Víkurfréttir - 28.11.2013, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR14
FRÁBÆRT ÚRVAL AF
FLOTTRI GJAFAVÖRU
FRÁ GEORG JENSEN, IITTALA OG ROSENDAHL
Ásdís Ragna Einarsdóttir verður í eldhúsinu hjá
okkur að þessu sinni. Hún á af-
mæli viku fyrir jól og segist vera
mikið jólabarn og alltaf sé mikil
tilhlökkun á þessum árstíma. „Ég
byrja nú yfirleitt að baka í byrjun
desember og baka nú yfirleitt ekki
margar tegundir af smákökum
en alltaf eitthvað til að eiga fyrir
heimilisfólkið og gesti og gang-
andi. Piparkökur er alltaf vinsælt
að baka hjá börnunum og höfum
við reynt að halda í þann sið að
baka sjálf og mála piparkökur”.
Þá hittist einnig öll móðurfjöl-
skylda hennar, fullorðnir og
börn, og bakar hnetusmjörskökur
hjá ömmu og afa hennar, enda séu
þau bakarar með meiru. Þá segir
Ádís sörurnar hennar mömmu
sinnar líka ómissandi hluta af jól-
unum og þær séu í miklu uppá-
haldi hjá sér. Undanfarin jól hafi
henni fundist spennandi að prófa
sig áfram með nýjar tegundir af
heilsusamlegu konfekti og hollari
útgáfum af smákökum sem séu nú
ekki síðri en þessar hefðbundnu.
„Það er nefnilega tiltölulega ein-
falt mál að skipta út hvítum sykri
fyrir aðeins hollari sætu og eins
að nota heilhveiti og grófara korn
í sumum uppskriftum í staðinn
fyrir hvíta hveitið.” Jólahefðir
fjölskyldunnar séu sennilega
eins og gengur á flestum heim-
ilum en í fyrsta skipti í ár ætlar
Ásdís og fjölskylda að prófa að
kaupa lifandi jólatré. Hún leggur
áherslu á að jólin hafi í för með
sér fleiri samverustundir með
fjölskyldu og vinum, góðan mat,
hvíld og útiveru, spilakvöld með
börnunum og svo margt fleira
skemmtilegt. Ásdís lætur fylgja
með uppskrift að jólakonfekti og
hafra- og hnetusmjörsklöttum.
Súkkulaði jólakonfekt
85% dökkt súkkulaði 1 pakki (t.d.
Rapunzel)
French vanilla stevia (t.d. Now)
5-10 dropar
60 gr íslenskt smjör
100 gr fínt hnetusmjör
5-7 steinalausar döðlur
Smá möndlumjólk
- í eldhúsinu pósturu olgabjort@vf.isjóla
Hollt og ljúf-
fengt fyrir jólin
Aðferð:
*Bræða súkkulaði og smjör saman
og bæta steviu út í.
*Setja hnetusmjör, döðlur og möndl-
umjólk í matvinnsluvél þar til mjúkt
eins og krem (meiri möndlumjólk ef
þurfið að þynna).
*Hellið smá af súkkulaðiblöndu (ca
1-2 tsk) í botninn á konfekt eða litlu
muffinsformi og setjið í 5-10 mín inn
í frystir eða kælir meðan stífnar.
*Takið út og setjið 1 tsk af hnetufyll-
ingunni ofan á og svo annað lag af
brædda súkkulaðinu.
*Hér er hægt að skreyta konfektið
efst með goji berjum eða t.d. pekan-
hnetum. Setja svo konfektform í
frystir og tilbúið eftir 1-2 klst.
Hafra og hnetusmjörsklattar
200 g smjör (kókosolía 2 dl)
140 g lífrænt hnetusmjör
160 g erythriol sykur
250 g haframjöl
200 g rúsínur
2 stór egg / 3 lítil
1 tsk vanilla
120 g fínt spelt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
- hita ofn í 180°C, bökunartími 15
mín
- bræða smjör, hnetusmsjör og sykur
við lágan hita og taka svo af
- hræra eggjum og vanillu út í með
sleif
- bæta rúsínum og haframjöli +
öllum þurrefnum út í stóra skál og
hræra
- búa til hæfilega stóra klatta og inn
í ofn á bökunarpappír
Jólaljósin verða tendruð á vina-bæjarjólatrénu frá Kristians-
and í Noregi á Tjarnargötutorgi
í Reykjanesbæ á laugardaginn kl.
16:00. Jólasveinar eru væntan-
legir í heimsókn og boðið verður
upp á heitt kakó og piparkökur.
Blásarasveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar mun leika og þá syngur
Kór Holtaskóla.
Sendiherra Noregs á Ísland,i Dag
Wernø Holter, afhendir jólatréð en
um tendrun ljósana sér Agnes Her-
mannsdóttir en hún er nemandi úr
Háaleitisskóla á Ásbrú.
Böðvar Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar, ávarpar gesti og jóla-
hljómsveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar flytur jólalög og stjórnar
dansi í kringum jólatréð. Jóla-
sveinar koma í heimsókn og bregða
á leik með börnunum og þá verður
boðið upp á heitt kakó og pipar-
kökur eins og áður sagði.
Vinabæjarjólatréð
tendrað á laugardag