Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 20
14
Nefndin er þannig skipuð að dr. Gunnar Kristjánsson formaður
nefndarinnar er tilnefndur af Prestafélagi íslands, Björn Th.
Björnsson tilnefndur af Félagi islenskra myndlistarmanna og
dóhannes S. Kjarval arkitekt, tilnefndur af Arkitektafélagi
Islands.
6. mál. Um hækkun framlags til sumarbúðabygginga.
Mál þeirra var sent kirkjumálaráðherra til frekari afgreiðslu.
8. mál. Um fóstureyðingar.
Stuðningsyfirlýsing við framkomin frumvörp Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar á Alþingi þar að lútandi var send til Alþingis,
til heilbrigðis og tryggingarnefndar þingsins.
9., 10., 22. og 34.mál. Um skipun nefndar til að semja drög
að reglugerð við lög um kirkjuþing og Kirkjuráð, endurskoða
þingsköþ kirkjuþings, athuga breytingu á kirkjuþingslögum og
semja reglur um notkun safnaðarheimila.
Samkvæmt tillögum kirkjuþings skipaði Kirkjuráð 3ja manna nefnd,
séra Halldór Gunnarsson, Kristján Þorgeirsson fulltrúa og séra
Þorberg Kristjánsson og var greinargerð nefndarinnar send kirkju
þingsmönnum til kynningar.
11. mál. Um þakkargjörðardag þjóókirkju íslands, Drottni til
dýrðar fyrir allar gjafir hans.
Þessi dagur þakkargjörðar i kirkjum landsins var haldinn 4. sept
s.l. - 14. sunnudag eftir trinitatis.
12. mál. Um stuðning islensku kirkjunnar við hugsjón friðarins,
bæði hérlendis og á erlendum vettvangi.
í þessu sambandi vil eg sérstaklega nefna þátt kirkjunnar i
friðarboðun á siðustu aðventu og jólum, og aðild islensku kirkj-
unnar i alheimsráðstefnunni Lif og friöur, sem haldin var i
Uppsölum í Svíþjóð dagana 20.-23. apríl s.l.
13. mál. Um embætti aöstoöaræskulýðsfulltrúa á Austurlandi.
Mál þetta var kynnt fjárveitingarnefnd Alþingis og rætt um
nauðsyn þess. Þess ber aö geta og þakka, aó Gísli Sigurbjörns-
son forstjóri Grundar, sem margsinnis hefur stutt kirkjuna með
f járframlögum 'weitti styrk til þess að guðfræðistúdent gat starf-
að á Austurlandi um tveggja mánaða skeið í sumar.