Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 47
Lífsstíll 47Jólablað 21.–27. desember 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Í
næstum ár hef
ég nær vikulega
gengið með hart
nær 100 manns
um fjöll og firnindi.
Þessi góði hópur hafði það mark
mið að ganga á 52 fjöll á árinu. Og
nafn hans er í samræmi við það, 52
fjalla klúbbur Ferðafélags Íslands.
Það er óhætt að segja að árið hafi
verið viðburðaríkt.
V
ið höfum geng
ið hálfnakin í
steikjandi stól
og blíðviðri. Og
við höfum staulast um
kappklædd með skíða
gleraugu í blindhríð. Reyndar var
það svo að fyrstu göngur ársins
voru þannig að maður sá ekki fram
an í nokkurn mann og sáralítið frá
sér. Það var ekki fyrr en í mars að
maður fór að kynnast samferðafólk
inu. Hver blindgangan af annarri
var farin á fjallstinda þar sem farar
stjórarnir héldu eins konar skyggni
lýsingar á því sem ekki sást. Þannig
var farið yfir fjallahringinn án þess
að maður væri miklu nær. Sam
hljómur var um að gönguklúbb
urinn ætti að heita Slagveðurs
klúbburinn. Það var nefnilega sama
hversu blítt veðrið var fyrir göngu.
Veðrið versnaði gjarnan þegar
hjörðin þrammaði af stað.
H
ápunktur ársins var gangan
á Hvannadalshnjúk. Siggi
stormur spáði sólskini og tak
markalausu skyggni hálfum
mánuði fyrir stóra daginn. Og eftir
því sem dagurinn nálgaðist herti á
blíðviðrisspánni. Nóttina sem lagt
var upp í gönguna blakti varla hár
á höfði. Þegar komið var í þúsund
metra hæð var sólin komin upp
í öllu sínu veldi. Reyndir farar
stjórar höfðu á orði að þeir hefðu
ekki í annan tíma séð annað eins
skyggni. Það bókstaflega sást allt.
En svo kom stormur. Slagveðurs
klúbburinn var samur við sig. Við
vorum líklega komin í 1.500 metra
hæð þegar gerði kafaldsbyl með
hörkufrosti. Hópurinn átti í mestu
erfiðleikum með að brjótast að há
tindinum. Og sumir týndust. Á end
anum varð að snúa við þegar aðeins
var eftir 200 metra hækkun. Seinna
fréttum við af öðrum og óskyld
um hópi sem var í lífsháska efst á
Hnjúknum. Og þegar niður kom var
okkur sagt að óveðursbakkinn hefði
haldið sig eingöngu yfir Hvanna
dalshnjúk. Annars staðar á landinu
var blíðuveður.
Þ
egar gengið
var á Kerhóla
kamb Esjunn
ar kom í ljós
að stórviðri var í 800
metra hæð en sól og blíða neðra.
Tveir fótbrotnuðu í ferðinni. Næsta
stóróhapp sem mætti okkur var á
Vatnshlíðarhorni þegar á hópnum
skall skyndilega hvassviðri. Nokk
ur úr hópnum köstuðust tugi metra
niður hjarnið. Tveir göngugarpar
meiddust en sluppu samt ótrúlega
vel frá aðstæðum sem voru hrika
legar. Þetta fjall er eitt það lægsta á
dagskránni og engin leið að sjá fyrir
það sem gerðist.
N
ú er að baki 51 fjall. Á gaml
ársdag mun hópurinn ganga
á Öskjuhlíð og síðan útskrif
ast. Að baki er ár sem hlaðið
er ævintýrum og svaðilförum sem
ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilj
að missa af. Hver ferðin var annarri
betri. Blindgöngurnar eru ekki síð
ur minnisstæðar en hinar. Nú hefst
nýtt ár með enn stærri áskorunum.
Framundan er Hvannadalshnjúkur
og síðan Mont Blanc.
Svo kom
stormur
É
g ætla að borða hreindýr og
ætla að nota uppskriftina sem
er í bókinni minni Hollt og
hátíðlegt,“ segir Guðrún Jó
hannsdóttir, höfundur bókar
innar sem kom út nú fyrir jólin. Að
spurð telur hún það á allra færi að
töfra fram dýrindishreindýrasteik.
„Lykilatriðið í sambandi við hrein
dýrakjötið, eins og annað kjöt, er
að leyfa því að jafna sig í einhverja
daga í ísskáp áður en maður eld
ar það. Þá tekur það sig og meyrn
ar betur.“
Guðrúnu segir í raun lítið mál að
matreiða sjálft kjötið en henni þykir
sjálfri gaman að nostra vel við sós
una og gefa sér góðan tíma í að út
búa hana.
Áður var hefð hjá Guðrúnu og
fjölskyldu hennar að hafa rjúpur í
matinn á aðfangadagskvöld en eftir
að framboð minnkaði af rjúpu hef
ur hreindýr eða lambakjöt orðið
fyrir valinu. Hún segir villibráðina
þó vera í miklu uppáhaldi.
Gott að gera hlutina í tíma
Í forrétt ætlar Guðrún að hafa
humarrétt, líkt og undanfarin ár.
Hefðin er ekki eins ríkjandi þegar
kemur að eftirréttinum, en hann
er breytilegur frá ári til árs. „Mér
finnst gott að fá eitthvað frískandi
þegar maður er búinn að belgja
sig út af kjöti og humar,“ segir Guð
rún sem vill endilega gefa lesend
um einstaklega frískandi og ein
falda uppskrift af ambrósíu. „Þetta
er hálfgert ávaxtasalat, rosalega
frískandi og létt og dásamlega gott.“
Hún segir það skipta svo miklu máli
á jólunum að standa ekki endilega
ráðþrota yfir flóknum uppskrift
um, enda séu þær einföldu oft al
veg jafn góðar, sérstaklega ef hrá
efnið er gott.
„Svo er gott að vera búinn að gera
hlutina svolítið áður svo maður geti
notið þess um jólin að hvíla sig, slaka
á og skemmta sér.“ n
n Gott að fá léttan eftirrétt eftir allt kjötátið
n 800 gr hreindýrakjöt, skorið
í fjórar 200 gr steikur
n 2 stilkar rabarbari
n ½ fennikka
n 1 msk. púðursykur
Sósa
n 300 gr sveppir
n Smjör til steikingar
n 4 skalotlaukar
n 1 dl rauðvín
n 700 ml grænmetissoð úr lífrænum
krafti
n 1 msk. villibráðarkraftur
n 1 dl rjómi
n 1 msk. gráðaostur
n 1 msk. berjasulta
Aðferð
Sneiðið sveppina og brúnið í smjöri á
pönnu, setjið þá síðan í sósupott. Bætið
smjöri á pönnuna, skerið skalotlaukinn
gróft og mýkið á pönnunni, bætið honum
í sósupottinn. Hellið rauðvíni á pönnuna,
hleypið upp suðu, skafið pönnuna og
hellið öllu í sósupottinn. Látið suðuna
koma upp, lækkið hitann og látið sveppi
og lauk krauma í rauðvíninu. Hellið
grænmetissoðinu út í ásamt kraftinum.
Lækkið hitann og látið sósuna malla á
vægum hita í 1–2 klukkustundir. Ef sósan
sýður of mikið niður búið þá til meira soð
og hellið út í.
Skerið rabarbara og fennikku í strimla
og steikið í smjöri. Setjið þá púðursykur
á pönnuna og brúnið grænmetið. Setjið
til hliðar.
Saltið og piprið steikurnar og steikið á vel
heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið, látið
þær á fat og bakið við 180°C í 5–7 mínútur.
Hellið rjómanum á pönnuna og skafið
hana. Hellið svo rjómanum út í sósupott-
inn. Látið malla og setjið gráðaost og
sultu út í. Saltið og piprið.
Skreytið steikurnar með brúnaðri fennikku
og rabarbara og berið fram með sósunni.
Hreindýrasteikur með sveppasósu, brúnuðum rabarbara og fennikku
Hollt og hátíðlegt Guðrún,
höfundur bókarinnar Hollt og hátíð-
legt, ætlar að hafa dýrindis hreindýr
á boðstólum á aðfangadagskvöld.
Ambrósía
n 1 ferskur ananas
n 4 appelsínur
n 150 gr kókosflögur
n 2 msk. fljótandi akasíuhunang
Afhýðið ávextina og skerið í bita.
Setjið í skál og blandið hunanginu og
kókosflögunum saman við.
Berið fram með þeyttum rjóma.
Einföldu uppskriftirnar
geta verið jafn góðar