Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 60
52
Að veita umsögn um og afgreiða þau mál sem biskup, Kirkju-
ráð, Alþingi, ráðherra eóa aórir visa til þingsins.
Að gera samþykktir um helgisiði og önnur innri málefni kirkj-
unnar, sem eru þvi aðeins bindandi að biskup og prestastefna
staðfesti þær.
Að eiga frumkvæði að, eða veita umsögn um lagafrumvörp og
stjórnvaldsreglur, sem ráðherra hyggst flytja á Alþingi eða
setja og varða kirkju, klerkastétt og söfnuði landsins.
3 . gr.
Kirkjuþing veitir umsögn um þau atriði varðandi fjármál sem kirkju-
ráð visar til þingsins og fær reikninga Kristnisjóðs til athugunar
og afgreiðslu. Kirkjuþing hefur tillögurétt um fjárhagsmálefni til
Kirkj uráðs.
II. kafli
Um störf kirkjuþings.
4 . gr.
Kirkjuþing kemur saman ár hvert, aó jafnaði i október. Biskup
boðar til kirkjuþings skriflega og með að minnsta kosti eins
mánaðar fyrirvara. Meó fundarboði skal senda greinargerð um þau
frumvörp til laga og tillögur til breytinga á reglugerðum og
stjórnvaldsreglum sem Kirkjuráð hyggst leggja fyrir þingið,
svo og skýrslu Kirkjuráðs og reikninga Kristnisjóðs fyrir næst-
liðið starfsár. Kirkjuþing starfar i allt að 10 daga hverju
sinni.
5 . gr.
Biskup er forseti kirkjuþings en kirkjuþing kýs á fyrsta fundi
sinum 1. og 2. varaforseta úr hópi kjörinna þingfulltrúa annan
guðfræðing og hinn leikmann. A fyrsta fundi sinum kýs þingið
einnig tvo skrifara. Heimilt er að ráða sérstakan þingritara
sem annast færslu fundargeróa undir yfirumsjón og á ábyrgð
hinna kjörnu skrifara, enda undirrita þeir fundargerðir.
Biskup annast, i samráði við Kirkjuráð, ráðningu þingritara og
annars starfsfólks þingsins og hefur umsjón með störfum þess.