Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 54
46
altarissakramentisins, greftrun, hjónavígslu, vitjanir (hús-
vitjanir-sjúkravitjanir), sáttaumleitanir, váboð og gleðiboð,
embættisbókhald, skýrsluskil og vottorðagjöf ýmiss konar fer
svo sem segir i lögum um þau efni og venjur kveóa á um.
6.
Önnur málsgrein 17. gr. orðist svo: Prófastur framkvæmir úttekt
á prestssetrum og embættisbústöóum presta vió prestaskipti og
þegar prestar flytja i annað húsnæói innan prestakalls. Pró-
fastur setur nýjan prest i embætti, heimsækir presta og vísiterar
kirkjur og söfnuði, eftir því sem við verður komið og fylgir
biskupi i vísitazium hans til kirkna, presta og safnaða i
prófastsdæminu.
7.
Lagt til , að 25. gr. verói aðlöguð lögum nr. 35/1970 og komi
sem viöbót við 9. grein þeirra laga, eða sem ný grein milli 9.
og 10. greinar.
Auk framanskráðra breytingartillagna áskilur flutningsmaður sér
rétt til að flytja fleiri breytingartillögur eða fylgja öðrum,
sem fram kunna að koma. Þá óskar flutningsmaður, að frumvarpið
verói skoðað nákvæmlega meö hliðsjón af tillögum Starfshátta-
nefndar um þetta efni. Jafnframt er lagt til, aó leitað verði
umsagnar um frumvarpió hjá prestastefnu og prófastafundi. Þá
hefur flutningsmaður fyrirvara gagnvart ákvæðum um niðurfell-
ingu ýmissa eldri laga, einkum frá 1931, og áskilur sér rétt
til aö leggjast gegn þeirri niðurfellingu, ef sýnt þykir, að
það veiki ráttarstöðu sóknarpresta og kirkjunnar.