Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Page 46
46 Lífsstíll 21.–27. desember 2012 Jólablað
Ugla
Egilsdóttir
Ugluvæl
Í
október var Meist-
aramánuður og
ég ákvað að taka
ekki þátt af því
að ég var einu
sinni sem oftar í
kjörþyngd. En þá
var mér sagt að þetta
snerist alls ekkert um megrun og
að kjörþyngd mín kæmi málinu
ekki við. Markmið mín í Meist-
aramánuði þyrftu ekki einu sinni
að tengjast heilsu og útliti óbeint.
Maður getur líka farið í andlega
megrun. Ég gæti til dæmis einsett
mér að lesa fleiri bækur eða heim-
sækja aldraða ættingja oftar.
S
nýst þessi Meistaramánuð-
ur þá um að hætta að vera
ömurleg týpa í einn mánuð?
Hvað ef maður er ekki öm-
urleg týpa? Og er ekki sjálfhverft
að lesa bækur og heimsækja gam-
alt fólk til þess að vera ánægðari
með sjálfan sig? Af því að það er
líka hægt að lesa bækur vegna
þess að þær eru spennandi og
heimsækja fólk vegna þess að
fólkið er skemmtilegt.
Þ
ú hlýtur að
geta fundið
eitthvað við
sjálfan þig
til að bæta,“ var
oft sagt við mig í
október. Það er auð-
vitað laukrétt. Maður getur alltaf
fundið eitthvað til þess að vera
óánægður með. Ég hefði haldið
að útlitskomplexar væru alveg
nóg og að það væri óþarfi að bæta
áhyggjum af persónuleikanum við
komplexalitrófið. Tilvist venju-
legs fólks er ekki almennt sjúk-
legt ástand sem þarfnast inngrips,
held ég.
G
etan til þess að gagnrýna og
bæta í samræmi við gagn-
rýnina er auðvitað gagnlegur
hæfileiki – án hennar væru
framfarir í heiminum tæplega
mögulegar. En það hlýtur að vera
hægt að finna merkilegri hluti til
þess að betrumbæta en eigin út-
lit og persónuleika. – Og ertu ekki
bara ágæt/ur nokkurn veginn eins
og þú ert?
Andleg
megrun
Fullur aF orku
eFtir hnetusteik
n Albert útbýr hnetusteik frá grunni og segir það alls ekki flókið
V
ið borðum hnetusteik,
eins og síðustu þrjú ár,“
segir Albert Eiríksson,
annar höfundur bókar-
innar Ljúfmeti úr lækn-
ingajurtum og matarbloggari á
alberteldar.com. Hann leggur
áherslu á hollan og góðan mat og
jólamaturinn er þar að sjálfsögðu
ekki undanskilinn. „Það er kom-
in hefð fyrir hnetusteikinni og við
höfum ýmist keypt hnetusteik eða
prófað að búa til sjálfir. Að þessu
sinni ætlum við að búa hana til
sjálfir,“ segir Albert en maðurinn
hans, Bergþór Pálsson, er honum
innan handar í eldhúsinu.
Albert segir það alls ekki eins
flókið og margir halda að útbúa
hnetusteik. Uppskriftin virki bara
flókin því það séu svo mörg at-
riði í henni. „Þetta er ekki svo flók-
ið þegar maður er byrjaður,“ segir
hann sannfærandi. „Svo er galdur-
inn að hafa góða sósu með og við
ætlum að hafa sveppasósu.“ Með-
lætið verður gratíneraðar kartöfl-
ur og rauðkál, kryddað með anís og
kanil, sem þeir sjóða niður sjálfir á
Þorláksmessu til að fá jólailminn í
húsið.
Í forrétt ætla þeir að hafa lax í
sneiðum með avókadómauki, rifn-
um osti og sítrónu og í eftirrétt
verður heimalagaður ís.
Dásamlegt að vera saman
í eldhúsinu
Albert segir aðalundirbúninginn fyrir
matinn fara fram á sjálfan aðfangadag.
Hann bendir þó á að gott sé að fara
vel yfir uppskriftirnar daginn áður svo
öll hráefnin séu örugglega til þegar
á hólminn er komið. „Ef maður hef-
ur nægan tíma og allt er til þá er þetta
bæði auðvelt og skemmtilegt. Það er
um að gera að njóta þess með Rás 1 í
botni og svona,“ segir Albert hlæjandi.
„Bara að vera saman í eldhúsinu er líka
dásamlegt,“ bætir hann við.
Þau verða sex saman á aðfanga-
dagskvöld sem öll leggja áherslu á
heilsusamlegan mat og hugsa um
hvað þau láta ofan í sig. „Við erum
svona meðvituð, skulum við segja. Það
er auðvitað mjög mikilvægt að fólk sé
meðvitað á öllum tímum og ekki síst á
jólunum.“
Ekki eðlilegt að þurfa
að leggja sig
Albert vill endilega benda þeim sem
borða þungt og saltað kjöt á jólun-
um að bæta grænmeti við á hátíðar-
borðið. Annaðhvort rótargrænmeti
sem bakað er í ofni eða grænt salat.
„Fólk ætti að draga aðeins úr kjöt-
og sykurátinu en borða meira græn-
meti, það væri draumastaðan. Við
fundum svo mikinn mun á því þegar
við fórum að borða hnetusteik á jól-
um að okkur leið miklu betur. Ég
hélt, alveg frá því að ég var barn, að
það væri eðlilegt ástand að leggja sig
í smástund uppi í sófa eftir jólasteik-
ina.“ Nú veit Albert hins vegar að
það er ekki eðlilegt, enda ástandið
allt annað í dag. „Eftir hnetusteik-
ina ég fullur af orku það sem eftir lif-
ir kvölds.“ En áður var það jólahefð
að borða hamborgarhrygg með öllu
tilheyrandi. „Það fer svo mikil orka í
það hjá líkamanum að taka við þessu
og maður verður svo þreyttur.“ n
Hnetusteik
n 1 laukur
n Chili
n 3–4 msk. góð olía
n 10–15 sveppir
n 350–400 gr malaðar hnetur
(u.þ.b. 50/50 heslihnetur og möndlur)
n Heilhveiti- eða súrdeigsbrauð u.þ.b.
100–150 gr eða meira (til að binda saman)
n 300 ml grænmetissoð, u.þ.b.
n 1 msk. óreganó
n Pipar nýmalaður
Steikið lauk og smá chili í olíu og takið frá.
Sneiðið sveppina og steikið í olíu og takið
frá. Setjið möndlur og heslihnetur í skál,
bætið lauknum og sveppunum út í, hrærið
saman. Þá er komið allt nema soðið og
brauðið. Því er bætt út í smám saman til
skiptis (rífið brauðið smátt út í). Kannski
þarf ekki allt brauðið eða soðið en steikin á
að vera svona svolítið eins og nokkuð þétt
brauðdeig (ekki hægt að hella). Smakkið
deigið til með pipar og þurrkuðu óreganó
(eða einhverju grænu), fer eftir kraftinum
sem er notaður hvort þarf meira salt.
Klæðið bökunarform með bökunarpappír,
leggið 2–3 basillauf á botninn, hellið
soppunni yfir og bakið í um 160°C heitum
ofni í klukkustund.
Svo er líka algjört aðalmál að hafa fyllingu
með. Allt mjög gróflega áætlað:
Fylling
n 1 gulur laukur
n Sellerístilkur
n Sveppir
n Kalkúnakrydd
n Olía til steikingar
n Heilhveitibrauð
n 1 bolli grænmetissoð
n 1 bolli ristaðar pekan- og valhnetur
n 1–2 græn epli, smátt skorin
Steikið þetta þrennt síðastnefnda í smá
olíu, en passið að það sjóði ekki. Steikja
þannig að grænmetið brúnist vel.
Látið grænmetissoðið í pott, rífið slatta
af heilhveitibrauði saman við og hrærið
vel saman, ekki of blautt, en samt aðeins
blautara en hnetusteikin. Bætið við
pekanhnetum, valhnetum og eplunum.
Hrærið saman.
Bakið í eldföstu móti (litlu) með loki
eða álpappír yfir í u.þ.b. 50 mínútur við
150–200°C. Álpappírinn er tekinn af
kannski síðustu 20 mínúturnar.
Það er um að gera að smakka til og bæta
við eða í eða sleppa einhverju.
Sósa
n Gulrætur
n Sellerí
n Laukur
n Hvítlaukur
n Olía
n (Villi)sveppir
n ¼–½ bolli kókosmjólk
n sérrítár
n 1 tsk. estragon
n 1 tsk. timjan
n Grænmetiskraftur
Steikið saman slatta af grænmeti (gul-
rætur, sellerí, lauk, hvítlauk) og steikið
villisveppi með, maukið þetta síðan í
blandara eða með töfrasprota og bætið
út í kókosmjólk og smá sérrítári. Bætið
estragon, timjan og grænmetiskrafti út í
þetta þar til það orðið fullkomið. Þykktin á
sósunni er tilkomin af steikta grænmetinu,
þannig að ef þið viljið hafa hana mátulega
þykka þá bara ákvarðast það af magni
kókosmjólkurinnar og því.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á
heimasíðu Alberts: alberteldar.com.
Gott að vera meðvitaður Albert ráðleggur fólki að vera meðvitað um hvað það setur
ofan í sig, líka á jólunum.
Hnetusteik
Albert segir alls
ekki flókið að út-
búa hnetusteik
frá grunni.
Streitulaus
jólahátíð
Hátíðin er tími ljóss og friðar en
árstíminn veldur þó einnig streitu
hjá mörgum. Til að draga úr streit-
unni er hægt að hafa nokkur atriði
í huga, sér í lagi þegar kemur að
samskiptum við maka og fjöl-
skyldu.
n Ekki búast við kraftaverkum. Ef
þú og fjölskylda þín rífist mikið
allan ársins hring þá eru allar líkur
á að þið haldið því áfram um jólin.
Þú getur verið nokkuð viss um að
það muni verða einhver spenna í
loftinu um jólin.
n Forðist umræðuefni sem koma
rifrildi af stað. Ef helsta þrætu-
efnið er til dæmis stjórnmál, ekki
ræða stjórnmál yfir hátíðarnar.
Ef einhver annar í fjölskyldunni
bryddar upp á efninu, beindu þá
umræðunni annað.