Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 60
„í klæðum framleiddum af barnaþrælum“ 60 Fólk 21.–27. desember 2012 Jólablað Hvað er að gerast? 21.–26. desember Föstudagur21 des Þorláksmessa23 des Þriðjudagur26 des Útgáfutónleikar Hjaltalín Útgáfutónleikar Hjaltalín vegna nýrrar plötu, Enter 4, verða haldnir á föstudag. Þrjú ár eru síðan síðasta plata hljóm- sveitarinnar kom út en Enter 4 kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir skömmu. Platan hefur vakið sterk viðbrögð og hlotið lof gagnrýnenda. Sveitin hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarið og er því orðin vel hungruð í tónleikahald. Gera má ráð fyrir að útgáfutónleikarnir verði veisla bæði fyrir augu og eyru. Gamla bíó 20.00 og 23.00 Þorláksmessu- tónleikar Bubba Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða nú í fyrsta skipti haldnir í Hörpu. Tónleikar hans á Þorláksmessu eru orðnir fastur hluti af jólaundirbúningi margra Íslendinga. Bubbi hefur haldið þessari hefð í tæp þrjátíu ár, lengst af á Hótel Borg, síðan á Nasa, en undanfarin ár hefur hann spilað og sungið í Háskólabíói. Harpa 22.00 Árstíðir í Fríkirkjunni Árstíðir efna til árlegra jólatónleika í Fríkirkjunni á Þor- láksmessu. Er þetta í fimmta skipti sem tón- leikarnir eru haldnir en þeir verða einstaklega glæsilegir í ár. Tveir góðir gestir leika með hljómsveitinni, en það eru Laufey Jensdóttir sem leikur á fiðlu og Viktor Orri Árnason sem leikur á víólu. Samkvæmt hefð mun hljómsveitin flytja nokkur vel valin jólalög í bland við eigið efni af plötum sínum Svefns og vöku skil og Árstíðir. Tónleikarnir munu þá marka endapunkt á viðburðaríku tón- leikaári, en sveitin hefur komið fram á yfir 30 tónleikum í níu löndum á árinu, m.a. á tónlistarhátíðum í Berlín, Ostrava og Kraká, auk þess að leika í tónlistarhöllum í Pétursborg, Moskvu og víðar. Fríkirkjan 21.00 Macbeth í Þjóðleikhúsinu Hið kynngimagnaða verk Macbeth er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Það er hinn margverðlaunaði leikstjóri, Benedict Andrews, sem glímir við Shakespeare á íslensku leiksviði. Því er spáð að Macbeth eigi eftir að verða konungur Skotlands. Hann er hvattur áfram af eiginkonu sinni, myrðir konunginn og sest í hásætið. Ódæðið kallar á fleiri morð og ótti, hatur og ofsóknaræði skjóta rótum og líkin hrannast upp í kringum Macbeth. Með aðalhlutverk fara: Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Arnar Jónsson og Atli Rafn Sigurðsson. Þjóðleikhúsið 19.30 Hobbitinn frumsýnd Kvikmyndin The Hobbit: An Unex- pected Journey, verð- ur frumsýnd á annan í jólum. Myndin fjallar um ævintýraför Bilbo Baggins til hins forna konungsríkis Erbor þar sem drekinn Smeyginn hefur sölsað undir sig völdin. Bilbo slæst í för með Gandalfi og þrettán dvergum undir forystu Þorins. Á ferðalagi sínu þurfa þeir að fara um víðlendur sem eru morandi í drýslum, vörgum og risastórum kóngulóm. Stórkostleg ævin- týramynd fyrir tólf ára og eldri. Mörg bíóhús 20.00 Þ au voru þrjú sem voru rekin úr lopanum á Alþingi í þessari viku. Reglur um klæðnað þingmanna eru strangar, þó konum leyfist meira hvað það varðar en körlum. Eftir búsáhalda­ byltinguna voru þær breytingar gerðar á reglum um klæðaburð þingmanna að þeim var ekki skylt að ganga með hálstau. En lopapeysan er illa séð og þykir ekki æskileg á Alþingi að mati forseta Alþingis. Lætin með lopann hófust á því að Oddný G. Harðardóttir, þingmað­ ur Samfylkingarinnar, var rekin úr sinni peysu. Henni þótti að sér vegið og benti á þau Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Árna John­ sen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem einnig voru klædd í lopapeysu og var þeim þá gert að klæða sig úr sinni lopapeysu. Í alls kyns ljótum bolum „Ég er mikill lopapeysumaður og geng í vandaðasta handverki ís­ lenskra kvenna, þetta er svo vitlaust og heimskulegt,“ sagði Árni Johnsen í samtali við blaðamann um reglur um klæðaburð. „Hér er fólk í klæðum framleiddum af barnaþrælum og alls kyns ljótum bolum og skyrtum. Ég er alveg sammála því að það eigi að vera snyrtilegur og ákveðinn klæðaburður á Alþingi. En mér finnst ómögulegt að óvirða handverk íslenskra kvenna sem er á heimsmælikvarða.“ En þarf þá tískulöggu á Alþingi? „Ég veit ekki hvað þarf, það er fullt af sýndarmennsku og hégóma sem ræð­ ur þessu að mínu mati. Ég er ekkert hættur að nota lopapeysu. Ég fer bara í hana þegar mér hentar og í mitt sel­ skinn eða hvað sem er.“ Fékk lánaðan jakka Árni þurfti þó að láta í minni pokann á miðvikudag og þótti það súrt í brot­ ið. Hann var svo lánsamur að fá lánað­ an jakka í Verslun Guðsteins svo hann gæti haldið áfram þingstörfum. „Þetta var falleg og vönduð peysa, prjónuð af prjónakonu í Garðinum. Ég var svo bara í skyrtu innanundir. Svo þegar þessi athugasemd kom, þá nennti ég ekki að standa í þessu og fór fram og úr peysunni. Fór svo upp í Verslun Guð­ steins og þeir lánuðu mér jakka svo ég gæti nú greitt atkvæði í fjárlögum án þess að liðið færi á taugum.“ Röfl, rugl, þrugl og óvirðing Þetta er ekki í fyrsta skipti sem deilt er um klæðaburð á okkar háa Alþingi. Fyr­ ir nokkrum árum lenti Hlynur Halls­ son, fyrrverandi varaþingmaður VG, í rimmu við þáverandi forseta Alþingis, Halldór Blöndal. Lyktir þess máls urðu að Hlyni var gert að sækja bindi eft­ ir að hafa mætt í pontu án þess. Mik­ il umræða skapaðist á Facebook um lopapeysumálið á Alþingi. Guðmundi Andra Thorssyni fannst vegið að lopa­ peysunni og sagði: „Þeir hafa röflað og ruglað og þruglað og þvaðrað þing­ mennirnir mánuðum saman og sýnt ræðustól alþingis þá mestu óvirðingu sem hugsast getur án þess að forseti þingsins hafi gert við það athugasemd­ ir en þegar menntamálaráðherrann sýnir sig í sjálfri þjóðar peysunni þá er forseta nóg boðið.“ Lopapeysan er einkennisbúningur Kristján B. Jónasson bókaútgefandi tjáði sig einnig um lopapeysumálið og sagðist halda að nú væri andi bús­ áhaldabyltingar endanlega kveðinn í kútinn. „Við erum að hefja nýtt flott­ ræflaskeið. Farmers Market og Geysir og allir lopasokkar þessa heims. Pakk­ ið saman. Krútttímabilinu er lokið.“ Hann bætti um betur og sagðist halda að það væri vísindalega sann­ að að það flýtti fyrir efnahagsbata að halda sig við jakkafötin. „Því meira tri­ bal look, því augljósara að menn eru að skera á böndin við alþjóða­fjár­ málakerfið. Lopapeysan er eins og einkennisbúningur. Um leið og sjeik­ arnir mæta í sínum kirtlum vita allir að þeir eru kannski ríkir en þeir eru „the other“. Framandgerving Íslendinga sem lopaþjóðar hefði endanlega bundið þá í stóran hnykil gjaldeyris­ haftanna og svæft þá þjóðernislegum kæfisvefni í hlýjunni. Það er ástæða fyrir því að borgaraöflin hræðast lopa­ peysur meira en nokkuð annað. Lopa­ peysan er lúmskasta vopn vinstri­ mannsins.“ kristjana@dv.is Úr peysunni Menntamálaráð- herra var íklædd þjóðlegri lopapeysu en var skipað úr. Árni í selskinnsjakkanum Árni ætlar ótrauður að mæta áfram í lopapeysum og selskinni á þing. Hann fékk þó lánaðan jakka hjá Verslun Guðsteins á miðvikudag svo hann gæti greitt atkvæði í fjárlögum. n Mér finnst ómögulegt að óvirða handverk íslenskra kvenna Rugl og óvirðing Guðmundi finnst nóg um ruglið á Alþingi og furðar sig á því að þegar menntamálaráðherrann sýnir sig í sjálfri þjóðarpeysunni þá sé forseta nóg boðið. Bréfin og símtölin mikilvægust n Ingibjörg hefur fengið góð viðbrögð frá fjölda manns Þ að er voða gaman að Ís­ lendingar hafi svona mikinn áhuga á þessu,“ segir Ingi­ björg Reynisdóttir, höfundur bókarinnar um Gísla á Uppsölum sem er á toppi metsölulista Rann­ sóknaseturs verslunarinnar. Bók­ in fékk slæma útreið í Kiljunni á miðvikudag en Ingibjörg tekur það ekki nærri sér. „Það þarf hver að hafa sína skoðun og maður verður að geta tekið gagnrýni. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir viðbrögð landsmanna og velgengni bókar­ innar.“ Hún segir að fallegustu og skemmtilegustu dómarnir sem hún hafi fengið séu í þeim bréfum og símtölum sem hún hefur fengið frá fólki. „Þetta er fólk af Vestfjörð­ um og einnig fólk sem þekkti Gísla ekki en þykir vænt um persónu hans,“ segir hún. Hún segir að hún hafi skrifað bókin af virðingu við Gísla og byggt hana á heimildum. „Gísli skildi eftir sig skrif, hans eig­ in þanka og ég byggði bókina á því og heimildum frá öðru fólki. Ég reyndi að byggja bókina algjörlega á þessum heimildum og að vera sem trúust honum.“ Aðspurð hvort fleiri bækur séu væntanlegar frá henni segist hún vera með eitt og annað í huga sem hún muni setjast yfir eftir áramót. Ingibjörg Tekur gagn- rýninni vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.