Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 17
1983
14. kirkjuþing
1. mál
Skýrsla Kirkjuráós
Flm. hr. Pétur Sigurgeirsson biskup.
Við upphaf kirkjuþings, sem er hió 14. i röðinni frá stofnun
þess 1957, býó eg ykkur innilega velkomin til starfa. Eg mun
nú gera nokkra grein fyrir störfum Kirkjuráðs á liónu starfs-
timabili. Á lokafundi siðasta kirkjuþings, 18. nóv. s.l. var
kosió nýtt Kirkjuráð, sem er þannig skipað: Séra Sigurður
Guðmundsson vigslubiskup,varaforseti, séra Jónas Gislason
dósent, Gunnlaugur Finnsson kaupfélagsstjóri og Kristján Þor-
geirsson fulltrúi, biskup er sjálfkjörinn forseti ráðsins.
Varamenn voru kosnir: Séra Þorbergur Kristjánsson fyrrv. form.
Prestafélagsins, Ottó A. Michelsen forstjóri, Hermann Þorsteins-
son framkvæmdastjóri og séra Jón Einarsson prófastur. Biskups-
ritari séra Magnús Guðjónsson er ritari ráðsins.
Hió nýkjörna Kirkjuráð kom saman á fyrsta fund sinn þegar að
loknu kirkjuþingi, 19. nóv. og hefur haldið alls sex fundi,
auk þess sem kirkjuráósmenn hafa setið tvo fundi i samstarfs-
nefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar, sem stofnuð var með lögum
26. febr. 1982.
Á fundum ráðsins hefur einkum verió fjallaó um þau mál og erindi,
sem afgreidd voru á siðasta kirkjuþingi ásamt þeim verkefnum,
sem Kirkjuráð hefur til afgreiðslu frá ári til árs. Um framgang
hinna ýmsu mála er það i heild aó segja, að Kirkjuráó hefur reynt
að fylgja þeim áfram eftir megni, sumum þeirra hefur verió hægt
að þoka nokkuð áleiðis öðrum skemur, - og er þá þess einnig að
geta, að nú hefur timi milli kirkjuþinga styst um helming og það
hefur m.a. leitt til þess, að Kirkjuráð hefur komió oftar saman
en nokkru sinni fyrr á milli kirkjuþinga.
Af einstökum málum, er siðasta kirkjuþing afgreiddi ber fyrst að
nefna frumvörp til laga, er samþykkt voru á þinginu: 1. mál um
kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.