Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 42
34
3. Aðili hafi ekki gerst sekur um hneykslanlegt athæfi, sem
ætla má aó rýri álit hans og sé ósamboðið manni i prests-
starfi. Bera má ágreining um þetta efni undir sérstaka dóm-
nefnd, sem i eiga sæti biskup eða fulltrúi hans, forseti
guófræóideildar eða varaforseti og lögfræðingur, er Hæsti-
réttur íslands nefnir til.
4. Um nám i kennimannlegri guðfræði og starfsþjálfun guófræði-
kandidata fer svo sem segir i reglugerð um nám i guðfræði-
deild Háskóla íslands. Biskup hefur samstarf við guðfræði-
deild um þessi efni.
Að öðru leyti verður maður að fullnægja almennum skilyróum 3. gr.
laga ,nr.. 38/1954 um skyldur og réttindi sttárfsmanna rikisihs.
3. gr.
Sóknarprestar eru opinberir starfsmenn og njóta lögkjara og bera
skyldur samkvæmt þvi. Lúta þeir almennt ákvæöum laga nr. 38/1954
um rækslu embætta sinna. Sama er um þá menn prestsvigða, er
gegna störfum með stoð i 6. - 9. gr. laga nr. 35/1970 og 26. gr.
þessara laga.
4. gr.
Skylt er sóknarpresti að taka við embætti sinu jafnskjótt og föng
eru á eftir aó hann hefir hlotió skipun. Ráðherra getur þó sam-
kvæmt tillögu biskups veitt presti allt aó 3 mánaða frest til aö
taka vió embættinu.
5. gr.
Kirkjumálaráóherra skal láta byggja og halda vió prestssetrum og
hlutast til um, að fé fáist til þess á fjárlögum, sbr. lög nr.
63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. Ráðherra felur sérfróöum
mönnum, þegar eftir að lög þessi taka gildi, aö vinna i samstarfi
við biskup og fulltrúa frá Prestafélagi Islands að samningu sam-
felldrar áætlunar um byggingu og viðhald prestssetra næstu 10. ár.
Nú fær sóknarprestur embættisbústað til afnota og fer þá um þaö
húsnæði samkvæmt sérstökum lögum.