Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 46
38
að höfðu samráði við kirkjumálaráðherra. Prófastur skipuleggur
sumarleyfi presta i prófastsdæminu.
Nú er prestur vanhæfur til að framkvæma embættisathöfn eða getur
ekki innt hana af hendi vegna veikinda eða fjarvistar, og ákveður
þá prestur i samráði við prófast, hvernig þjónusta prests skuli
leyst af hendi.
17. gr.
Prófastur hefir þau afskipti af veitingu prestakalla, sem lög
kveða á um. Hann skipuleggur endurmenntun presta, sem prófasts-
dæmið beitir sér fyrir í samráði við biskup og prestafélög.
Hann sér og um bókasafn prófastsdæmis, en guðfræðilegu bókasafni
prófastsdæmis skal komið á fót samkvæmt ákvörðun héraðsfundar og
héraðsnefndar fyrir fé, sem veitt kann að vera á fjárlögum i
þessu skyni og úr héraðssjóði, svo og fyrir framlög einstakra
manna.
Prófastur framkvæmir úttekt á prestssetrum og embættisbústöðum
presta við bústaðaskipti, svo sem verið hefur. Hann setur nýjan
prest i embætti, heimsækir presta og visiterar kirkjur og
söfnuöi samkvæmt nánari ákvæðum i erindisbréfi. Hann fylgir
biskupi á visitasium hans til presta og safnaða i prófasts-
dæminu.
18. gr.
Prófastur hefir þau afskipti af kirkjugörðum, sem lög mæla fyrir
um. Hann skoðar þá og heimagrafreiti á visitazium sínum til
safnaða.
19. gr.
í prófastsdæmi með 10.000 ibúa hið fæsta, skal með samþykki
ráðuneytisins leggja prófasti til sérstaka skrifstofu, prófasts-
stofu og aóstoð á skrifstofu.
Prestssetur prófasta i fámennari prófastsdæmum er jafnframt
prófastssetur og á prófastur þar rétt á árlegu fjárframlagi
vegna skrifstofuhalds og aðstoðar eftir þvi sem ráðuneytið mælir
fyrir um, aö fengnum tillögum biskups.