Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 28.11.2013, Qupperneq 25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 25 AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 421 0001 Vaxtarsamningur Suðurnesja Býður Suðurnesjamönnum til uppskeruhátíðar Í bíósal Duushúsa þann 5. desember kl. 17.00. Dagskrá » Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra » Kynning á verkefnum Vaxtarsamnings » Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík » Guðmundur Bjarni Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kosmos og Kaos » Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri All Tomorrow´s Parties á Ásbrú Tilkynnt um úthlutun styrkja 2013. SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR heklan.is -gamla myndin Það leynist ýmislegt í hirslum Víkurfrétta. Við teygðum okkur ofan í gamlan rykfallinn myndakassa í geymslu og drógum upp þessa skemmtilegu mynd. Þarna má sjá nokkra vel valda Sandgerðinga svona líka stælta og spengilega. Kapparnir eru eftir- farandi (standandi frá vinstri): Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson, Pálmar Guð- mundsson, Viggó Maríasson og sitjandi er Smári Guðmundsson. Víkurfréttir náðu tali af bæjar- fulltrúanum Ólafi Þór sem man vel eftir þessum myndum þó ár- talið sé ekki alveg á hreinu. „Þarna er um að ræða hljómsveit- ina Nerðir, sem var til í mjög stuttan tíma og kom fram einu sinni eða tvisvar. Þetta band spilaði frum- samið grunge-rokk og voru flestir í bandinu að spila með einhverjum öðrum böndum líka. Við erum allir Sandgerðingar sem vorum í þessu bandi,“ segir Ólafur. „Ef ég man rétt var þessi mynd tekin í tengslum við tónleika sem voru haldnir þar sem Players er núna þar sem ýmsar ungar hljóm- sveitir af svæðinu komu fram. Ár- talið er ekki á hreinu en Smári var mjög ungur þannig að líklega eru um 20 ár síðan þetta var tekið. Gæti trúað því að þetta sé fyrsta hljóm- sveitin sem Smári spilaði með op- inberlega. Ég man að Rúnar heitinn Júlíusson var einn af þeim sem stóð að þessum tónleikum. Mig minnir að allar hljómsveitirnar hafi mætt í heimahús einhvers staðar í Keflavík og þar var þessi mynd tekin,“ segir Ólafur um leið og hann þakkaði blaðamanni fyrir að birta myndina góðu í blaðinu. Stæltir Sandgerðingar Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að ráða Þor- stein Gunnarsson í starf sviðs- stjóra frístunda- og menningar- sviðs úr hópi 31 umsækjanda. Ráðningarþjónustan Intellecta var bæjarráði til ráðgjafar og hafði yfirumsjón með ráðningar- ferlinu. Þorsteinn er að ljúka meistara- námi í verkefnastjórnun frá Há- skólanum í Reykjavík, en hefur auk þess stundað nám í fjölmiðla- fræði og upplýsingatækni. Hann hefur undanfarin 4 ár starfað sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar. Þorsteinn hefur í störfum sínum fyrir Grinda- víkurbæ og íþróttahreyfinguna öðlast mikla þekkingu og reynslu á íþrótta- og frístundamálum, for- vörnum og menningu. Þá hefur hann leitt stefnumót- unarverkefni og hefur reynslu af gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana fyrir sveitarfélag. Reynsla hans og þekking á stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er talsverð. Hann hefur auk þess stýrt umfangs- miklum verkefnum, m.a. menn- ingarviðburðum í Grindavík og Vestmannaeyjum. Þorsteinn hefur störf í desember og tekur við af Kristni Jakobi Reimars- syni sem heldur til nýrra starfa í Fjallabyggð. Nýr sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.