Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 52
52 Afþreying 21.–27. desember 2012 Jólablað
Ástleitið par í bíói
É
g er staddur í Íran árið
1979, nánar tiltekið
bandaríska sendiráð-
inu þar sem íranskir
uppreisnarmenn réð-
ust inn og tóku fólk í gíslingu.
Líf þeirra sem ég fylgist með
hangir á bláþræði og kaldur
sviti rennur á milli skinns og
hörunds á meðan ég fylgist
með örlögum þeirra. „Hvað
segir þú, á ég að ná í meira
popp eða eigum við bara
að gera það í hléi,“ heyri ég
sagt hátt á snjallt á ylhýrri ís-
lensku í Íran. Skyndilega er
mér kippt í gegnum orma-
göng þar sem ég ferðast um
tíma og rúm. Nánar tiltekið
til nóvember árið 2012 inn
í sal 4 í kvikmyndahúsinu í
Egilshöll þar sem ég horfði
á hina frábæru kvikmynd
Argo. Þetta er eitthvað sem
gerist of oft, það er að segja
þegar einhverjir vitleysingar
ákveða að það sé enginn
annar í kringum þá og það
sé bara allt í lagi að tala
meðan á kvikmyndasýning-
um stendur.
Þessu fólki er eflaust
drullusama um allt annað
í kringum sig og heldur
örugglega að allir hafi ótrú-
legan áhuga á að heyra
hvað það hefur að segja.
„Það heyrir pottþétt enginn
í manni.“ Þetta er rangt
ágæti talandi kvikmynda-
húsagestur. Þetta er ein sú
mesta ósvífni sem ég get
hugsað mér, þegar fólk talar
í bíó. Hvað gengur því til?
Mér var skapi næst að biðja
þetta ágæta par, sem var
afar ástleitið, eflaust nýbúið
að kynnast (til hamingju
með það og megi hamingj-
an umlykja ykkur að eilífu),
að endurgreiða mér miðann
því ég missti nánast af fyrstu
tuttugu mínútum af Argo á
meðan þau voru að kynnast
hvort öðru. Þetta réttlætir
bara því miður ekki það að
þið getið samkjaftað ykkar
á milli þegar þið eruð í bíói
með fjölda fólks sem flest
allt hegðar sér vel. Þið getið
farið á kaffihús eða á ísrúnt
ef þið þurfið að spjalla.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 21. desember
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Dr. Evil
Bragi Íslandsmeistari
Bragi Þorfinnsson er sannar-
lega vel að því kominn að vera
Íslandsmeistari í hraðskák
2012, en hann varð efstur á
Friðriksmótinu í Landsbank-
anum, ásamt Hjörvari Steini
Grétarssyni og Jóni Viktori
Gunnarssyni. Bragi sigraði 4
stórmeistara af 5 sem hann
mætti: Jóhann Hjartarson,
Stefán Kristjánsson, Henrik
Danielsen og Hannes H. Stef-
ánsson. Hjörvar Steinn tefldi
við 4 stórmeistara og hlaut
3 vinninga gegn þeim. Hann
sigraði Þröst Þórhallsson og
Stefán Kristjánsson, en gerði
jafntefli við Hannes Hlífar og
Jóhann. Jón Viktor mætti 3 stórmeisturum og hlaut 2 vinninga. Hann
sigraði Helga Áss og Jón L. Árnason, en tapaði fyrir Jóhanni Hjartarsyni.
Árangur Braga á mótinu jafngildir 2.538 stigum, Hjörvar tefldi upp á
2.505 og Jón Viktor 2.422. Áhugavert er að skoða „stórmeistarakeppn-
ina“ innan mótsins en hvorki fleiri né færri en 8 stórmeistarar voru
mættir til leiks, og heyrir til tíðinda að enginn þeirra náði einu af efstu
sætunum þremur. Stefán Kristjánsson sigraði í stórmeistarakeppninni,
hlaut 3,5 vinning af 5. Hann sigraði Helga Ólafsson, Jón L. og Hannes
Hlífar, gerði jafntefli við Henrik Danielsen en tapaði fyrir Jóhanni. Stef-
án tapaði auk þess fyrir Braga og og Hjörvari.
Gaman er að sjá Braga verða Íslandsmeistara en þrátt fyrir gott
gengi árið 2012 hefur hann ekki haft heppnina með sér á ögurstundum
og skemmst að minnast þess þegar hann tapaði einvígi um Íslands-
meistaratitilinn gegn Þresti Þórhallssyni eftir að hafa staðið vel að vígi.
Stjarna mótsins var hinn 14 ára gamli Oliver Aron sem lagði marga
meistara að velli og þar á meðal stórmeistarann Helga Áss. Hann sigr-
aði líka FIDE-meistarana Róbert Lagerman, Guðmund Gíslason og
Tómas Björnsson. Árangur Olivers Arons jafngildir 2.342 skákstigum!
Sannarlega glæsilegur árangur hjá drengnum.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
08.00 Morgunstundin okkar
08.01 Gurra grís (1:10)
08.05 Sæfarar (29:37)
08.16 Herramenn (11:19)
08.27 Tóti og Patti (3:11)
08.38 Sögustund með mömmu
Marsibil (9:17)
08.49 Spurt og sprellað (19:26)
08.54 Fæturnir á Fanneyju (13:21)
09.06 Millý, Mollý (0:8)
09.19 Með afa í vasanum (29:36)
09.31 Kafteinn Karl (1:8)
09.43 Hin mikla Bé! (2:9)
10.06 Grettir (1:9)
10.20 Hanna Montana: Bíómyndin
12.00 Maður og jörð – Fjöllin - Líf í
þunnu lofti (5:8)
12.50 Maður og jörð - Á tökustað
(5:8)
13.05 Kexvexmiðjan (5:6)
13.35 Njósnari (5:6)
14.00 Wallis og Játvarður (Wallis
& Edward) Árið 1936 afsalaði
Játvarður VIII sér konungstign
á Englandi til þess að geta gifst
Wallis Simpson, tvífráskilinni
bandarískri konu og þótti það
mikið hneyksli. Í myndinni er
sagt frá upphafi sambands
þeirra. Leikstjóri er Dave Moore
og meðal leikenda eru Joely
Richardson og David Westhead.
Bresk bíómynd frá 2005. e.
15.40 Ástareldur
16.30 Ástareldur
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Jóladagatalið
17.31 Hvar er Völundur? Höfundur er
Þorvaldur Þorsteinsson, leik-
arar Jóhann Sigurðarson, Felix
Bergsson og Gunnar Helgason
og Felix og Gunnar eru jafnframt
leikstjórar. Dagskrárgerð: Ragn-
heiður Thorsteinsson. e.
17.37 Jól í Snædal (Jul i Svingen) Norsk
þáttaröð um Hlyn og vini hans
og spennandi og skemmtileg
ævintýri sem þeir lenda í. Textað
á síðu 888 í Textavarpi. e.
18.02 Turnverðirnir (8:10)
18.15 Hrúturinn Hreinn
18.25 Í fyrsta sæti er ... - Söng-
keppni framhaldsskólanna
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Á tali við Hemma Gunn
20.30 Útsvar (Fjarðabyggð -
Garðabær) Spurningakeppni
sveitarfélaga. Að þessu sinni
mætast lið Fjarðabyggðar og
Garðabæjar. Umsjónarmenn eru
Sigmar Guðmundsson og Brynja
Þorgeirsdóttir.
21.40 Þór
23.35 Dráparinn – Vélræði dauðans
(5:6) (Den som dræber:
Dødens kabale) Dönsk mynd
um æsispennandi leit dönsku
lögreglunnar að morðingja.
Meðal leikenda eru Laura Sofia
Bach, Jakob Cedergren og Lars
Mikkelsen. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi barna.
01.05 Hvítar gellur 5,0 (White
Chicks) Tveir FBI-menn sem
hafa fallið í ónáð yfirmanns síns
fara í dulargervi til að reyna að
koma í veg fyrir að Wilson-systr-
um, frægum hótelerfingjum,
verði rænt. Leikstjóri er Kennen
Ivory Wayans og meðal leikenda
eru Marlon Wayans, Shawn
Wayans og Busy Philipps.
Bandarísk bíómynd frá 2004. e.
02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm in the Middle (17:22)
08:30 Ellen (66:170)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (49:175)
10:15 Til Death (5:18)
10:40 Two and a Half Men (2:16)
11:05 Masterchef USA (8:20)
11:50 The Kennedys (2:8)
12:35 Nágrannar
13:00 Jólaréttir Rikku
13:40 Nothing Like the Holidays
15:25 Waybuloo
15:45 Tasmanía
16:10 Ævintýri Tinna
16:35 Bold and the Beautiful
17:00 Nágrannar
17:25 Ellen (67:170)
18:10 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu
(21:24)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í
opinni dagskrá.
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:21 Veður
19:30 Simpson-fjölskyldan (8:22)
19:55 Týnda kynslóðin (15:24)
20:20 The X-Factor (26:27) Það
er komið að glæsilegum
endaspretti hjá þessu ótrúlega
hæfileikaríka fólki sem hefur allt
að vinna og engu að tapa í þess-
um stórkostlega söngþætti.
Simon Covell, Britney Spears,
L.A. Reid og Demi Lovato hefa
fylgt þeim í gegnum þættina
og nú er það undir áhorfendum
komið að velja sigurvegarann.
21:05 The X-Factor (27:27) Í þessum
lokaþætti kemur í ljós hver
stendur uppi sem sigurvegari
í þessari stærstu söngkeppni
heims. Í því tilefni er öllu tjaldað
til og söngatriðin eru stórbrotin
og öll umgjörð hin glæsilegasta.
22:35 Die Hard 8,3 (Á tæpasta vaði)
Bruce Willis leikur John McClane,
rannsóknarlögreglumann frá
New York sem fyrir tilviljun er
staddur í skýjakljúfi yfir jólahá-
tíðina þegar hryðjuverkamenn
leggja til atlögu. Glæpa-
mennirnir eru þaulskipulagðir
og miskunnarlausir en þeir gera
sér ekki grein fyrir því hvað þeir
kalla yfir sig þegar þeir taka
eiginkonu Johns sem gísl. John
er vanur ýmsu á götum New
York borgar og kallar ekki allt
ömmu sína.
00:45 Being John Malkovich Craig
Schwartz fær vinnu á undar-
legum stað og uppgötvar göng
bak við skjalaskáp nokkurn á 7
1/2 hæð. Sá sem fer inn í göngin
lendir umsvifalaust inni í vitund
kvikmyndaleikarans Johns
Malkovich og dvelur þar í 15 mín-
útur. Craig sér ótvíræða kosti í
stöðunni og upphugsar aðferð
til að græða á huga leikarans
knáa. Málin eru þó flóknari en
svo og brátt er Craig kominn í
hálfgerða sjálfheldu með þessar
ráðagerðir sínar.
02:35 Nothing Like the Holidays
6,1 (Það jafnast ekkert á við
hátíðirnar) Fyndin, hugljúf og
skemmtileg mynd um jólahald
stórrar og líflegrar fjölskyldu frá
Púertó Ríkó í Chicago.
04:15 Simpson-fjölskyldan (8:22)
04:40 Two and a Half Men (2:16)
05:05 Týnda kynslóðin (15:24)
05:25 Fréttir og Ísland í dag
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Rachael Ray (e)
08:45 Dr. Phil (e)
09:35 Pepsi MAX tónlist
16:00 Top Chef (3:15) (e)
16:45 Rachael Ray
17:30 Dr. Phil
18:10 Survivor (7:15) (e) Einn vinsæl-
asti þáttur SkjásEins frá upphafi
snýr nú aftur. Að þessu sinni
verða keppendur að þrauka á
Samóa eyjum, allt þar til einn
stendur uppi sem sigurvegari.
19:00 Running Wilde (5:13) (e)
Bandarísk gamanþáttaröð
frá framleiðendum Arrested
Development. Steve ætlar að
sýna það og sanna fyrir Emmy
að hann geti verið umhverfis-
vænn með því að halda grænt
matarboð.
19:25 Solsidan (5:10) (e) Nýr sænskur
gamanþáttur sem slegið hefur
í gegn á Norðurlöndunum. Hér
segir frá tannlækninum Alex og
kærustu hans Önnu og kynnum
þeirra af undarlegum fígúrum
hverfisins sem þau eru nýflutt
í. Önnu reynist það kvalræði
að kaupa kerru handa ófæddu
barni sínu og Alex sér eftir að
hafa æst sig við Ole eftir að
hann kemst að því að hann er
háttsettur í golfklúbbnum.
19:50 America’s Funniest Home
Videos (41:48) (e)
20:15 America’s Funniest Home
Videos (10:44)
20:40 Minute To Win It
21:25 The Voice - LOKAÞÁTTUR
(15:15) Bandarískur raun-
veruleikaþáttur þar sem leitað
er hæfileikaríku tónlistarfólki.
Dómarar þáttarins eru þau:
Christina Aguilera, Adam
Levine, Cee Lo Green og
Blake Shelton. Loks er komið að
úrslitakvöldinu sem allir sannir
aðdáendur þessara frábæru
þátta hafa beðið eftir. Nú kemur
loks í ljós hver stendur uppi sem
sigurvegari.
00:05 Excused
00:30 House 8,6 (14:23) (e) Þetta er
síðasta þáttaröðin um sérvitra
snillinginn House. House og
læknateymið reyna að komast
að því hvað varð til þess að
sjáandi maður varð blindur.
01:20 CSI: New York (18:18) (e)
Bandarísk sakamálasería um
Mac Taylor og félaga hans í
tæknideild lögreglunnar í New
York. Í þessum æsispennandi
lokaþætti verður Mac fyrir skoti
þar sem hann berst fyrir lífi sínu.
Það er undir teyminu komið að
fá réttlætinu framgegnt.
02:10 A Gifted Man (16:16) (e)
Athyglisverður þáttur um líf
skurðlæknis sem umbreytist
þegar konan hans fyrverandi
deyr langt fyrir aldur fram
og andi hennar leitar á hann.
Michael rekst á gamlan vin sem
glímir við erfið veikindi í kjölfar
ferðalags til Indlands.
03:00 Last Resort 7,9 (5:13) (e)
Hörkuspennandi þættir um
áhöfn kjarnorkukafbáts sem þarf
að hlýða skipun sem í hugum
skipstjórnenda er óhugsandi.
Hinn efnilegi leikari Darri Ingólfs-
son fer með hlutverk í þáttunum.
Varnarmálaráðherra reynir að
semja við Chaplin og Sam sem
virðast hafa ráð undir rifi hverju.
03:50 CSI (10:23) (e)
04:30 Pepsi MAX tónlist
17:10 Spænsku mörkin
17:40 Þýski handboltinn
19:05 HM í handbolta 2011
20:30 Úrslitakeppni NBA
22:25 UFC Live Event
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Könnuðurinn Dóra
08:25 Svampur Sveinsson
08:50 Doddi litli og Eyrnastór
09:00 UKI
09:10 Elías
09:25 Strumparnir
09:45 Latibær (1:18)
10:10 Ofurhundurinn Krypto
10:35 Histeria!
11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími
16:50 Villingarnir
17:15 Tricky TV (22:23)
17:40 Njósnaskólinn (1:13)
18:10 Doctors (96:175)
18:55 Jóladagatal Skoppu og
Skrítlu (21:24)
19:00 Ellen (67:170)
19:45 Það var lagið
20:45 Idol-Stjörnuleit
22:15 Idol-Stjörnuleit
22:50 Entourage (9:12) Sjötta þátta-
röð einnar mest verðlaunuðu
þáttaraðar sem framleidd er um
þessar mundir. Þáttaröðin er
lauslega byggð á reynslu fram-
leiðandans Marks Wahlbergs í
Hollywood og fjallar um Vincent
og félaga hans sem reyna að
hasla sér völl í bíóborginni.
Þessi þáttaröð fjallar meira um
persónulegt líf þeirra félaga.
23:20 Það var lagið
00:20 Idol-Stjörnuleit
01:50 Idol-Stjörnuleit
02:25 Entourage (9:12)
02:50 Tónlistarmyndbönd frá Popp
06:00 ESPN America
08:50 Ryder Cup Official Film 1999
10:25 US Open 2012 (2:4)
16:00 World Tour Championship
2012 (2:4)
21:00 World Challenge 2012 (2:4)
00:00 ESPN America
SkjárGolf
10:05 Adam
11:45 Ævintýraeyja Ibba
13:05 Fame (Á framabraut) Frábær
endurgerð á samnefndri mynd.
Myndin segir frá nokkrum krökkum
í virtum leiklistarskóla í New York
og metnaði þeirra í að sækjast eftir
feril sem leikarar, dansarar eða
tónlistarmenn.
15:05 Adam
16:45 Ævintýraeyja Ibba
18:05 Fame
20:10 Limitless Æsispennandi og stór-
góð mynd um rithöfund, sem
öðlast ómannlega hæfileika
eftir að hann tekur að innbyrða
nýtt eiturlyf. En aukaverkarnirn-
ar eru ekki eins jákvæðar.
22:00 The Imaginarium of Doctor
Parnassus
00:10 Second Sight
01:40 Limitless
03:30 The Imaginarium of Doctor
Parnassus
Stöð 2 Bíó
16:15 Sunnudagsmessan
17:30 Liverpool - Aston Villa
19:10 Heimur úrvalsdeildarinnar
19:40 Enska B-deildin
21:45 Enska úrvalsdeildin - upphitun
22:15 Ensku mörkin - neðri deildir
22:45 Enska B-deildin
00:25 Enska úrvalsdeildin - upphitun
00:55 Newcastle - Man. City
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
Grínmyndin
Jólapeysudagur í vinnunni? Þessi myndi eflaust
vinna allar slíkar keppnir.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Bíóferð