Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Page 15
6. Kirkjuþing 7. mál Tillaqa til þinqsályktunar um quosþjónustur á helqidöqum þjoðkirkjunnarT" Flm. frú Júsefína Helgadóttir. Kirkju|)ing 1968 ályktar, að hverjum presti þjúðkirkjunnar, sem hefur embætti á hendi, beri að messa að minnsta kosti einu sinni á hverjum helgidegi, nema hann sé veikur, ófært sé til kirkju vegna veðurs eða hann hafi á messudegi verið kvaddur til^setu á prestastefnu eða öðrum fundum um kirkjuleg málefni. Þó eru undanskildir þeir helgidagar, sem falla inn í^orlofstíma prestsins. Sóknarnefndir og safnaðarfulltrúar skulu gera skýrslur um messur, á þar til gerðum eyðublöðum, og senda þær ársfjórðungslega til biskupsskrifstofunnar• NÚ kemur í ljós, að messur hafa fallið niður, án þess að þær ástæður, sem að framan greinir, séu fyrir hendi, og skal þá koma hlutfallslegur frádráttur af embættis- launum prestsins. Visað til allsherjarnefndar. Nefndin lagði til, að till. yrði svohljóðandi: Kirkjuþing, haldið^l968, beinir þeim eindregnu tilmælum til þjónandi presta þjóðkirkjunnar, sóknarnefnda og safnaðar- fulltrúa, að helgihald kirkjunnar verði rækt eins ýtarlega og lög og tilskipanir þar að lútandi mæla fyrir um, enda sjái kirkjustjórn um, að viðkomandi aðilar fái í hendur fyrirmæli um starfsvið sitt. Jafnframt treystir Kirkjuþing því, að prófastar í umboði biskups sjái til, að helgihaldið só virt og rækt og vandi um, ef út af er brugðið. Við 2.umræðu komu fram breytingartillögur um orðalag: í stað orðsins "helgihald" komi "guðsþjónustuhald", og niðurlag till. hljoði svo: "----að guðsþjónustur séu ræktar, og vandi um, ef út af er brugðið". Þessar breyt.till. voru samþykktar og ályktunin síðan skv. till. allsherjarnefndar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.