Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 26
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR26
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001
NJARÐVÍKURKIRKJA
(INNRI-NJARÐVÍK)
Aðventusamkoma verður í
Njarðvíkurkirkju 1. desember
kl.17:00.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur,
en hann söng svo eftirminnilega
framlag Íslands í söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva sl. vor.
Einnig koma fram nemendur úr
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
Vox Felix undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar og Kirkjukór
Njarðvíkurkirkna undir stjórn
Stefáns Helga Kristinssonar
organista, sem einnig stjórnar
almennum söng.
Veitingar að samkomu lokinni í
safnaðarheimili í boði
sóknarnefndar, en þar mun
Eyþór Ingi einnig taka nokkur lög.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
*Fjölskylduhjálp grein
-póstkassinn -fréttirpósturu vf@vf.is pósturu vf@vf.is
Ár i ð 1 9 9 7 g a f Alþjóða hei l-
brigðismálastofn-
u n i n ( W H O ) ú t
skýrslu þar sem mælt
var með því að sér-
hæfing í íþróttum
eigi ekki að eiga sér
stað fyrr en eftir 10 ára aldur. Í
hinum fullkomna heimi ættu öll
börn að stunda fjölbreyttar íþróttir
fram að 10 ára aldri, þannig að
þau geti þroskað með sér líkam-
lega færni á sem flestum sviðum.
Góður þjálfari gerir sér grein fyrir
að börn hafa ekki alltaf tækifæri á
að vera í mörgum íþróttum. Hann
ætti því að kenna þeim fjölbreyttar
æfingar svo að börnin í félaginu nái
að þroska með sér fjölbreytta hæfni
sem gefur þeim breiðan grunn til.
Gott júdófélag sér til þess að börnum,
yngri en 10 ára sé ekki einungis kennt
júdó. Til dæmis má æfa fimi, jafnvægi
og samhæfingu sem hafa ekkert með
júdó að gera. T.d. að kasta, grípa og
sparka bolta o.s.frv. Þetta ætti að vera
gert til að börnin fái tækifæri til að
þjálfa upp sem flesta líkamlega þætti
sína. Sem foreldri ættir þú að geta
séð barnið þitt framkvæma færni úr
mörgum íþróttagreinum, og þróa
líkamsvitund sína í júdótímum. Ekki
kannski alltaf, en jafnt og þétt yfir
æfingatímabilið. Við viljum að öll
10 ára börn, sem hafi verið að æfa
júdó í einhvern tíma, geti hoppað,
hlaupið, sippað, stokkið, kastað,
gripið, sparkað, rúllað sér og auk þess
að hafa öðlast grunnfærni í Júdó eins
og t.d. fallæfingar, kollhnýs, grunn-
köst og fastatök.
Í íþróttum almennt ætti áherslan
aðalega að vera á að þroska einsak-
linginn frekar en að búa til meistara.
Sem foreldri, vilt þú að öllum lík-
indum að júdóþjálfarinn og félagið
sé ekki einungis að þroska barnið
þitt sem júdómann, heldur sé hann
og félagið líka að þroska barnið sem
einstakling. Við æfingar og keppni
ungra júdóiðkennda, er aðal áherslan
lögð á jákvæða upplifun sem ýtir
undir heilbrigðan lífsstíl. Til dæmis
eru æfingar framkvæmdar í formi
skemmtilegra leikja til þess að börnin
fái jákvæða upplifun af æfingunum.
Þetta aftur á móti verður til þess að
æfingarnar verði hluti af lífi barnsins
og stuðli að heilbrigðari lífsstíl.
Guðmundur Stefán Gunn-
arsson, aðalþjálfari hjá
Júdódeild Njarðvíkur
Kæru Suðurnesja-búar
Við hjá Fjölskyldu-
hjálp Íslands erum
flutt með alla starf-
semina að Baldurs-
götu 14 Reykjanesbæ.
Við þökkum allan
veittan stuðning síðastliðinna ára
sem hefur verið ómetanlegt.
Nú líður brátt að jólum og við hjá
Fjölskylduhjálpinni erum með jóla-
markað á Baldursgötunni og biðlum
nú til allra sem eiga jólaskraut, seríur
og aðra skrautmuni sem þeir eru
hættir að nota að hugsa til okkar.
Við seljum hlutina á vægu verði
og rennur peningurinn óskiptur í
matarsjóð okkar.
Brátt rennur hátíð ljóss og friðar í
garð. Sitja landsmenn ekki allir við
sama borð þar sem jólahald fer illa
með marga sem eiga um sárt að
binda. Gamla fólkið okkar sem á allt
það besta skilið af okkur hinum á oft
ekki til hnífs og skeiðar. Er þetta eitt-
hvað sem við eigum ekki að bjóða
upp á.
Einstaklingar verða oft hart úti og
koma víða að lokuðum dyrum. Ein-
staklingar eru líka fólk.
Við höfum lokað fyrir umsóknir fyrir
jólaaðstoðina nú í ár þar sem tak-
markað hefur þurft fjölda umsókna.
Hér koma 10 - 15 fjölskyldur og ein-
staklingar á dag að biðja um jólaað-
stoð sem vita ekki hvernig það á að
fara að um jólin.
Kiwanisklúbburinn Hof í Garði færði
okkur 90 máltíðir af fiskibollum sem
fyrirtæki í Grindavík styrkti með
vinnu sinni. Ég vil biðla til allra fyrir-
tækja, félagasamtaka og klúbba að
taka Kiwanis til fyrirmyndar. Kven-
félagið Njarðvík styrkir okkur með
þriggja mánaða leigu fyrir húsnæðið
að Baldursgötu 14. Fengum við
einnig 60.000 kr. styrk frá manni bú-
settum í Bandaríkjunum.
Ég vil vekja athygli á tólgar útikertum
sem sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar-
innar framleiða til styrktar matarsjóði
stofnunarinnar. Kertin eru unnin al-
farið af sjálfboðaliðum úr tólg. Kertin
heita kærleikskerti Fjölskylduhjálpar
Íslands og eru til margar fallegar
áletranir eins og Elsku mamma,
kærleiksljós til þín, ásamt 15 öðrum
fallegum áletrunum og ættu allir að
finna kerti við hæfi. Kertin lifa í um
það bil níu klukkustundir. Kertin
eru seld hjá okkur á Baldursgötunni,
Nettó og Hagkaupum.
Sýnum kærleik í verki á Suður-
nesjum, tökum höndum saman því
sameinuð getum við gert stóra hluti.
Margt smátt getur gert kraftaverk.
Einnig vil ég biðla til kvenna og karla
á öllum aldri að gefa kost á sér til
sjálfboðastarfa í nokkra tíma á viku
og láta gott af sér leiða fyrir jólin.
Upplýsingar hjá Önnu Valdísi í síma
897-8012, 421-1200
Anna Valdís Jónsdóttir
stjórnarkona hjá Fjölskyldu-
hjálp Íslands og verkefnastjóri
hjálparstarfsins á Suðurnesjum.
n Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar:
Áhersla á þroska einstaklingsins
n Anna Valdís Jónsdóttir skrifar:
Sýnum kærleik í verki á Suðurnesjum
Fyrri hluti.
Senn er liðið ár frá því að kirkjuskip Keflavíkurkirkju
var opnað að nýju eftir gagn-
gerar endurbætur. Breytingarnar
hafa vakið athygli víða og hefur
hönnun og handbragð fagmanna
fengið lofsamlega dóma. Heima-
menn unnu öll verk þar sem því
var við komið og eru innrétt-
ingarnar til marks um þá miklu
færni sem býr hér á þessu svæði.
Sérstök ástæða er til að nefna nafn
Ingva Þórs Sigríðarsonar í þessu
sambandi en hann hefur gefið
kirkjunni sinni framlag sitt til
verksins. Ingvi Þór tók við hinum
gömlu munum úr Keflavíkurkirkju
sem fjarlægðir höfðu verið á sjö-
unda áratugnum og endurgerði þá
af einstakri færni. Gamli predik-
unarstóllinn mátti muna sinn fífil
fegurri en í höndum fagmannsins
öðlaðist hann nýtt líf og prýðir nú
kirkjuna að nýju í allri sinni dýrð.
Þetta tæpa ár sem kirkjan hefur
verið prýdd hinum nýju innrétt-
ingum hefur enn vantað á að unnt
væri að ljúka verkinu. Kirkjugestum
hefur þótt harla tómlegt um að lit-
ast í kór kirkjunnar fyrir framan
altarið. Þar voru áður grátur með
knébeð þar sem brúðhjón, altaris-
gestir og fermingarbörn hafa getað
kropið á stórum stundum.
Ekki voru til fjármunir til þess
að ljúka verkinu en Ingvi Þór tók
málin í sínar hendur og hóf verkið
að eigin frumkvæði. Gerði hann
knébeðinn og endurnýjaði gömlu
pílárana og bogana. Helgi Kristins-
son málaði verkið og oðraði sam-
kvæmt leiðsögn arkitektsins, Páls
V. Bjarnasonar.
Nú hafa hinar nýju/gömlu grátur
verið settar upp í Keflavíkurkirkju
og hefur svipmót kirkjuskipsins
breyst til mikilla muna eins og
kirkjugestir munu sjá sem leggja
leið sína þangað inn.
Frumkvæði Ingva Þórs Sigríðar-
sonar hefur orðið okkur inn-
blástur að því að ljúka verkinu og
taka einnig söngloftið í gegn. Þar
er gamla orgelið sem einhverjir
töldu hafa sungið sitt síðasta. Að
frumkvæði sóknarnefndar var
ákveðið að kanna hvort mögu-
legt væri að koma því í viðunandi
ástand. Orgelsmiður frá Walcker
verksmiðjunum í Þýskalandi hefur
metið gripinn og gert tilboð í al-
gera endurnýjun sem mun bæta
við röddum og gefa orgelinu nýtt
líf til næstu kynslóða. Mun fram-
kvæmdin kosta aðeins lítinn hluta
af því sem nýtt orgel hefði kostað
og nú er innan seilingar að búa
Keflavíkurkirkju hljóðfæri sem
mun nýtast við athafnir okkur
öllum til sóma.
Á aðventunni munum við efna til
söfnunar fyrir þessum endurbótum
en þær munu kosta með breyt-
ingum á sönglofti um 18 milljónir.
Við köllum eftir stuðningi ein-
staklinga og fyrirtækja á svæðinu
að gera okkur kleift að ljúka þessu
mikilvæga verki.
Guð blessi góða gjafara og
gott er að eiga góða að!
Áfram er unnið að endur-
bótum í Keflavíkurkirkju