Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 29
- jólaspurningar
Ljóð eftir Dagrúnu Ragnars-
dóttur, sigurvegara
á yngsta stigi
Betri væri heimurinn:
Betri væri heimurinn
ef enginn myndi berjast
betri væri heimurinn
ef enginn þyrfti að verjast
betri væri heimurinn
ef ekki yrðu stríð
betri væri heimurinn
ef tilveran væri blíð
Ljóð eftir Stefaníu Lind Guð-
mundsdóttur, sigurvegara
á miðstigi
Fallegur heimur:
Ég vildi að það væri til betri
heimur fyrir alla, bæði fyrir
börn, konur og kalla.
Grasið væri grænt, fuglarnir
syngja, blómin spretta og sólin skín.
Það er óskin mín.
Ljóð eftir Þórdísi Önju Ragn-
arsdóttur, sigurvegara
á elsta stigi
Betri heimur:
Daglega ég á mér draum
um dásamlegri heim
glaðlega ég gef því gaum
og geng á vegi þeim
Batnandi heimur býr í mér
betri með hverjum degi
ber hann hlýju að hjarta þér
og harmi frá þér beygi
- grunnskólar pósturu vf@vf.is
Sömdu ljóð um betri heim
Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var núna 16.
nóvemer sl. hélt Akurskóli í Reykjanesbæ ljóðasam-
keppni sem kallast Ljóðaakur. Í henni taka krakkar
í 2.-10. bekk þátt og í ár var þemað Betri heimur.
Krakkarnir sömdu ljóð með það þema í huga
Sigurvegararnir eru þessir:
Dagrún Ragnarsdóttir í 4. bekk (yngsta stig)
Stefanía Lind Guðmundsdóttir í 5. bekk (miðstig)
Þórdís Anja Ragnarsdóttir í 10. bekk (elsta stig)
Fyrstu jólaminningarnar?
Við skreyttum alltaf jólatréð á Þor-
láksmessu og borðuðum hangikjöt,
grænar baunir, uppstúf, kartöflu-
mús og laufabrauð á aðfangadag.
Á jóladag fórum við alltaf í mat til
ömmu og afa.
Jólahefðir hjá þér?
Okkar jólahefðir hafa verið svo-
lítið breytilegar eftir því í hvaða
landi við erum hverju sinni. Við
höfum þó alltaf haldið í íslensku
jólasveinana og hafa strákarnir
okkar verið öfundsverðir af því að
fá í skóinn 13 nætur í röð fyrir jól.
Það hefur verið gaman að kynnast
mismunandi menningu og að taka
þátt í mismunandi jólahefðum.
Við munum líklega skapa okkar
eigin hefðir þegar við ákveðum að
setjast að á einum stað til fram-
búðar...hvenær sem það verður!
Skatan má alveg missa sín á Þor-
láksmessu og höfum við í staðinn
eldað Gourmet plokkfisk úr mat-
reiðslubók Gordons Ramsey, Eldað
um veröld víða. Dásamlega góður
plokkfiskur!
Ertu dugleg í eldhúsinu
yfir hátíðirnar?
Ég er alin upp við smákökubakstur
og laufabrauðsútskurð. Það er
ómissandi að baka nokkrar sortir
til að maula með heitu kakói við
kertaljós og svo skreyta strákarnir
mínir alltaf piparkökuhús. Það er
alltaf gott fyrir þá að koma inn eftir
leik í snjónum og fá sér heitt kakó
og smákökur. Það skapar vissan
jólaanda og lifir í minningunni um
ókomin ár.
Jólamyndin?
Við eigum nokkrar jólamyndir á
DVD sem við fjölskyldan horfum
á saman í desember. Engin ein sem
stendur upp úr.
Jólatónlistin?
Jólin eru komin þegar Frank Si-
natra og fleiri snillingar í þeim dúr
hljóma á Þorláksmessu. Þá getur
maður slakað á og fengið jóla-
andann yfir sig. Svo kemst maður
ekki hjá því að heyra jólalög allt í
kringum sig allan desember í versl-
unum og útvarpinu.
Hvar kaupirðu jólagjafirnar?
Ég hef keypt þær erlendis þar sem
ég hef búið hverju sinni. Einstaka
sinnum hef ég keypt gjafir á Íslandi
ef það er eitthvað séríslenskt sem
við höfum ætlað að gefa.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Ég á mjög stóra fjölskyldu þannig
að já þær eru nú nokkuð margar.
Það er gaman að gleðja sína nán-
ustu með góðum gjöfum.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf?
Ég er alltaf búin að versla allar jóla-
gjafir tímanlega. Ég vil ekki lenda
í stressi því ég vel allar jólagjafir
gaumgæfilega. Ég er hreinlega of
skipulögð til þess að þú fyndir mig
ráfandi á milli verslana að reyna að
kaupa síðustu jólagjöfina á Þorláks-
messu eða aðfangadag.
Besta jólagjöf sem
þú hefur fengið?
Það er alltaf gaman að fá góða bók
til að lesa um jólin en eiginmaður
minn hefur verið duglegur að gefa
mér fallega hluti í gegnum árin, þar
á meðal undurfallegan demants-
hring.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Það á eftir að halda fjölskyldu-
fund og ákveða jólamatseðilinn. En
hann er breytilegur ár frá ári.
Eftirminnilegustu jólin?
Við ákváðum eitt árið að bregða út
af vananum og fórum til Dubai yfir
jól og áramót í stað þess að koma
til Íslands. Það var mikil upplifun
að geta farið á skíði inni í stórri
verslanamiðstöð þegar maður var
orðinn leiður á sólinni eða farið í
safaríferð í eyðimörkinni. Án efa
afslappaðasta jólafrí fyrr og síðar.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Góða bók, einhverja góða saka-
málasögu.
Harpa Lind Harðardóttir:
Alltaf tímanlega
með jólagjafakaup
Jólin hjá Hörpu Lind Harðardóttur eru misjöfn eftir því hvort hún
hefur búið hérlendis eða í útlöndum. Það hefur aðallega farið eftir
því með hvaða liðum eiginmaður hennar, knattspyrnumaðurinn
Stefán Gíslason, hefur spilað. Í ár býr fjölskyldan í Garðabæ og verða
íslenskar hefðir því kærkomnar og þau umvafin vinum og ættingjum.
Húsnæði óskast
Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir lítilli íbúð í Keflavík fyrir leikmann.
Vinsamlega hafið samband á e-mail kef-fc@keflavik.is eða s. 8928058
Ship o Hoj sælkeraverzlun er byrjuð að bjóða upp á heitan
bakkamat í hádeginu alla virka
daga frá 11:30-14:00.
Matreiðslumeistarinn Gylfi Inga-
son hefur nýlega verið ráðinn til
starfa en með Gylfa kemur ára-
tuga reynsla. Hann hefur m.a.
unnið í rúm 20 ár við matreiðslu
í fínustu veiðihúsum landsins en
eins og margir vita eru kröfur á
þeim bænum miklar. Gylfi hefur
einnig unnið við sölu og fram-
leiðslu á kjöt- og fiskafurðum til
fjölda ára.
Í hádeginu verður boðið upp á
humar- & fiskisúpu auk fisk- &
kjötrétta. Gæðin verða í fyrir-
rúmi ásamt viðráðanlegu verði.
Hráefnið kemur ferskt í hús, því
verður um góðan heimilismat að
ræða, segir í tilkynningu frá Ship
o Hoj.
Auk þessa mun Ship o Hoj áfram
bjóða upp glæsileg kjöt- og fisk-
borð ásamt öðrum spennandi af-
urðum, s.s. eðalsíld frá Fáskrúðs-
firði, humar frá Vestmannaeyjum,
harðfisk frá Sandgerði, signum
fisk frá Garði, sjófrystar lúðus-
teikur, góðar sósur og meðlæti og
margt margt fleira.
Heitur matur í hádeginu í Ship o Hoj