Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 37
Lífið hefur kennt mér að maður verður að vanda sig. Ef maður vand- ar sig nógu mikið nær maður ár- angri. Ef hugur og hönd eru svolítið í takt.“ Er sjálfur gallagripur Hann viðurkennir að geta enn átt í vandræðum með skapið og furðar sig jafnvel á því hvernig eiginkon- an hafi umborið sig í öll þessi ár. „Já Jesús minn, ég er stundum hissa á því en svo þolir hún mig ekkert alltaf,“ segir hann og brosir og bæt- ir svo við: „Ég hef bara aldrei próf- að að vera einhver annar en ég er. Ég hef alltaf haft mikla samúð með gallagripum, líklega vegna þess að ég er einn af þeim. Mér hefur alltaf fundist það. Eitt af því sem Andrea, vinkona mín, Jónsdóttir kenndi mér er um- burðarlyndi gagnvart fólki, alls kon- ar fólki. Það er svo erfitt að setja sig í annarra manna spor og því ósann- gjarnt að dæma og benda hingað og þangað. Andrea tók mig und- ir sinn verndarvæng þegar ég byrj- aði að vinna á RÚV 21 árs að aldri og hjálpaði mér mikið. Hún er mikil fyrirmynd og ég þekki fáa sem eiga jafn marga og ólíka vini og hún.“ Óli Palli var einn af þeim sem stofnaði félagið Málbjörg, félag um stam, fyrir 25 árum. „Aðalhvatamað- ur félagsins var André Bachman, gleðigjafi og strætóbílstjóri. Ég var með þegar félagið var stofnað en hef verið afskaplega óvirkur síðan. Ég hef samt lengi verið að hugsa hvort ég ætti ekki að reyna að gera eitt- hvað til að hjálpa fólki sem stam- ar og sérstaklega krökkum. Ég man hvernig það var að vera stamandi krakki. Kannski er bara trikkið að leyfa krökkum að prófa að gera út- varpsþætti, sem þau geta svo bara hlustað á fyrir sig, það var líklega það sem hjálpaði mér mest.“ Hættir aldrei að stama Hann segist lenda í því að krakkar sem hann hafi verið með í skóla í æsku spyrji hann hvenær hann hafi hætt að stama. „Þá segist ég aldrei hafa hætt. Þetta fylgir mér alla daga en einhvern veginn hef ég komist í kringum þetta. Ég er viss um að vinn- an í útvarpinu hefur hjálpað mér al- veg ótrúlega mikið. Í dag er ekk- ert tiltökumál að blaðra í þrjá tíma á dag. Hins vegar, þegar þættinum lýkur, og ég þarf að ræða við fólk á öðrum forsendum, get ég átt erfitt með að koma orðunum rétt frá mér. Sérstaklega ef ég er stressaður. Þetta er svo skrítið. Stundum finn ég lítið fyrir þessu en svo koma aðrir dagar sem eru verri. Og þetta er ekkert sem bara fer. Þetta er eins og maður með skalla sem setur á sig hárkollu. Hann er samt ennþá sköllóttur, en felur skallann.“ Sem barn, unglingur og ungur maður hafði ég mjög talmarkaðan metnað eða sjálfstraust til eins eða neins og átti ekki von á að það yrði neitt sérstakt úr mér. Ég hafði ekki miklar væntingar til lífsins og bjóst ekki við að ég myndi gera merkilega hluti, allavega ekki neitt sem eftir yrði tekið.“ Óli Palli vill opna umræðuna um stam en segist gera sér grein fyrir að vissulega sé margt verra í heiminum en að stama. „Auðvit- að er fjölmargt fólk sem er alvar- lega fatlað en er að sigra heiminn á hverjum degi. Mér finnst ég hafa verið ótrúlega heppinn. Einhvern veginn varð ég útvarpsmaður, hef fengið að starfa við það rúmlega hálft lífið og fyrir það er ég gríðar- lega þakklátur. n Viðtal 37Jólablað 21.–27. desember 2012 Losnar aLdrei við stamið „Ég hugsaði með hryllingi til þess hvernig lífið yrði þegar maður væri orðinn eldri ef þetta væri það besta Alltaf jafn skotin Óli Palli og Stella María voru aðeins 15 og 16 ára þegar þau fóru að vera saman. Græjukarl Óli Palli stefndi á að verða tæknimaður sem hann og varð. Örlögin gripu svo í taumana og settu hljóðnemann fyrir framan hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.