Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 20.09.2012, Qupperneq 10
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Ert þú pennavinur? Menntunar og hæfniskröfur: • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum • Rík þjónustulund • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulag í starfi • Góðir samskiptahæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta, Navision kunnátta er kostur • Góð íslenskukunnátta Starfssvið: • Sér um daglega sölu og þjónustu til viðskipta vina, ásamt því að afhenda vörur • Viðhalda núverandi viðskiptatengslum á þessum tilteknu svæðum • Öflun nýrra viðskiptavina • Samskipti við viðskiptavini, sölutilboð og samningagerð • Önnur tilfallandi verkefni Umsóknarfrestur er til og með 26.september 2012. Umsóknir óskast sendar á netfangið atvinna@penninn.is Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Sölumaður í fyrirtækjaþjónustu Pennans Penninn leitar að öflugum starfskrafti í fyrirtækjaþjónustu í Reykjanesbæ. Vinnusvæðið er Reykjanesbær og Akranes. NÁMSKEIÐ UM UPPELDI BARNA MEÐ ADHD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið er hannað til að hjálpa foreldrum að tileinka sér gagnreyndar uppeldisaðferðir til að takast á við vandamál sem algeng eru hjá börnum með ADHD. Æskilegt er að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 5-12 ára sem greind hafa verið með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD/ADD) og eru ekki með alvarlegar eða fjölbreyttar fylgiraskanir. Námskeiðið er 12 klst og skiptist í 6 hluta, í tvo tíma í senn. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. október kl.19:30-21:30 og kennt verður vikulega í fyrstu fimm skiptin en tvær vikur eru á milli næstsíðasta og síðasta tíma sem verður 27. nóvember. Kennt verður í Holtaskóla. Þátttökugjald er 3000 kr fyrir einstaklinga og 5000 kr fyrir pör. Skráning fer fram í síma 421-6700 og skráningu lýkur 8. október Leiðbeinendur: Agnes Björg Tryggvadóttir og Sigurður Þ. Þorsteinsson, sálfræðingar Keflvíska hljómsveitin Valdi-mar hefur gefið út nýtt lag. Lagið heitir Sýn og er fyrsta smá- skífan af plötunni Um Stund sem væntanleg er í hillur verslana um miðjan október. Hægt er að hlýða á lagið í sérstakri forhlustun á gogoyoko.com. Hljómsveitina Valdimar stofnaði Valdimar Guðmundsson ásamt vini sínum Ásgeiri Aðalsteinssyni árið 2009. Hægt og rólega bættust fleiri í hópinn og nú er Valdimar orðin að 6 manna hljómsveit. Auk Valdimars og Ásgeirs skipa sveitina þeir Guðlaugur Már Guðmunds- son, Þorvaldur Halldórsson, Krist- inn Evertsson og Högni Þorsteins- son. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Undraland, kom út árið 2010. Platan fékk góðar viðtökur og nutu lögin Yfirgefinn, Brotlentur og Undraland mikilla vinsælda í útvarpi. Fyrir plötuna hlaut sveitin tilnefningu sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem hún var valin á úr- valslista Kraums. Sporthúsið opnaði sl. laugar-dag nýja og glæsilega 2000 fermetra heilsu- og líkamsræktar- stöð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í stöðina þegar hún opnaði, enda var aðgangur ókeypis á opnunar- daginn til að gefa fólki tækifæri á að kynna sér stöðina sem er þriðja stærsta líkamsræktarstöð lands- ins. Það er Suðurnesjafólkið og hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómars- dóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum. Sporthúsið er vel þekkt fyrirtæki á þessu sviði og rekur eina stærstu og öflugustu líkamsræktarstöð lands- ins í Kópavogi. Sporthúsið á Ásbrú mun bjóða allt það helsta í líkamsrækt í dag; fullkominn tækjasal, einkaþjálfun, leikfimissali, CrossFit, HotYoga, skvass, spinning, Fit pilates, ketil- bjöllur og úrval opinna tíma. Einnig verður boðið upp á barnagæslu, veitingasölu og boostbar, auk þess sem fyrirhuguð er opnun verslunar í húsnæðinu. Þá verður Sporthúsið í samstarfi við íþrótta- og heilsuskóla Keilis. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun stöðvarinnar sl. laugar- dag. Það er Suðurnesjafólkið og hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eig- endum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum. Þriðja stærsta líkamsræktar- stöð landsins opnar á Ásbrú Nýtt lag frá strák- uNum í Valdimar

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.