Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 43
35
6. gr.
Skylt er presti að sitja vel prestssetur sitt og gæta þess i
hvivetna, að eigi sé gengið á réttindi þess.
(Sóknarprestar og makar þeirra skulu halda ábúðarrétti á prests-
setrum, svo sem tiðkast hefir, og greiða skulu þeir árlegt eftir-
gjald samkvæmt reglum og venjum um heimatekjur presta).
Venjuleg jarðarhús á prestssetri og önnur slik ma-nnvirki eru i
ábyrgð prests með sama hætti og jarðarhús á leigujörðum eru á
ábyrgð leiguliða. Prestur sem situr prestssetur, hefir öll
jarðarnot þess, nema fyrirvari sé um annað og fer um stöðu hans,
meðan hann situr jörðina, i megindráttum samkvæmt ábúðarlögum nr.
64/1976, sbr. jaróalög nr. 65/1976, en eigi vinnur hann sér rétt
til kaupa á jörð eða erfðaleigu á henni.
7. gr.
Skylt er presti aó hafa lögheimili og aðsetur á prestssetri eða
embættisbústað, sem honum er fenginn, nema prófastur og sóknar-
nefnd eða sóknarnefndir i prestakalli samþykki annað og biskup
leyfi.
Prestur má láta öðrum i té afnot tiltekins hluta af embættis-
bústað eða jarðarnot, meðan hann þjónar prestakalli en hús og
jörð er eftir sem áður i ábyrgó hans.
8. gr.
Nú er kirkja á prestssetursjöró og skal prestur þá hafa umsjón
með henni i samvinnu við sóknarnefnd. Ef prestur situr ekki
prestssetursjörð skal ábúanda skylt að ósk sóknarnefndar að
hafa eftirlit með slikri kirk^u.
9. gr.
Sóknarprestur starfar með sóknarnefndum að málefnum kirkjusóknar
og situr fundi sóknarnefnda eftir þvi sem við verður komið. Sókn-
arprestur á sæti á héraðsfundum og er skylt að sækja þá, og skyit
er honum að forfallalausu að sitja fundi, er biskup boðar honum.
Sóknarprestur skal að jafnaði sækja námskeið til endurmenntunar
eigi sjaldnar en á 10 ára fresti.