Gerðir kirkjuþings - 1983, Síða 45
37
Biskup getur falið presti að gegna prófastsembætti um stundar-
sakir, ef sérstaklega stendur á, svo sem vegna f]arveru pró-
fasts eöa veikinda hans eða vegna þess að prófasts missir við.
Nú lætur prófastur af prestsenibætti í prestakalli, og verður
prófastsembætti þá laust. Nú telur prófastur sér óhægt að
gegna embættinu vegna veikinda eða af öðrum sérstökum persónu-
legum ástæðum, og er þá heimilt aó leysa hann undan því embætti,
þótt hann gegni prestsembætti sínu eftirleiðis.
15. gr.
Prófastur er fulltrúi biskups i prófastsdæminu og trúnaðarmaður-
hans og hefir almenna umsjón með kirkjulegu starfi þar. Hann
er i fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að þvi er varðar sameigin-
leg málefni þess gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstak-
lingum.
Nú er kirkjuleg starfsstöð stofnuð í prófastsdæmi, og veitir
prófastur henni þá jafnaðarlega forstöðu og skipuleggur starfsemi
á hennar vegum. Hann er formaður stjórnar héraðssjóðs prófasts-
dæmis, ef stofnaður verður, og oddviti héraðsnefndar þess.
Hann boðar héraðsfund i samvinnu við héraðsnefnd og stjórnar
fundum hennar, undirbýr mál, sem sá fundur fær til meðferóar,
og kemur ályktunum fundarins til biskups og annarra aðila og
fylgir þeim eftir.
16. gr.
Prófastur hefir eftirlit með prestssetrum, kirkjum og kirkna-
eignum i prófastsdæmi og bókasöfnum prestakalla, sbr. lög nr.
17/1931. Hann skýrir biskupi frá þvi, sem honum þykir athuga-
vert um þessar eigni, þ.á.m. skort á vióhaldi og getur biskup
lagt fyrir rétta aðila að bæta úr og sett frest í þvi skyni.
Prófastur gengur eftir þvi, að sóknarnefndir sendi honum starfs-
skýrslur ár hvert og reikninga, sem hann endurskoðar og leggur
fyrir héraðsfundi með athugasemdum sinum og sóknarnefndar
eftir atvikum og tillögum um úrlausn. Þá fjallar hann um
ágreining, sem kann að risa milli sóknarprests, sóknarnefndar
eða safnaðar.
Prófastur löggildir gerðabækur og sjóðbækur sóknarnefndar.
Prófastur veitir presti leyfi til fjarvista úr prestakalli,
allt að 4 vikum, en leyfi til lengri fjarvista veitir biskup,