Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
Jólabakstur
Á þessum tíma árs gef ég gjarnan jólauppskriftir
til kúnnana minna og reyni
að hvetja þau til að prófa upp-
skriftir að smákökum
sem eru í hollari kant-
inum. Þannig náum
við að njóta þess að fá
okkur sætindi án þess
að það taki mikinn
toll af heilsunni og líkamanum.
Mig langar því að deila með ykkur
tveimur uppskriftum að smákökum
sem ættu að falla í kramið hjá
flestum og þykja mjög góðar. Þið
getið notað gróft spelt t.d. á móti
þessu fína og jafnvel heilhveiti ef þið
viljið. Einnig er hægt að nota xylitol
náttúrlega sætu í staðinn fyrir kó-
kóspálmasykur og eru notuð sömu
hlutföll og af venjulegum sykri ef þið viljið
skipta út og breyta gömlum uppskriftum (1
b sykur = 1 b kókóspálmasykur eða xylitol, 1
b sykur = ½ - ¾ b agave síróp). Gangi ykkur
vel og njótið!
Hollari piparkökur
4 dl fínt speltmjöl
1 ½ dl kókóspálmasykur
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/8 tsk pipar
1 tsk vínsteinslyftiduft
90 g smjör
½ dl mjólk
½ dl agave síróp
-blanda öllu saman og fletja út
deig, skera út piparkökur
-bakið við 200°C í 10-15 mín
Hafra og Hnetusmjörs
smákökur
2 dl kókósolía (eða 200 g smjör)
140 g lífrænt ‘crunchy’ hnetusmjör
160 g kókóspálmasykur
250 g haframjöl
200 g saxaðar döðlur og/eða rúsínur
2 stór egg eða 3 lítil
1 tsk vanilla
120 g fínt spelt
1 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk salt
-blanda olíu/smjöri, hnetusmjöri og kókós-
pálmasykri saman við lágan hita og taka af
hellu
-hræra eggjum og vanilla út í með sleif
-bæta döðlum og haframjöli + öllum þurr-
efnum út í stóra skál og hræra
-búa til hæfilega stóra klatta og inn í ofn á
bökunarpappír
-bakið við 180°C í 15 mín
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir
Ásdís
grasalæknir
skrifar
HeIlsUHoRnIð
Allir velkomnir!
Nýtt símanúmer 421 4848 - Promoda, Nesvöllum - Reykjanesbæ
ÓSK UM GLEÐIRÍKA JÓLAHÁTÍÐ
OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI,
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN
MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM
GJAFAPAKKNINGUM,
T.D. Í JÓLAPAKKANN
KYNNING Á KÉRASTASE
FÖSTUDAGINN 7. DESEMBER
20% AFSLÁTTUR AF VÖRUM
Jóhanna Svala Linda Marta
Hársnyrtistofan
Við þökkum fyrir frábærar
viðtökur við sameiningu
KJÖRSTJÓRN
SUÐURKJÖRDÆMIS
auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í
Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 2013 skulu
senda kjörstjórn skriflega kynningu fyrir kl. 12:00, þann 28. desember
2012, þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu
baráttumálum sínum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista þeir
sækjast eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd.
Sjá reglur á vef Framsóknar:
www.framsokn.is/Flokkurinn/Frambodsreglur/Reglur_um_tvofalt_
kjordaemisthing
Jafnframt eru flokksmenn hvattir til að tilnefna frambjóðendur með
því að senda tölvupóst á framsokn@framsokn.is. Skal þar tilgreina
nafn frambjóðanda, rökstuðning fyrir tilnefningu, hvaða sæti á
listanum kæmu til greina og aðrar þær upplýsingar er skipta máli.
Tilnefningar skulu sendar í síðasta lagi föstudaginn 14. desember n.k.
Selfossi, 29. nóvember 2012.
KJÖRSTJÓRN SUÐURKJÖRDÆMIS
Eldey, kór eldri borgara
Karlakór Keflavíkur
Kór Keflavíkurkirkju
Kvennakór Suðurnesja
Sönghópur Suðurnesja
Söngsveitin Víkingarnir
í Stapanum
6. desember 2012
kl. 20:00
Miðaverð 1000 kr
Jólatónleikar til styrktar
Velferðarsjóði Suðurnesja
Fram koma:
Stjórnarmenn Knattspyrnu-deildar Njarðvíkur færðu Vel-
ferðarsjóði Suðurnesja fjárstyrk
frá deildinni ásamt innrömm-
uðum keppnisbúningi félagsins,
en merki Velferðarsjóðsins er á
öllum keppnisbúningum deildar-
innar.
Styrkur þessi er afrakstur hvata-
kerfis sem sett var upp vegna sam-
starfssamings við aðalstyrktaraðila
deildarinnar, Landsbankann, en
hann setti sér nýja stefnu í stuðn-
ingi við íþróttafélög sem fékk heitið
„Samfélag í nýjan búning“. Lands-
bankinn færði Velferðarsjóðnum
einnig veglegan styrk er samn-
ingurinn við deildina var undir-
ritaður á síðasta ári.
Knattspyrnudeild Njarð-
víkur og Landsbankinn
styrkja Velferðarsjóðinn
Stóra jólablaðið
í næstu viku!
f.v.: njarðvíkingarnir leifur xxxsson, arngrímur guð-
mundsson og Ólafur Thordersen og Hjördís kristins-
dóttir frá Velferðasjóði með njarðvíkurbúninginn.