Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 21
15
14. og 28. mál. Um stuðning við fátækar kirkjur.
Samkvæmt ábendingu kirkjuþings var haft samráó vió fulltrúa hús-
friðunarnefndar og haldinn fundur meó þjóðminjaverði um málið.
Fram kom, að húsfriðunarnefnd hefur veitt ýmsum kirkjum fjárhags
stuðning og séö um endurbætur þeirra.
Ör Kristnisjóði hefur árlega verið veittur styrkur til viðhalds
kirkjum i hinum fámennustu sóknum, en eg veit að sá stuðningur
nær skammt. Húsfriðunarnefnd setur viss skilyröi, sem i sumum
tilfellum er erfitt fyrir kirkjuna að gangast inn á. Eg vona
aó gagnkvæmur skilningur leysi þann vanda.
15. mál. Um málefni Reykholts i Borgarfirði.
Kirkjuþing beindi áskorun sinni til kirkjumálaráðherra, aö beita
sér fyrir framtíðarlausn Reykholtsmála og standa vörð um hag og
rétt kirkju og prestsseturs að réttum lögum. Ég hefi lagt rika
áherslu á það ásamt stjórn Prestafélags Islands, aó prestsseturs
jörðin Reykholt sé tekin út i hendur sóknarprestsins, en i lögum
segir, að hann skuli taka við jörðinni (þ.e. brauði sinu) „svo
fljótt sem hann getur." (Lög 6/1 1847). Reykholt hefur nokkra
sérstöðu, vegna skólahalds og annarrar uppbyggingar á staðnum,
en á þó ekki að hindra úttekt staóarins i hendur sóknarprestsins
eins og gerist með hvert annað brauð í landinu, þar sem prestur
er kvaddur til þjónustu.
16. mál. Um bókasafnið i Skálholtskirkju.
Málið var i formi fyrirspurnar. Um geymslu safnsins skal fram
tekið, að filma hefur verið sett i rúður til þess að varna
áhrifum Ijóssins á bækurnar. Sjálfvirkur hitastillir er kominn
O
þar til þess að halda hitanum jöfnum i 20 . Þar er og komið
rakatæki. Enn vantar aóstöðu i Skálholti til þess að full not
séu af safninu. Það er eitt þeirra mála sem bióur úrlausnar.
19. mál. Um mikilvægi starfsemi Löngumýrar i Skagafirði.
Langamýri er i vaxandi mæli kirkjumiðstöð fyrir safnaðarfólk
á öllum aldursskeiðum. Kirkjuþing lagði áherslu á aó tryggja
stöðu forstöðumanns á Löngumýri. Eins og áður er sagt tókst
það með fjárveitingu fyrir þetta ár. Nú er unnið að þvi að
starf forstöðumannsins fái stoö i lögum og að framhald verði á
fjárveitingu i þvi skyni.