Víkurfréttir - 20.09.2012, Side 16
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR16
Helgina 21.-23. september nk. verður haldið Kvennaþing
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þetta þing
er haldið fyrir allar konur í SL,
hvort sem þær eru í slysavarna-
deildum, kvennasveitum eða
björgunarsveitum og er haldið
annað hvert ár á mismunandi
stöðum um landið.
Um 200 konur hafa skráð sig á
þingið svo búast má við líflegu og
fjörugu þingi þar sem Sirrý (Sig-
ríður Arnardóttir) mun fara með
þær í gegnum það hvernig á að
ná til fjölmiðla til að kynna sig og
starfið þeirra og að hafa gaman af
því sem þær eru að gera.
Á sunnudeginum munu svo stöll-
urnar Anna Lóa og Þóranna láta
þær vinna saman og velta fyrir sér
hinum ýmsu spurningum um starf
og verkefni sveitanna.
Að sjálfsögðu er líka boðið upp
á skemmtun og á föstudeginum
eftir setningu þingsins í Listasafni
Duushúsanna. Þar geta þátttak-
endur notið þeirra listasýninga sem
þar eru en einnig munu lista- og
handverkssmiðjur bæjarins vera
með opið á föstudagskvöldinu fyrir
slysavarnakonurnar.
Á laugardagskvöldinu er svo boðið
upp á skemmtun og ball þar sem
þemað er að sjálfsögðu „Hernáms-
árin“ og heyrst hefur að sumar
sveitirnar hafi lagt helling í að finna
réttu fötin til að vera í á þessari
skemmtun sem að sjálfsögðu er
haldið í Officeraklúbbnum.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Krist-
björg Gunnbjörnsdóttir, formaður
kvennasveitarinnar Dagbjargar, að
mikill undirbúningur sé búinn að
eiga sér stað fyrir Kvennaþingið.
Undirbúningurinn hefur staðið allt
sl. ár en um undirbúninginn sjá
félagskonur í kvennasveitinni Dag-
björgu í Reykjanesbæ. Þær hafa
víða fengið stuðning og vilja koma
á framfæri þakklæti til allra sem
lagt hafa þeim lið í undirbúningi
Kvennaþingsins sem verður haldið
í Keili á Ásbrú um komandi helgi.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Aðgangseyrir 2.500 kr. og geisladiskurinn fylgir með!
Arnór Vilbergsson stjórnar hljómsveit og kór.
verða laugardaginn 22. september kl. 16:00 í Stapanum, Reykjanesbæ.
Í TILEFNI 70 ÁRA
AFMÆLIS KÓRS
KEFLAVÍKURKIRKJU
OG ÚTGÁFU
GEISLADISKS
Fundarstjóri Kvennaþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar:
Olga Björt Þórðardóttir, Njarðvíkurmær, verður með stjórn á öllum
málum hjá okkur og mun sjá til þess að dagskráin okkar standist, smalar
okkur saman þegar við gleymum okkur í spjallinu við að kynnast betur og
ræða saman um okkar hjartans mál og öll þau mikilvægu málefni sem við
vinnum að.
Fyrirlesarinn okkar á laugardeginum
Sigríður Arnardóttir fjölmiðlafræðingur, fyrirlesari og rithöfundur sem
allir þekkja undir gælunafninu Sirrý mun fara með okkur í gegnum það
hvernig við eigum að ná til fjölmiðla til að kynna okkur og okkar starf,
að njóta þess sem við erum að gera, að vera ekki of hógværar og lítillátar
heldur láta ljós okkar skína og treysta á okkar eigin krafta og hæfileika og
ekki síst að kynnast hvor annarri. Hún mun hvetja okkur til að laða fram
það góða til að auðvelda okkur að sinna verkefnum okkar eins og við viljum
vinna þau.
Veislustjóri kvöldsins:
„Það er draumur að vera með dáta“. Hún Mæja er ein af okkur og hefur
þann góða hæfileika að geta skemmt öðrum með léttri og glaðlegri fram-
komu sinni ásamt því að komast skemmtilega að orði, geta fengið stóran
hóp til að finnast hann vera einstakur og gleður svo sjálfa sig og aðra með
gítarspili og léttum söng sem fær alla til að vilja taka undir með henni, að
sjálfsögðu verður hennar eini og sanni Valli rútubílstjóri með og spilar
undir með henni á harmonikuna.
Anna Lóa og Þóranna Kristín
Þær stöllurnar Anna Lóa og Þóranna Kristín verða með okkur á sunnudeg-
inum og munu fá okkur til að kíkja í eigin barm, láta okkur ræða um hvað
við viljum, hvernig við viljum og fleira áhugavert.
Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi að mennt og starfar sem slíkur hjá
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Hún kennir líka sjálfstyrkingu enda
er það staðföst trú hennar að gott sjálfstraust sé undirstaða aukinna lífs-
gæða. Anna Lóa hefur haldið fyrirlestra um hamingjuna út um allt land
og heldur úti Hamingjuhorninu á FB ásamt vikulegum pistlum í Víkur-
fréttum. Hún stofnaði SKASS ásamt Þórönnu Kristínu og hafa þær brallað
ýmislegt saman í framhaldi af því.
Þóranna K. Jónsdóttir er sérfræðingur í markaðsmálum og hefur frá
sumrinu 2011 eflt markaðsstarf fjölda fyrirtækja með störfum sínum undir
merkjum Markaðsmála á mannamáli. Þóranna er með MBA frá University
of Westminster og hefur starfað við markaðs- og auglýsingamál í um áratug,
m.a. fyrir Renault á auglýsingastofunni Publicis í London, hjá auglýsinga-
stofunni Góðu fólki í Reykjavík og fyrir Sparisjóðinn. Sem verkefnastjóri
fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar lagði Þóranna grunninn að starfs-
semi frumkvöðlasetursins í Eldey og sinnti þar ráðgjöf við frumkvöðla og
fyrirtæki. Þóranna var leikkona í fyrra lífi, auk þess sem hún hefur starfað
í meiri eða minna mæli sem söngkona frá því á unglingsárunum. Þóranna
stofnaði SKASS ásamt Önnu Lóu og hafa þær gert ýmislegt kraftmikið og
skemmtilegt saman í framhaldinu.
Örstutt um Kvennaþingið
Um 200 slysavarnakonur stilla saman
strengi á þingi í Reykjanesbæ
Kvennasveitin Dagbjörg er öflugur bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Skiptir þá engu hvort um er að ræða
flugeldasölu, eða önnur aðstoð á bak við tjöldin. Þegar björgunarsveitirnar fara í útköll þá eru kvennasveitirnar
á bak við tjöldin og sjá um að allir fái nauðsynlega næringu. Á meðfylgjandi mynd eru Dagbjargar-konur að
afhenda Björgunarsveitinni Suðurnes góðar gjafir.