur árin í framhaldsskóla og vant- aði fullt af einingum til að geta út- skrifast. Mér fannst það bara móðg- un við mig, fullorðinn manninn, að vera skikkaður í boltaleiki og líkams- rækt þegar ég var sjálfviljugur í námi sem hafði ekkert með íþróttir að gera. Þetta var einhver uppreisn og ótrú- lega heimskulegt, eins og svo margt sem ég praktíseraði á þessum tíma.“ Plataði kærustuna heim Eiginkona Óla Palla heitir Stella María Sigurðardóttir. Óli Palli seg- ist hafa orðið fyrst skotinn í henni þegar hann var aðeins tólf ára og hún ellefu. „En við vorum aðeins eldri þegar við fórum að vera saman, fimmtán til sextán ára. Það gekk á ýmsu fyrstu árin. Þetta var langt frá því að vera fullkomið.“ Þegar hann var 23 ára eignuð- ust þau sitt fyrsta barn. „Ég var ör- ugglega ekki tilbúinn til að verða pabbi og engin slík plön í gangi. Það hafði slitnað upp úr sambandi okk- ar um það leyti sem ég kláraði skól- ann og hún fór til Danmerkur að vinna. Ég fór út að heimsækja hana að nokkrum mánuðum liðnum og tók hana síðan með mér heim,“ seg- ir hann og brosir að minningunni. „Ég plataði hana heim, til mín aft- ur. Við fórum að búa á Frakkastígn- um í Reykjavík í pínulítilli íbúð og einn daginn eftir nokkurra mánaða sambúð sagði hún mér, þegar ég kom heim úr vinnunni, að hún væri ófrísk. Ég fékk nett sjokk, sem stóð í svona þrjár mínútur. Svo sagði ég bara „ókei, þá er það bara þannig en við verðum að finna okkur annað og betra húsnæði“. Ég hef alltaf verið þannig, tek bara hlutunum eins og þeir eru. Fæ kannski áfall í nokkrar mínútur en geng svo í málin. Við keyptum okkur litla íbúð og lífsbaráttan byrjaði fyrir alvöru. Þá sá maður að allt hitt, fyrra lífið hafði verið hálfgert djók,“ segir hann og bætir við að þau hafi engan veginn kunnað á lífið. „Þarna fórum við úr því að vera blönk yfir í að vera ógeðs- lega blönk og eiga varla fyrir mat, bensíni á bíltíkina sem við áttum eða bíóferð. Þetta var erfitt og ég held að slíkt verði til þess að oft slitnar upp úr annars ágætis samböndum. Að mínu mati þurfa foreldrar að undirbúa unglingana og unga fólk vel fyrir lífið. Þegar við vorum krakk- ar var engin lífsleikni kennd í skól- um eins og gert er í dag. Við lærðum aldrei að fara með peninga eða neitt slíkt og vorum engan veginn undir- búin fyrir að þurfa að borga sjálf fyrir cheerios-ið og rafmagnið.“ Betri pabbi í dag Dóttir þeirra, Tinna María, er tvítug í dag og tveimur árum eftir að hún fæddist bættist Ólafur Alexander í hópinn. Þetta eru ótrúlegir krakk- ar, alveg til fyrirmyndar og mikl- ir föðurbetrungar. Tinna mín var að klára MR í vor og Óli er á þriðja ári í Versló,“ segir Óli Palli stoltur og bæt- ir við að þau Stella María eigi einn þriggja ára að auki. „Við eigum eitt- hvað erfitt með að plana svona stór mál en hann Sturlaugur Hrafn bara kom, eins og þau hin. Sem betur fer.“ Hann viðurkennir að vera mun betur í stakk búinn fyrir for- eldrahlutverkið í dag en þegar eldri börnin komu í heiminn. „Núna finnst mér þetta allt miklu skemmti- legra og fyndnara á allan hátt og hef meiri þolinmæði. Ef Sturri er pínu- lítið óþekkur finnst mér það bara skemmtilegt. Ég var svo alvarlegur í þessu þegar ég var yngri og kunni illa að díla við börn. Ég var of stífur og fannst konan mín of lin. Nú hef ég lært af reynslunni. Hún hafði rétt fyrir sér en hún hefur haft meira með öll börnin okkar að gera heldur en ég. Hún er líka alveg pottþétt í þessu hlutverki og ég efast um að það sé hægt að ímynda sér betri mömmu. Börnin mín eru af- skaplega vel heppnuð og ég get ekki eignað mér það. Nema að litlu leyti.“ Alls kyns útskýringar Hann viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því að börnin hans myndu stama. „En þau sluppu. Við vitum það reyndar ekki fyrir víst með litla guttann, það er svolítið misjafnt hvenær þetta gerir vart við sig. Gamall frændi minn sagði mér um daginn að þetta hefði byrjað hjá mér þegar ég var svona þriggja, fjögurra ára í kjölfar einhvers and- legs áfalls sem ég hafði fengið. Ég veit ekki hvort það er eitthvað til í því en það má vel vera. Ég hef heyrt alls kyns útskýringar á þessu síðan ég var strákur. Sum- ir vildu meina í gamla daga að það mætti aldrei kitla börn eða skamma þau vegna þess að þá gætu þau byrj- að að stama. Aðrir vilja svo meina að þetta sé ættgengt en hvað veit mað- ur? Ég er allavega afskaplega þakk- látur fyrir að þau séu laus við þetta. Auðvitað er margt verra sem fólk þarf að díla við og þetta ekkert annað en hjóm við hliðina á því en ég veit hversu mikil áhrif þetta hefur haft á mig og minn karakter. Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því.“ Alltaf jafn skotinn Óli Palli fann ákveðið jafnvægi og ró í fjölskyldulífinu og er mun ánægðari með lífið í dag en áður fyrr. „Við Stella María erum mjög ólík en ég er alltaf jafn skotinn í henni. Auðvit- að gengur sambandið upp og niður. Lífið er ekki alltaf jafn skemmtilegt. Stundum er það erfitt og stundum er alveg æðislega gaman. Skin og skúr- ir eins og hjá öllum. Við byggjum okkar tilveru saman og reynum að ganga í takt. Svo er þetta ákveðin ákvörðun líka sem maður tekur, ég held ég sé búinn að fatta það. Maður ákveður að vera hamingjusamur. Það er lítið mál að fara að hugsa sig út í busk- ann, hvað allt væri skemmtilegra einhvers staðar annars staðar, að vera einhver annar og með einhverj- um öðrum. Maður verður bara að hlúa að því sem maður hefur og því sem maður tekur sér fyrir hendur. Losnar Ldrei við stamið Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður segir stamið hafa haft mikil áhrif á líf sitt og karakter. Óli Palli ræð- ir um reiðina í æsku, stamið, starfið, fjölskylduna og ástina sem hann fann þegar hann var aðeins tólf ára. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Það er lítið mál að fara að hugsa sig út í buskann, hvað allt væri skemmtilegra einhvers staðar annars staðar, að vera einhver annar og með einhverjum öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.