Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4
PÁLL KETILSSONvf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
RITSTJÓRN
RITSTJÓRNARBRÉF
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Hvar verslar þú fyrir þessi jól?
Þetta er spurning sem við öll
sem búum á Suðurnesjum
þurfum að spyrja okkur.
Hafi einhvern tíma verið
mikilvægt að geta svarað
þessari spurningu játandi er
það nú. Hvort sem litið er
til sérverslana í okkar næsta
nágrenni eða matvöruversl-
ana, þá er það nauðsynlegt að við
lítum okkur nær þegar við ákveðum
hvar við gerum jólainnkaupin.
Rekstur verslana í okkar
nærumhverfi á undir högg að sækja,
sérstaklega í sérverslunum og smærri
búðum. Ekki viljum við þurfa að
sækja það sem við þurfum út fyrir
svæðið þó svo að það sé vissulega
nauðsynlegt í einhverjum tilfellum.
Þróun í verslun á Suðurnesjum
hefur því miður verið á þá leið að
það hefur kvarnast út úr úrvalinu og
þjónustunni. Vissa vöruflokka hrein-
lega vantar. En vonandi tekst að hífa
það upp. Gott dæmi um þetta
er verslunargatan í Keflavík,
Hafnargatan. Hún er götótt.
Þar er pláss fyrir fleiri aðila.
Þar eru þó fyrir góðir aðilar
að berjast og því er það svo
mikilvægt að við sýnum
þeim lit, sem og öðrum við-
skiptaaðilum á svæðinu.
Sama má segja um matvöruna, en
hér á Suðurnesjum er þriðja stærsta
matvörukeðja landsins, Samkaup hf.,
sem hefur um árabil stutt við samfé-
lagið í hinni margvíslegu mynd, auk
þess að veita fjölmörgum atvinnu.
Við hér á Víkurfréttum höfum verið
í markaðsátaki, skafmiðahapp-
drættinu Jólalukkunni, í mörg ár
með verslunum og fyrirtækjum.
Verkefnið er hugsað til að sameina
krafta aðila á svæðinu, styrkja versl-
unina og vera hvatning til bæjarbúa
að gera jólainnkaupin heima.
„Ég ætla að kaupa allar jólagjaf-
irnar hér heima. Við verðum
að standa saman,“ sagði góður
maður við okkur hér á VF um
daginn. Höfum þessi orð í huga.
Það er betra fyrir okkur öll.
Láttu drauminn rætast
Ég man eftir þeirri stundu sem ég
ákvað að verða flugmaður eins og
hún hafi gerst í gær. Ég hef verið
svona 6 ára gamall þegar ég fór í
sumarfrí með fjölskyldunni minni
til Hollands og flugstjórinn var afa-
bróðir minn. Hann bauð mér að
kíkja fram í og það er stund sem
ég gleymi aldrei. Allir þessir takkar
heilluðu mig og frá þeirri stundu
var ekki aftur snúið. Ég var stað-
ráðinn í að verða flugmaður.
Atvinnuflugmannsnám
hjá Keili
Árið 2007 rættist svo draumurinn
og ég útskrifaðist með einkaflug-
mannsskírteini sem er fyrsta skrefið
í átt að atvinnuflugmannsprófi. Ég
hóf svo atvinnuflugmannsnám árið
2009 hjá nýjum flugskóla Keilis
og var í hópi þeirra fyrstu sem út-
skrifuðust úr bóklegu atvinnuflug-
mannsnámi frá þeim árið 2010.
Atvinnuflugmannsnám skiptist í
bóklegan og verklegan hluta og er
mjög krefjandi og krefst mikils aga
og skipulagningar. Bóklegi hlut-
inn fór fram í fjarnámi og var það
í fyrsta skipti sem boðið var upp
á það á Íslandi. Fjarnámskerfið er
mjög gott, kennararnir reynslu-
miklir og alltaf tilbúnir til að hjálpa
ef nemendur lentu í einhverjum
vandræðum með námið.
Eftir að ég lauk bóklega hlutanum
tók við verklegt atvinnuflug-
mannsnám og blindflugsréttindi
á fjölhreyfla flugvél hjá Keili. Það
sem heillaði mig við að taka þann
hluta hjá Keili voru splunkunýjar
hátækni Diamond flugvélar sem
eru með fullkomnustu kennslu-
vélum í heiminum í dag. Það voru í
raun forréttindi að fá að læra á svo
góð tæki því reynslan sem ég fékk
er heldur betur að reynast mér vel
í dag. Keilir gerir út frá Keflavíkur-
flugvelli sem var önnur ástæða sem
heillaði mig. Það var mjög góð
reynsla að fljúga frá alþjóðaflugvelli
þar sem er mikil þotuumferð og
maður þarf að vera á tánum allan
tímann.
Aðstæður til
flugnáms eru góðar
Skemmtilegasti hlutinn af náminu
fannst mér blindflugið. Þau rétt-
indi gera manni kleift að fljúga í
lélegu skyggni og inni í skýjum
og er í raun mjög öguð leið til að
fljúga flugvél. Blindflugsmælitækin
í vélum Keilis eru mjög flott og
fullkomin sem gerði námið enn
skemmtilegra og ýtti enn meira
undir áhugann að læra þá list sem
blindflug er. Aðstæður á Íslandi til
flugnáms eru mjög góðar og oft
krefjandi, sérstaklega á veturna, en
vélarnar eru vel búnar til þess að
takast á við íslensk skilyrði. Partur
af náminu er að takast á við erf-
iðar aðstæður þar sem maður þarf
að skipuleggja vel fram í tímann
og hugsa um alla þá möguleika
sem eru til staðar og vera við öllu
viðbúinn. Kennararnir í verklegu
deildinni voru frábærir og leið-
beindu mjög vel við allar aðstæður.
Aðstaða verklegu deildarinnar er
til fyrirmyndar og viðhaldið á vél-
unum er gott.
Atvinnuflugmaður
hjá stóru flugfélagi
Í kjölfar námsferils míns hjá Keili
var ég ráðinn sem þjálfunarstjóri í
Flugakademíu Keilis. Þar sá ég um
skipulagningu verklegu deildar-
innar og tók að mér ýmis önnur
verkefni innan flugakademíunnar.
Sú reynsla sem ég fékk í því starfi
á eftir að fylgja mér til æviloka.
Það opnuðust fyrir mér ótal víddir.
Ég starfaði hjá Keili í tvö ár og ég
kynntist fullt af frábæru fólki þar.
Í dag starfa ég sem atvinnuflug-
maður hjá stóru flugfélagi í Evrópu
og er að fljúga Boeing 737-800.
Þessa stundina er ég staðsettur í
Svíþjóð og þaðan flýg ég til áfanga-
staða um nánast alla Evrópu. Það
fylgir mikil ábyrgð að fljúga stórri
þotu sem tekur um 200 farþega. Öll
sú reynsla sem ég fékk í flugnáminu
hjá Keili er sannarlega að skila sér
núna. Ég hlaut góða þjálfun hjá
Keili sem er að reynast mér afar vel
í mínu starfi í dag. Ef ekki væri fyrir
Keili og það frábæra fólk sem þar er
þá væri ég ekki á þeim stað sem ég
er á í dag.
Ragnar Magnússon
Flugakademía Keilis býður upp
á nám í einkaflugi og atvinnu-
flugi, auk flugtengdra greina
svo sem flugumferðarstjórn og
flugþjónustu. Tekið er við um-
sóknum fyrir vorönn 2013 til 10.
desember næstkomandi. Nánari
upplýsingar á www.keilir.net/flug
stu
tta
r
Jólakaffi-
húsakvöld í
Eldey í kvöld
Það verður jóla, jóla á kaffi-húsakvöldinu í Eldey,
Grænásbraut 506 á Ásbrú, í
kvöld, fimmtudagskvöldið 6.
desember, frá kl. 20:00 - 22:00.
Marta Eiríksdóttir mun kynna
bókina sína: Becoming Goddess
- Embracing Your Power en í
henni fjallar Marta um þessa
innri visku sem við eigum að-
gang að í hjarta okkar. Bókin er
ekta náttborðsbók, þú vilt eiga
hana og fletta upp í henni þegar
„lífsins skóli“ er þér um megn og
þig vantar andlegan stuðning.
Lifandi jólatónlist og ein alls-
herjar jólastemmning í húsinu:
jólasápur, jólasvuntur, jólasultur
og jólatilboð.
Boðið verður upp á kaffi og
heimabakað gegn frjálsum fram-
lögum og vinnustofur hönnuða
verða opnar.
Komdu þér í jólagírinn með
okkur í Eldey!
ÞARFTU
Að AUglýsA?
Hafðu samband
í síma 421 0001
eða á fusi@vf.is