Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 Kannski að þetta sé bara sú eina rétta! Ég átti ekki von á þessu frá honum, hélt að þetta væri eitthvað sem við konur (sumar, og ég er ein a þeim) fantaseruðum um á ákveðnum ,,bíómyndafyllerístímabilum“ í lífi okkar þar sem konan er frelsuð af hinum eina sanna prinsi á hvíta hestinum, já henni er gjörsamlega svipt burtu úr hversdagslegri grámyglu og leiðindum. Svo vöknum við flestar upp og áttum okkur á því að enginn bjargar okkur frá okkur sjálfum nema við sjálfar. Ég dembdi þessu á hann, sagðist ekki hafa trú á því að þarna úti sé ,,sú eina rétta“ fyrir hann eða ,,sá eini rétti“ fyrir mig. Held þvert á móti að við getum þroskast með einni og sömu manneskjunni í gegnum lífið eða farið í gegnum nokkra félaga til að þroskast á jákvæðan hátt í sambandi, já eða bara þroskast ljómandi vel svona ein og sér. Ertu alltaf eiiiiiiiiin: móðir mín heitin var orðin þreytt á því að þegar frænkur og vinkonur spurðu frétta af börnunum hennar fimm var iðulega spurt um eitthvað vinnu- og fjölskyldu- tengt nema þegar það kom að mér. Þá breyttist röddin og með svona leiðinda semingi var spurt: og hvað er svo að frétta af Önnu Lóu, er hún alltaf eiiiiiiiiiiiin!!!! Já, svona rétt eins og ég væri með ólæknandi sjúkdóm á meðan staðreyndin var að ég blómstraði á svo mörgum sviðum sem vakti ekki eins mikinn áhuga. Móðir mín var svo ótrúlega stolt af mörgu sem ég gerði og fannst þessi áhersla á ,,karl eða ekki karl“ allt í senn fyndin og merkileg á tímum sjálfstæðis og jafnréttis. Undir það síðasta var hún farin að svara mjööööög ákveðin: já hún er ein, og HVAÐ með það (smá vörn ok)! Vonandi endist ÞETTA: En svo kynnist þú einhverjum og þá er það pressan – von- andi endist ÞETTA! Stundum ganga sam- bönd ekki þrátt fyrir kærleika og góðan ásetning í byrjun. Það fylgir því áhætta að opna hjarta sitt og hleypa annarri mann- eskju inn í líf sitt, en þó að sambandið sé stutt er ekki þar með sagt að það hafi verið mistök. Þú lærir og tekur með þér lærdóminn út í lífið og þrátt fyrir tár og tómleika í hjarta þá ertu reynslunni ríkari sem mun nýtast á einhvern hátt. Sam- bandið endist meðan það endist og engin ein rétt tímasetning hvað þetta varðar. Æ æ æ gekk‘etta‘ekki í ÞETTA skiptið, er klárlega ekki það sem þú vilt heyra. Í mínum huga eru gæði á sambandi ekki mæld í lengd þess heldur hver þú ert á meðan á sambandinu stendur. Þú átt skilið að hitta einhvern! Hversu oft heft ég heyrt ,,ji, skrýtið að hún sé alltaf ein, virkar svo fín og ætti skilið að hitta einhvern“. Ef þetta er sagt um aðra þá er þetta sagt um mig. Svona rétt eins og það sé búið að setja einhvern mælikvarða á fólk, sumir eiga skilið að hitta einhvern en svo eru það aðrir sem eiga skilið að enda einir eða í versta falli að enda með einhverjum drullusokknum eða sokkabuxunum! Ef þú ert lengi ein en ert ,,svoldið góð og fín“ manneskja þá er auðvitað skýring á því. Þú ert; of vandlát, of stjórnsöm, of sjálf- stæð, of fljótfær, of EITTHVAÐ! Já það er klárlega eitthvað AÐ hjá þér! Svona rétt eins og það hafi ekkert með það að gera hvort þú verður ástfangin eða ekki – eða að þú veljir kannski að vera einn eða ein! Sagði vini mínum að ég samgledd- ist honum en útskýrði að ég væri orðin þreytt á því að vera sífellt minnt á það að þeir einhleypu væru ekki alveg normal og hamingjan væri fólgin í því að finna einu réttu manneskjuna. Það væri búið að normalisera pör og hjón þrátt fyrir að í dag vissum við betur. ,,Njóttu þess að vera í sambandi og ekki hugsa of langt fram í tímann – þú ert þó alla vega með jólakær- ustu ef þetta gengur næstu vikurnar“. Megir þú njóta aðventunnar með því fólki sem þú kýst að hafa nálægt þér hverju sinni. Ljós og friður. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid Loksins ég fann þig! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Það fylgir því áhætta að opna hjarta sitt og hleypa annarri manneskju inn í líf sitt. Stu tta r Jólaljósin á jólatré Sandgerðisbæjar voru kveikt þann 3. desember. Það er orðinn siður í Sand- gerði að kveikja jólaljósin þann 3. desember en það er afmælisdagur Sandgerðisbæjar, sem fagnaði í gær 22 ára afmæli. Það var Óðinn Pétursson frá Hafur- bjarnarstöðum við Sandgerði sem kveikti jólaljósin. Hann er nýlega orðinn 6 ára gamall en sá siður hefur skapast að fá sex ára barn sem á afmæli sem næst 3. desember til að kveikja ljósin. Óðinn á afmæli í lok nóvember. Eftir ávarp Ólafs Þórs Ólafssonar, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis, þá söng barnakór Sandgerðis við undirleik Hobbitana. Þá kom jólasveinn í heimsókn og gladdi viðstadda. Kalt var í veðri í Sandgerði í gær en foreldrafélag Grunnskólans í Sandgerði sá til þess að allir fengju hita í kroppinn með því að bjóða upp á kakó með rjóma og piparkökur. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi. Sandgerðingar tendruðu jólaljósin í bæjarafmæli Með kannabis- pakkningar Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann á þrí- tugsaldri, sem reyndist vera með nokkrar pakkningar sem innihéldu kannabis í vasanum. Maðurinn var farþegi í bifreið sem lögregla hafði stöðvað við hefðbundið eftirlit. Ökumaður bifreiðarinnar og farþegi voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð, þar sem kanna- bispakkningarnar fundust á þeim síðarnefnda. Ökumann- inum var sleppt að lokinni leit í bifreið hans og hinum mann- inum einnig eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum. Þá var annar ökumaður undir tvítugu handtekinn um helgina, grunaður um fíkniefnaakstur. Hann neitaði sök, en játaði svo brot sitt eftir að leifar af fíkni- efnum og neysluáhald fundust í bifreið hans. Loks var ökumaður handtekinn vegna ölvunarakst- urs. Hann var færður á lögreglu- stöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.