Gerðir kirkjuþings - 1983, Qupperneq 57
49
1 Qfn
14. kirkjuþing
3. mál
T i. 1 _1 a 2 a
til þingsályktunar um stofnun kirkjumála-
ráðuneytis.
Flutt af Kirkjuráöi.
Frsm. Er. Pétur Sigurgeirsson, biskup.
Kirkjuþing ályktar að skora á kirkjumálaráðherra að beita sér fyrir því að
stofnað verði sérstakt kirkjumálaráðuneyti, aðskilið frá núverandi dóms- og
kirkjumálaráðuneyti. Fjalli það um málefni þjóðkirkjunnar og þjóðkirkju-
safnaða svo og málefni annarra trúfélaga og málefni varðandi trúarbrögð
almennt. Undir ráðuneytið heyrir m.a. prestsetursjarðir, embættisbústaðir
presta, kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir, fjármál kirkjusókna og málefni
kirkjugarða og bálstofa. Verksvið ráðuneytisins verði ákveðið með úrskurði
forseta íslands sbr. 15. gr. laga nr. 73/1969.
Greinargerð
Alllengi hefir verið rætt um þörfina, sem á þvi er að stofna
sérstakt kirkjumálaráðuneyti, svo sem gert var i Danmörku áriö
1916. Þetta mál bar m.a. á góma, er lögin um Stjórnarráð íslands
voru sett árið 1969, en það á sér þó lengri sögu. Á kirkjuþingi
1974 var samþykkt ályktun, þar sem skorað var á Kirkjuráð að
beita sér fyrir þvi við rétt stjórnvöld að stofnað yrði til sér-
staks kirkjumálaráðuneytis.
A sióustu árum hefir starfsemi þjóðkirkjunnar orðið æ umfangs-
meiri, og þarf þjóðkirkjan og önnur trúfélög að sækja margt til
Stjórnarráðsins. Ef sérstöku ráðuneyti verður falið að fjalla
um málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga, má vænta þess
að meiri timi vinnist til að sinna þeim málefnum á stjórnsýslu-
stigi. Eins og nú horfir við, eru kirkjumálefni aðeins litill
hluti af þeim málaflokkum, sem undir dóms- og kirkjumálaráöu-
neytið heyra. Hér er einnig á það að lita, að sum málefni kirkj-
unnar, svo sem kirknaeignir, heyra ekki undir dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, og er mikill hagur að þvi að þau málefni öll
lúti einu ráðuneyti, svo sem gert yrði, ef til sérstaks kirkju-
málaráðuneytis yrði stofnað. Reynslan frá Danmörku leiðir ótvi-