Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 11
5
Kirkjuþing 1983
Kirkjuþing islensku þjóókirkjunnar hið fjórtánda i rööinni hófst
með guðsþjónustu i Hallgrimskirkju, sunnudaginn 16. október kl. 14.
Séra Ólafur Skúlason vigslubiskup predikaði en altarisþjónustu
önnuðust sóknarprestar Hallgrimskirkju þeir séra Karl Sigurbjönrs-
son og séra Ragnar Fjalar Lárusson. Orgelleikari var Hörður As-
kelsson.
Að lokinni guösþjónustu var gengið i safnaðarsal Hallgrimskirkju,
þar sem þingsetning fór fram og fundir þingsins siðan haldnir.
Þingsetning, hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup
Biskup ávarpaði kirkjuþingið. Hann bauó velkominn dóms- og kirkju-
málaráóherra, JónHelgason, ráöuneytisstjóra Baldur Möller og aðra
gesti, sem viðstaddir voru. í upphafi ræðu sinnar gat biskup þess,
að i ár væru 25 ár frá þvi fyrsta kirkjuþing islensku þjóðkirkjunnar
kom saman en það var 18. október 1958 og þess vegna væri nú um
merkan atburð að ræóa.
Biskup þakkaði forráðamönnum Hallgrimskirkju kærkomna aóstöðu til
fundarhalda og hve ljúflega hún væri ávallt af hendi látin.
Biskup minntist látinna kirkjuþingsmanna: Séra Þorgrimur Vidalin
Sigurðsson fyrrv. prófastur Staöastaö, andaóist 10. júli siðastl.,
77 ára, f. 19. nóvember 1905, en hann sat sem fulltrúi presta i
2. kjördæmi frá upphafi þingsins. Kirkjuþing kaus séra Þorgrim
i Kirkjuráð og skipaói hann þar sæti árum saman. Pálina Pálsdóttir
húsfrú Eyrarbakka,andaðist i september s.l., 92 ára, f. 9. mai 1891.
Pálina sat á kirkjuþingi sem fyrri varamaður leikmanna 7. kjördæmis
1964 og 1966.
Biskup bauð velkominn til starfa á kirkjuþingi nýjan vigslubiskup
Skálholtsbiskupsdæmis hins forna séra Ölaf Skúlason, dómprófast.
Jafnframt minntist biskup meó þakklæti starfs séra Siguróar Páls-
sonar fyrrum vigslubiskups, er átti sæti á kirkjuþingi allt frá
1958. Biskup bað honum og fjölskyldu hans blessunar Guós, sömu
óskir flutti biskup fráfarandi kirkjumálaráðherra Friðjóni Þórðar-
syni. Hann bauð velkominn til starfa á kirkjuþingi hinn nýja ráð--
herra, Jón Helgason og kvað kirkjuna vænta mikils af störfum hans.