Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 44
ógeðslega gaman og svo er alveg ógeðslega leiðinlegt alveg ógeðslega lengi. Lygarnar verða svo massívar. Þetta verður svo rosalega tvöfalt og skrýtið líf og á meðan er sálin í manni einhvern veginn öll að visna. Og það er ekkert smá mikið maus að horfast í augu við það að allt sé í maski. Og reyna síðan að tjasla sér saman upp á nýtt þegar maður er orðinn edrú. Það er rosalega erfitt.“ Að rjúfa mynstrið Henni finnst stundum eins og verið sé að halda glansheimi að okkur sem síðar reynist algjör blekking. „Ég hef alveg frá því ég var lítil ímynd- að mér að ég væri alltaf að missa af einhverju geðveiku partí. Það átti bara alltaf að vera rosalega gaman hjá mér, sem er náttúrulega fáránleg krafa. Mér finnst eins og lærdómur- inn sem ég hef dregið sé sá að lífið eigi ekki að vera auðvelt. Það á ekki að vera létt og gaman.“ Kristín bend- ir á að ein leiðin til þess að sætta sig við lífið eins og það er sé að vera heiðarlegur við sjálfan sig og aðra. „Sumir eru það en aðrir eiga erfiðara með það og Jenna er þannig. Hún á rosalega erfitt með að horfast í augu við sjálfa sig.“ Kristín segir alkóhólisma einmitt vera niðurlægingu á niðurlægingu ofan. „Þetta er alveg endalaus niður- læging. Að hafa ekki þá sjálfsstjórn sem maður reiknar með að mað- ur hafi. Og að vita ekki að maður er veikur. Og skilja ekki hversvegna maður gerir þetta þvert á það sem maður ætlar sér. Það er náttúrulega stöðug niðurlæging og rosalega hörð að ætla sér að feisa.“ Píndur í dítox Kristín tekur þó fram að það sé vel hægt. „Fólk getur alveg upp- rætt mynstur. Þessi sjúkdómur hef- ur gengið lið eftir lið eftir lið í heilu fjölskyldunum þangað til einhver rauf keðjuna kenndi börnunum sín- um eitthvað annað. Það var tekin ný vitneskja inn í DNA-ið. Það er sama hvert fjölskyldumynstrið er, það er alltaf hægt að rjúfa þessa keðju, og ef að það er hægt í fjölskyldu, þá er það líka hægt í samfélagi.“ Kristín segir vel hægt að líkja ís- lensku samfélagi við alkóhólista. Hrunið hafi verið niðurlægingar- tímabil fyrir alla. „Alkóhólist- inn Ísland var píndur í dítox en strauk á sloppnum og húkkaði sér far í bæinn á meðan hann hróp- aði: Djamm í kvöld!“ Segir Krist- ín og hlær en bætir við: „Allt sem gerðist á landinu var löglegt en siðlaust. Allir voru að stela. Allir voru að ræna. Allir voru að hegða sér eins og glæpamenn. En enginn tekur lexíuna. Ábyrga liðið vill sitt fix. Menn segja bara; Heyrðu mig langar í flatskjá, ég vil annan jeppa, hvenær förum við að græða aftur? Hvenær koma peningarnir aftur? Hvenær get ég byrjað aftur? Vegna þess að þetta hér er svo fokkíngs leiðinlegt.“ Hrunið rosalega niðurlægjandi Ég spyr hana út í eftirhruns árin og hvort áherslan hafi kannski ver- ið á ímyndarsköpun landsins miklu frekar en að tekist hafi verið á við það samfélagsmynstur sem olli hrun- inu? Eins og meik á andlit alkans daginn eftir fylleríið? „Já, algjörlega, það er sama gamla lygin sem er ríkj- andi, þetta er algjört skítamix, bara plastdúkur sem settur var á morkn- að gólf. Þannig upplifi ég þetta. Mér finnst mikilvægt að við horfumst í augu við að þetta var niðurlægjandi. Og niðurlægingin kemur ekkert bara vegna þess að einhver var vondur. Við niðurlægðum okkur sjálf og besta svarið við niðurlægingu er auðmýkt. Það er ekki það að loka fyrir eyrun og þykjast ekki heyra háðsglósurnar.“ Kristín lagði stund á listnám í Kanada þegar hrunið varð hér á landi og upplifði það þess vegna á ólíkan hátt en margir þeir sem voru í hring- iðunni hér heima. „Mér fannst þetta rosalega niðurlægjandi. Mér leið eins og FÁVITA. Það voru sagðir ógeðslegir brandarar allt í kring um mig. Og maður verður einhvern veginn að horfa á þessa brandara. Það þýðir ekki að afneita þessu — við gerðum okkur að fíflum sem samfélag.“ Meðvirki makinn Í Hvítfeld er líka fjallað um meðvirkni sem oftar en ekki er fylgifiskur alkó- hólisma. Kristínu finnst einnig mjög auðvelt að finna meðvirkni-mynstur í þjóðarsálinni. „Það er kóað enda- laust með stjórnmálamönnum og auðkýfingum og við gleymum því hver bar ábyrgð. Við leyfum fólkinu að heilaþvo okkur og erum síðan til- búin að endurtaka mistökin. Það má segja að þjóðin sé eins og meðvirkur maki sem er að fara að taka aftur við fyllibyttunni. Og það án þess að fylli- byttan hafi breytt einu einasta atriði í sínu fari.“ Kristín tekur fram að hún vilji ekki sjúkdómsvæða allt en þetta sé tungumál sem henni sé tamt. „Það má örugglega greina þetta með ein- hverjum allt öðrum hugtökum en mér finnst þessi hugtök ná því ágæt- lega.“ Hún tekur fram að afneitun geti verið svo sterk að fólk sjái ekki það sem er fyrir framan það, og heyri ekki það sem verið sé að segja. „Afneitun virkar þannig. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því að heilinn í okkur er ekki áreið- anlegur. Það er svo auðvelt að telja okkur trú um eitthvað sem er ekki rétt. Það þurfa allir að hugsa þetta svolítið fyrir sig. Hvað vill maður? Vill maður þessi gildi eða einhver allt önnur?“ Koddu Kristínu finnst eins og við höfum glatað of mörgum tækifærum til þess að eiga í alvöru samræðu sem sam- félag í kjölfar hrunsins. Hún nefn- ir myndlistarsýninguna Koddu í því samhengi en stjórn Nýlistasafnsins tók verkið „Fallegasta bók í heimi“ af sýningunni í kjölfar kvörtunar og lokaði svo safninu í tiltekinn tíma. „Ég held að þetta endurspegli ein- hvern gífurlegan ótta sem er í sam- félaginu,“ sagði einn sýningarstjór- anna, Ásmundur Ásmundsson, í samtali við DV í apríl 2011. „Þetta er svo gott dæmi um það hvernig við missum af tækifærum til þess að gera upp. Það varð þessi rosalega mikla reiði en það varð aldrei nein umræða um forsend- ur sýningarinnar og síðan forsend- ur viðbragðanna. Þú veist, af hverju eru allir svona rosalega reiðir? Og af hverju er þessi sýning eins og hún er raunverulega?“ Eins og svo oft áður hafi allt farið að snúast um persónur og sökudólga í staðinn fyrri að tæki- færið væri nýtt til samræðu. Ópið leikfangabrúðan „Þarna voru listamennirnir að reyna að segja eitthvað um það sem gerð- ist hérna. Og það átti eflaust bara að ýta undir umræðu eða uppgjör eða eitthvað. Það er ekki hægt að yfirfæra hrunið á listamenn og þessi sýning var ekkert að reyna að gera það. Hún var að reyna að benda á einhvern tón sem var sleginn hérna. Og það fór allt í háaloft en á alveg gjörsamlega röngum forsendum eins og allt ein- hvern veginn. Það fer allt í einhverja heift og fýlu og persónuárásir og svo er það bara búið og svo ræðum við það ekki framar.“ Verkið sem tekið var af sýning- unni var unnið úr bókinni Flora Is- landica en hún var meðal annars útötuð í matarleifum. „Það er svo langt síðan Duchamp málaði skeggið á Mónu Lísu að maður einhvern veg- inn hefði haldið að fólk yrði aðeins stilltara. Það fór allt að snúast um að þeir hafi vanvirt verkið hans sem mér fannst þeir ekki gera. Þeir breyttu því. Það er ein af ófáum ógnum þess að vera listamaður, að maður stjórnar ekki því sem maður setur frá sér út í heiminn. Munch bjóst ábyggilega ekki við að það yrði gerð svona dúkka eftir málverkinu sínu,“ segir Kristín og bendir á leikfangabrúðu af Ópinu sem situr í stól nálægt okkur, „en svo er það bara gert.“ Peningar stjórna öllu Ég spyr Kristínu út í goðsögnina sem var ráðandi á Íslandi á árunum fyrir hrun. Þegar forsetinn hélt ræður úti í heimi þar sem hann sagði ástæðuna fyrir velgengni „íslenskra útrásarvík- inga“ mega finna í fornu víkingaeðli landsmanna. Og hvort við séum enn- þá að byggja á þessum sama grunni? „Ef við ætlum að byggja okkar kúltúr á víkingasögum,“ segir Kristín og hækk- ar róminn; „Þá erum við í svo vondum málum. Ef okkar stoð sem samfélag á að vera heiðinn víkingagrunnur, þá erum við alveg fokkd.“ Hún segir íslenskt samfélag ef til vill eiga það sameiginlegt með Jennu Hvítfeld að búa við slakt siðferði. „Hún veður í villu og kannski þarf bara allt að brotna og hrynja aftur. Ég er ekki að segja að ég vilji það en maður spyr sig hvort við höfum verið að púsla rétt úr þessum brotum?“ Kristín segir að í kjölfar hrunsins hafi allir farið að tala um ímyndina. „Núna viljum við hafa ímynd af landi sem semur nýja stjórn- arskrá og er með alla þessa fundi og allar þessar kosningar en finnst okkur það endurspegla okkur? Finnst okkur það endurspegla gildin sem eru í há- vegum höfð á Íslandi?“ Hún segir að það sé stundum talað eins og eitthvað mikið hafi breyst frá því fyrir hrun þegar allt snérist um yfirborðskennd og nýja flatskjái. „Hefur ekki bara komið í ljós að peningarnir voru inni í kjarn- anum á okkur? Þetta var ekki bara yf- irborðið. Mér finnst ennþá að pen- ingar stjórni öllu. Það eru ennþá peningar sem stjórna öllum fyrir- tækjum, öllum rekstri, öllu á Íslandi. Það eru alltaf peningar. Það er ekki mannúð,“ segir Kristín, hugsar sig aðeins um og heldur áfram: „Og er það ekki eitthvað sem þyrfti að huga að? Þú veist, svona mannúð?“ n 44 Menning 21.–27. desember 2012 Jólablað Skáldar heiðarleg svör Rithöfundurinn og skáldkonan Kristín Eiríksdóttir segist grípa í tómt ef hún reynir að segja satt. Hún geti hinsvegar skáldað upp alveg fullkomlega heiðarleg svör. „Það eru ennþá peningar sem stjórna öllum fyrirtækjum, öllum rekstri, öllu á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.