Víkurfréttir - 28.11.2013, Qupperneq 8
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR8
Aðventuhátíð
Kvennfélag Keflavíkur býður til Aðventuhátíðar
eldri borgara á Suðurnesjum í Kirkjulundi
1. desember kl. 15:00.
Kvenfélag Keflavíkur þakkar eftirtöldum fyrir stuðninginn
Reykjanesbæ
Keflavíkurkirkja
Jólatónleikar Sinfóníuhljóm-sveitarinnar hafa notið gífur-
legra vinsælda og eru fastur liður
í jólahaldi margra fjölskyldna
á Íslandi. Í ár, sem endranær,
verður hátíðleikinn í fyrirrúmi
þar sem sígild jólalög og klass-
ísk balletttónlist er í forgrunni.
Bjöllukór úr Reykja-
nesbæ með Sinfóníu-
hljómsveitinni
-menning og mannlíf
Frá æfingu bjöllukórsins um síðustu helgi.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Bjöllukór frá Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar mun leika með
Sinfóníuhljómsveit Íslands en
þetta er annað árið í röð sem það
gerist.
Sú hefð hefur skapast á Jólatón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar
að flytjendur ásamt áheyrendum
sameinast í fjöldasöng á jólasálm-
inum Heims um ból, í ár með
bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar sem hringir inn jólin. Bjöllu-
kórinn lék fyrst með Sinfóníunni
á síðasta ári og var þá í litlu hlut-
verki. Nú verður bjöllukórinn hins
vegar settur í stærra hlutverk og
m.a. settur fremst á sviðið framan
við sinfóníuhljómsveitina.
Karen Sturlaugsson, stjórnandi
bjöllukórsins, segir það mikinn
heiður fyrir tónlistarfólkið úr
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að
fá þetta tækifæri og það sé mikil
viðurkenning fyrir skólann að
stjórnandi Sinfóníuhljósmveitar Ís-
lands leiti til skólans tvö ár í röð
eftir þessu tónlistaratriði í jólatón-
leika Sinfóníunnar.
Fernir tónleikar eru í boði að þessu
sinni, dagana 14. og 15. desember.
Fáir miðar eru eftir en þeir sem
vilja tryggja sér miða geta farið inn
á http://www.sinfonia.is/
Munið gjafbréfin
hjá okkur
Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ, Sími: 421 4440
Eflaust kannast margir við setningar eins og „ Allir
k rak k arnir br unuðu niður
brekkuna nema Viðar, hann fór
til hliðar“. Út er komin bókin
Allir krakkarnir II sem er sjálf-
stætt framhald bókarinnar Allir
krakkarnir sem kom út árið 1993.
Í þessum bókum hefur slíkum
setningum verið safnað saman.
Gunnar Kr. Sigurjónsson, höfundur
bókarinnar, er fæddur í Njarðvík og
á ættir að rekja í Hafnir. „Mamma
og pabbi, Sigurjón Vilhjálmsson og
Guðrún Arnórs, byggðu Borgarveg
21 í Njarðvík og þar bjó ég fyrstu
fjögur ár ævi minnar.“ Afi Gunn-
ars var Vilhjálmur Hinrik Ívarsson,
fréttastjóri úr Merkinesi í Höfnum,
sem einnig var faðir systkinanna
Ellýjar og Vilhjálms.
Spurður um tildrög bókarinnar
segir Gunnar að þegar hann var í
Danmörku árið 1982 keypti hann
þrjár danskar bækur með nafna-
rími og las þær og hafði gaman af.
Rúmum áratug síðar, árið 1993,
heyrði hann í morgunútvarpi
Bylgjunnar, sem m.a. Þorgeir Ást-
valdsson sá um, að verið var að
fjalla um íslenskt nafnarím á svip-
aðan hátt. Hlustendur voru hvattir
til að hringja eða senda inn fleiri
slík rím. „Þá mundi ég eftir dönsku
bókunum og ákvað að skrá niður
samsetningar á íslensku nafnarími
og gefa út bókina Allir krakkarnir. Í
henni voru um 400 slík rím og hún
seldist upp.“ segir Gunnar.
Á undanförnum árum segist Gunn-
ar hafa tekið eftir að þessi nafnarím
dúkka öðru hverju upp og síðast á
vegg Fésbókarhópsins Fimmaura-
brandarafjelagið. Í kjölfarið fékk
Gunnar hvatningu um að gefa út
nýja bók og hafa rjómann af gömlu
bókinni í henni líka. „Munurinn á
vinnuferlinu núna og fyrir 20 árum
var aðallega sá að áður notaðist ég
við símaskrána til að búa til nafna-
rím en núna netlista yfir samþykkt
nöfn af Mannanafnanefnd,“ segir
Gunnar og hlær. Bætir svo við að
bókin hafi þó verið unnin á frekar
skömmum tíma. Búið er að prenta
2000 eintök sem verða seld í öllum
bókabúðum og helstu verslunum
sem selja bækur.
Hringja bjöllum! Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Gunnar með bókina
sína Allir krakkarnir II
n Gefur út sína aðra bók:
Nafnarím lengi
verið áhugasvið