Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 44
36
10. gr.
Sóknarpresti er skylt að taka að sér þjónustu til viðbótar embætti
sinu innan prófastsdæmis, ef þörf krefur, samkvæmt tilmælum prófasts,
gegn launum samkvæmt 26. gr. laga nr. 38/1954.
11. gr.
Sóknarprestur fær greiddan ferða- og skrifstofukostnað embættis
sins, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, að fengnum tillögum biskups
og stjórnar Prestafélags íslands. Fjárhæð greiðist mánaðarlega
með launum prests.
Sóknarpresti ber þóknun fyrir aukaverk, svo sem tiðkast hefir,
samkvæmt gjaldskrá, sem Prestafélag Islands setur með samþykki
kirkjumálaráðherra. Heimilt er að visitölutengja gjaldskrána,
sem endurskoðuð skal eigi sjaldnar en þriðja hvert ár.
(Aths.: Visað til Prestafélags íslands og nefndar um kjör presta).
12. gr.
Biskupsstofa leggur sóknarprestum til löggiltar embættisbækur,
svo og eyðublöó undir lögboönar skýrslur, og aðrar skýrslur, sem
presti er skylt að láta i té, og undir embættisvottorð.
Hagstofa íslands leggur sóknarprestum til eyðublöð undir skýrslur,
sem senda á þangað.
13. gr.
Um einstakar embættisathafnir presta, fer svo sem segir i lögum
um þau efni og venjur kveða á um.
Biskup setur prestum erindisbréf að fengnum tillögum prófasta-
fundar og stjórnar Prestafélags íslands.
II. kafli.
Um prófasta
14. gr.
Kirkjumálaráðherra skipar prófasta úr hópi þjónandi presta i
prófastsdæmi með ráði biskups, er leitað hefir áður álits þ]ón-
andi presta i prófastsdæminu og eins kjörmanns úr hverju presta-
kalli. Sóknarpresti er skylt að takast á hendur prófastsembætti.