Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 19
13
Eg gekká fund hins nýja kirkjuraálaráðherra Jóns Helgasonar og
ræddi um öll þau löggjafaratriði, sem kirkjuþing samþykkti og
lagði áherslu á, að þau yrðu borin fram á Alþingi. Hann hefur
fyrir sitt leyti vilja til þess að svo megi verða, eins og við
þekkjum vel af áhuga hans á kirkjunnar málum. En það verður aö
segjast, að tvisýnt er um árangur þeirra þingmála, sem fela i
sér auknar fjárveitingar, - eins og málum er nú háttað. Kirkju-
ráði er það kappsmál, að kirkjuþingsfrumvörpin fái sína umfjöllun
á Alþingi. Á það verður að leggja aukna áherslu m.a. i sam-
starfsnefnd Alþingis og kirkjunnar.
4. mál. Um minningarár Lúthers.
Kirkjuráð skipaði Lúthersársnefnd samkvæmt tilmælum kirkjuþings.
1 nefndinni eru dr. Gunnar Kristjánsson formaður sem jafnframt
er form. Lúthersfélagsins, séra Þorbjörn Hlynur Árnason ritari.
Aðrir nefndarmenn séra Jón Einarsson prófastur, Ottó Michelsen
forstjóri og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor.
Nefndin hefur haldið marga fundi og hefi eg tekið nokkurn þátt
i störfum nefndarinnar. Ákveðin eru eftirfarandi atriói:
- a) Ráðstefna 4. og 5. nóv. um Lúther og áhrif verka hans
á islenskt þjóðlif.
- b) Guðsþjónustur i kirkjum landsins i minningu Lúthers sunnu-
daginn 6. nóv. eða 13. nóv. ef betur hentar og fræðslu-
kvöld um Lúther i þeirri viku eftir þvi sem aðstæður leyfa.
- c) Otgáfa á ævisögu Lúthers eftir Roland Bainton, sem séra
Guðmundur Óli Ólafsson þýðir en bókaútgáfan Salt gefur út.
Einnig koma út tvö rit Lúthers: Til hins kristna aðals og
Um hið veraldlega yfirvald i þýðingu séra Geirs Waage.
Þá má minna á þátt siðustu prestastefnu i Lúthersárinu, sen.
hafði að umræðuefni Hinn lútherski arfur i kirkju nútimans.
5. mál. Um-kirkjulist á Kjarvalsstöðum.
Kirkjuþing lýsti ánægju sinni yfir framkominni hugmynd um sýn-
inguna, og var hún haldin á Kjarvalsstöðum 19. mars til lO.april
i vor. Sýning þessi var mjög yfirgripsmikil og vakti verðskuld-
aða athygli. Margir unnu að framkvæmd sýningarinnar en þó sér-
staklega kirkjulistarnefndin, sem auk þess sá um útgáfu á vönd-
uðu riti um kirkjulist.